Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

There Will Be Blood 2007

Frumsýnd: 22. febrúar 2008

There Will Be Greed. There Will Be Vengeance.

158 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 93
/100
Golden Globe: Besti leikari í aðalhlutverki. 2 Óskarsverðlaun. Önnur 34 verðlaun og 36 tilnefningar.

Myndin byggir lauslega á skáldssögu frá 1927 eftir Upton Sinclair. Daniel Plainview (Daniel Day-Lewis) byrjar starfsferilinn á því að grafa eftir silfri en finnur olíuæð fyrir slysni. Hann fer út í olíubransann og tekst að græða allsvakalega á nokkrum árum. Áralöng leit að velgengni og gróða gerir Daniel að gráðugum og kaldrifjuðum manni. Svo gráðugum... Lesa meira

Myndin byggir lauslega á skáldssögu frá 1927 eftir Upton Sinclair. Daniel Plainview (Daniel Day-Lewis) byrjar starfsferilinn á því að grafa eftir silfri en finnur olíuæð fyrir slysni. Hann fer út í olíubransann og tekst að græða allsvakalega á nokkrum árum. Áralöng leit að velgengni og gróða gerir Daniel að gráðugum og kaldrifjuðum manni. Svo gráðugum að hann vílar ekki fyrir sér að reyna að pretta Sunday fjölskylduna þegar hann ásælist landareign þeirra. En kaupin draga dilk á eftir sér. ... minna

Aðalleikarar

Daniel Day-Lewis

Daniel Plainview

Paul Dano

Paul Sunday / Eli Sunday

Ciarán Hinds

Fletcher Hamilton

Dillon Freasier

H.W. Plainview

Barry Del Sherman

H. B. Ailman

Kaitlin Cullum

Mr. Bandy

Igor Luther

Signal Hill Man (uncredited)

Jim Meskimen

Signal Hill Married Man

Randall Carver

Mr. Bankside

Björn Kjellman

H.M. Tilford (uncredited)

Russell Harvard

Adult H.W. Plainview

Martin Stringer

Silver Assay Worker

Matthew Braden Stringer

Silver Assay Worker

Jacob Stringer

Silver Assay Worker

Joseph Mussey

Silver Assay Worker

Leikstjórn

Handrit


Í fyrra snérist allt talið um There Will Be Blood og No Country For Old Men. Það var slegist harkalega um hvor væri betri en eins og allir vita tók No Country stærstu óskarsverðlaunin. There Will Be Blood var tilnefnd til 8 slíkra og fékk tvö, fyrir kvikmyndatöku og besta karl leikara í aðalhlutverki, Daniel Day-Lewis. Einhvernveginn tókst mér ekki að sjá þesssa mynd fyrr en núna, ekki spyrja hvernig. Ég sé núna að sama hversu góður Javier Bardem var í No Country þá átti enginn séns í Lewis. Það er nánast hægt að slá því á fast að maðurinn er besti leikari síðustu ára með myndir á bakinu eins og My Left Foot, In The Name Of The Father, The Last of the Mohicans og núna There Will Be Blood.

Myndin er löng og hæg en mér leiddist aldrei. Maður komst vel inn í heim olíuboranna um aldmótin 1900. Allar aðstæður og vinnubrögð voru greinilega mjög vandaðar og virkuðu raunverulegar. Auk Lewis var Paul Dano (Little Miss Sunshine) frábær í hlutverki klikkaða preststráksins, hann er að stimpla sig vel inn í Hollywood. Allt í allt, í stuttu máli, þessi mynd er meistaraverk!

Paul Thomas Anderson er orðinn einn besti leikstjórinn í dag, engin spurning.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekki beint fjölskylduskemmtun og þó??
There Will Be Blood er klárlega besta mynd ársins hingað til. Handritið, karakterarnir og myndatakan er algjör snilld. Danny Day - Lewis leikur sitt hlutverk snilldar vel og ekki voru Ciarán Hinds og Paul Dano síðri. mæli með þessari mynd fyrir alla sem langar að eiga frábært kvöld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2017

Dularfull mynd þrefalds Óskarshafa fær nafn

Síðast þegar þrefaldi Óskarsverðlaunahafinn Daniel Day-Lewis og leikstjórinn Paul Thomas Anderson unnu saman, þá var uppskeran ríkuleg, en kvikmynd þeirra, There Will Be Blood, skilaði Day-Lewis öðrum Óskarsverðlaunum hans ( ha...

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

15.02.2008

Pistill: Topp 10 - '07

Ólíkt flestum öðrum gagnrýnendum á klakanum, þá vel ég ALDREI mínar Topp 10 myndir ársins eftir því hvenær þær voru frumsýndar hérna, heldur eftir jú, auðvitað framleiðsluári.Persónulega finnst mér hálf b...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn