Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Star Trek IV: The Voyage Home 1986

(Star Trek 4)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Beaming down to Earth December 12 1986

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 71
/100
Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. Hljóð, kvikmyndataka, tónlist og tæknibrellur.

Til að bjarga Jörðinni frá gereyðandi geimkönnunarleiðangri, þá fara Kirk og áhöfn hans, aftur í tímann til 20. aldarinnar, til að ná í tvo hnúfubakshvali sem eru einu lífverurnar á Jörðinni sem geta á átt samskipti við geimkönnunarleiðangurinn.

Aðalleikarar


Star Trek VI: Voyage Home a.k.a Comedy Trek. Myndin er snjöll, fyndin og spennandi allt sem Star Trek þarfnast. Voyage Home er næstbesta í Star Trek seríunnu, utan við First Contact.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Star Trek II, III og IV mynda eins konar trílógíu, og þetta er sú síðasta í henni. Þarna fer áhöfnin á Enterprise í tímaferðalag til ársins 1986, til þess að finna tvo hvali til að taka með sér til 23. aldarinnar. Tilgangurinn er að láta þá svara dularfullu geimskipi sem talar bara hvalamál, en hvölum var útrýmt á 21. öldinni.

Þetta er sennilega eina Star Trek-myndin sem hægt er að flokka sem gamanmynd. Og það er hún. Ég lá í krampakasti allan tímann sem ég horfði á hana fyrst. Fjöldi alveg óborganlegra atriða er í henni, og handritið er ekki nema snilld. Það má segja að þarna sé Star Trek-gengið að gera grín að sjálfum sér.

Ég mæli tvímælalaust með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn