Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Halloween 2007

(Halloween 9)

Frumsýnd: 5. október 2007

Evil Has A Destiny

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Íbúar í rólega smábænum Haddonfield vita það ekki ennþá .... en dauðinn er á leiðinni í bæinn. Fyrir sextán árum myrti tíu ára drengur, Michael Myers, stjúpföður sinn með hryllilegum hætti, eldri systur sína og kærasta hennar. Nú eru liðin 16 ár frá þessum atburðum og Myers sleppur úr geðsjúkrahúsinu þar sem honum hefur verið haldið, og stefnir... Lesa meira

Íbúar í rólega smábænum Haddonfield vita það ekki ennþá .... en dauðinn er á leiðinni í bæinn. Fyrir sextán árum myrti tíu ára drengur, Michael Myers, stjúpföður sinn með hryllilegum hætti, eldri systur sína og kærasta hennar. Nú eru liðin 16 ár frá þessum atburðum og Myers sleppur úr geðsjúkrahúsinu þar sem honum hefur verið haldið, og stefnir rakleiðis til heimabæjar síns, ákveðinn í að halda uppteknum hætti og myrða bæjarbúa, en einkum er honum uppsigað við lækninn Dr. Sam Loomis sem er læknir Myers, og sá eini sem veit hve illur Myers raunverulega er. Á einum stað í bænum er feimin unglingsstúlka að nafni Laurie Strode að passa börn sama kvöld og Michael kemur í bæinn...er það hrein tilviljun Myers er á eftir henni og vinum hennar?... minna

Aðalleikarar

Trick or treat!
Sem mikill aðdáandi leikstjórans John Carpenter skammast ég mín ógurlega fyrir að gefa Halloween endurgerðinni hans Rob Zombie hærri einkunn en Halloween myndinni hans John Carpenter's en sannleikurinn er sá að mér hefur alltaf þótt sú mynd vera eina laka myndin sem Carpenter, sá snillingur hefur gert. Það sem þessi mynd hefur fram yfir hina er að hún kynnir morðingjann Michael Myers mun betur. Við sjáum hann á bernskuárum þegar hann fer smám saman að klikkast og fremur sín fyrstu morð. Fyrri hlutinn er nokkuð góður og persónurnar ná vel til manns og strákurinn leikur bara vel. Malcolm Mcdowell er líka ágætur. Í seinni hálfleik verður myndin hálf slöpp og ekki mjög gáfuleg og eru morðatriðin það helsta sem myndin hefur þá sér til ágætis. En í heild er þessi mynd ágæt og á alveg skilið 6/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hver man ekki eftir hinum alræmda morðingja Michael Myers, sem að kom heim á Hrekkjavökunni til að hræða fólkið á Haddonfield, þar með talið Laurie Strode, og murka svo úr þeim lífið? Þessi karakter er meðal þekktustu Boogey Man af sögum kvikmynda og á það vel skilið. John Carpenter gerði alveg óaðfinnanlega góða mynd sem Halloween er og er talin enn þann dag í dag vera ein af bestu Boogey Man myndum sem gerð hefur verið. Þannig að það hlaut að koma að því að það myndi vera endurgerð á þessari klassík(sem er svo í tísku hjá Ameríkönum). EN að hafa ráðið Rob Zombie til að gera þessa endurgerð: STÓR MISTÖK. Það sem hrjáir þessa mynd all svakalega er léleg persónusköpun og innihaldslaus saga. Zombie eyðir alveg svakalegum tíma til að reyna útskýra af hverju Michael varð að þeim morðingja sem hann er, og drepur það niður alveg myndina. Svo eru leikararnir ekkert að bæta þetta. Allir leikararnir eru alveg þvílíkt lélegir(að mínu mati), nema sá sem leikur Michael á yngri árum. Hann var alveg ágætur. Svo eru bregðuatriði myndarinnar svo fyrirsjáanleg að það er ekkert eðlilegt, og er sá þáttur mjög illa framkvæmdur hjá Zombie. En blóðbaðið, það kemur ágætur skammtur af því. Og er örugglega eina góða við þessa mynd. Þessi mynd stóðst engan veginn væntingar mínar, og mæli ég engann veginn með henni. Fær 1 fyrir nokkur gory atriði. Annars mæli ég með að þið haldið ykkur frá þessari. Hún er ekki þess virði að eyða 900 kr á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vá! ég veit nú bara ekki hvar ég á að byrja en allavega var þessi mynd algjör tær snilld og fólk sem hefur gaman af mjög mikilli hrollvekju og spennandi og ógeðslegum atriðum ættu ekki að láta þessa fara framhjá sér hann Rob Zombie er algjör snillingur í að gera akkurrat svona myndir og ekki fannst mér neinir gallar við þessa mynd svo hún fær fullt hús hjá mér
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að vara við þessarri mynd. Hún er engann veginn fyrir viðkvæmt fólk.

Persónusköpun er mjög góð og því verður myndin þeim mun áhrifameiri. Leikurinn er allur til fyrirmyndar og var þetta allt frekar raunverulegt.

Myndin er svakalega ofbeldisfull og ofsafengin. Það er enginn lognmolla í myndinni. Þegar hléið kom og ég ætlaði fram, þá tók á móti manni sætur ilmur. En þá hafði einhver hlaupið fram í ofboði og kastað upp þrívegis á leiðinni á klósettið. Viðkomandi gæti kannski hafa verið veikur. Og kjökrandi kvenfólkið var kannski bara svona sorgmætt. En það var kjökur og snökt í salnum meirihlutann eftir hlé. Aumingja stúlkan sem sat við hliðina á mér var öll komin upp í sætið og barði sig að utan af taugaveiklun. Bara snilld.

Ég heyrði á tali fólks í kringum mig að þetta ætti að vera bannað innan 18 ára. Ég tek fyllilega undir það.

En ekki misskilja. Myndin er mjög góð og setur markið fyrir aðrar hryllingsmyndir. Fyrir aðdáendur hryllingsmynda þá er þessi möst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

30.10.2023

Risahelgi hjá Five Nights at Freddy's

Sigurvegari nýliðinnar helgar í miðasölunni í bíó á Íslandi var kvikmyndin Five Nights at Freddy´s en 6.200 manns börðu myndina augum. Myndin bar höfuð og herðar yfir myndina í öðru sæti íslenska bíóaðsókn...

25.10.2023

Hrollvekjuveisla á Hrekkjavöku í Sambíóunum

Í tilefni Hrekkjavökunnar í næstu viku ætla Sambíóin Egilshöll að sýna klassískar hrollvekjur í bland við nýrri dagana 30. - 31. október nk. Um er að ræða sex hryllingsmyndir þessa tvo daga og verður hver mynd sýnd einu sinni á dag. Í tilkynningu ...

28.08.2023

Topp 10 hrollvekjur Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra Kulda

Kvikmyndir.is bað hrollvekjuleikstjórann Erling Óttar Thoroddsen sem sendir frá sér myndina Kulda nú í vikunni, að taka saman lista yfir uppáhalds hrollvekjurnar sínar. A Nightmare on Elm Street [movie id=897] Ég á...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn