Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Charlie Bartlett 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. september 2008

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Charlie er vægast sagt ekki vel liðinn í nýja skólanum. En hann er úrræðagóður og leitar leiða til að fá alla til að líka við sig. Þegar einn nemandinn leitar ráða hjá honum við kvíðaköstum sér Charlie að lausnin er komin og gerist sjálfskipaður geðlæknir skólans. Honum tekst meira að segja að plata lyfseðilsskyld lyf út úr fjölskyldugeðlækninum... Lesa meira

Charlie er vægast sagt ekki vel liðinn í nýja skólanum. En hann er úrræðagóður og leitar leiða til að fá alla til að líka við sig. Þegar einn nemandinn leitar ráða hjá honum við kvíðaköstum sér Charlie að lausnin er komin og gerist sjálfskipaður geðlæknir skólans. Honum tekst meira að segja að plata lyfseðilsskyld lyf út úr fjölskyldugeðlækninum og telur að það leysi sjálfkrafa vandamál nemendanna. Charlie verður vinsæll eins og skot en kemst síðar að því hann getur hjálpað mörgum samnemenda sinna án þess að útvega þeim lyf. En þá er það orðið fullseint því það kemst upp um leyfislausu læknisþjónustuna hans og Charlie lendir í miklum vandræðum. ... minna

Aðalleikarar

Anton Yelchin

Charlie Bartlett

Robert Downey Jr.

Nathan Gardner

Hope Davis

Marilyn Bartlett

Kat Dennings

Susan Gardner

Tyler Hilton

Murphy Bivens

Mark Rendall

Kip Crombwell

Megan Park

Whitney Drummond

Jonathan Malen

Jordan Sunder

Stephen Young

Dr. Stan Weathers

Noam Jenkins

Dean West

Sarah Gadon

Priscilla

David Fraser

Dr. Jacob Kaufmann

Leikstjórn

Handrit

Ferris Bueller fyrir nýja kynslóð
Þó svo að Charlie Bartlett minni undirritaðan á einhverja blöndu af Rushmore og Ferris Bueller's Day Off, þá virkar hún engan veginn eins og eitthvað afrit. Hér er eiginlega bara mjög skemmtileg - þótt reyndar ófrumleg og bitlaus - unglingaræma sem að gengur upp á flestan hátt.

Myndin er fyrst og fremst keyrð af alveg ákaflega viðkunnanlegu handriti þar sem að persónusamskipti standa hvað mest upp úr. Myndin er sömuleiðis fyndin og semi-hugljúf en þrátt fyrir slíka kosti eru það leikarnir sem að gera almennilega góða mynd úr þessu hráefni. Anton Yelchin (sem hefur skotið upp kollinum frá Hearts in Atlantis til Alpha Dog) smellpassar í titilhlutverkið og tekst að gera Charlie að einstaklingi sem þér líkar vel við, þrátt fyrir bullandi athyglissýki.
Kat Dennings tekur sömuleiðis ótrúlega einhliða persónu og gerir meira við hana en maður hefði haldið að væri mögulegt. Ég hugsa að það fari þó ekki á milli mála hver vinnur sér inn titilinn senuþjófur myndarinnar, en Robert Downey Jr. er hátt í frábær í sínu hlutverki. Hann undirstrikar það hversu góður hann er í einni virkilega magnaðri senu í myndinni sem að tengist Charlie, byssu og áfengi. Þið ættuð að fatta ef þið hafið séð myndina.

Það er óneitanlega mikill John Hughes-bragur á myndinni, sem ég er ánægður með. Unglingamyndir í dag þurfa ekki endilega að bjóða upp á gredduhúmor eða kynlífssjúkar persónur til að þær höfði til markhóp síns. Charlie Bartlett er stórfín lítil afþreyingarmynd ætti að standast þær kröfur sem þú gerir til hennar. Bara ekki búast við einhverju djúpu eða byltingarkenndu.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn