Náðu í appið
Öllum leyfð

The Pink Panther 2 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. febrúar 2009

Það mun enginn stöðva hann, nema kannski eigin vanhæfni

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 12% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Jacques Clouseau (Steve Martin) rannsóknarlögreglumaður er sendur í frí af yfirmanni sínum (John Cleese), svo lögregluliðið geti loksins losnað við hann, en stuttu eftir að hann yfirgefur Frakkland er Bleika Pardusinum, demantinum fræga, stolið ásamt mörgum öðrum frægum forngripum. Því ákveður Closeau að reyna að leysa málið án aðstoðar frönsku lögreglunnar,... Lesa meira

Jacques Clouseau (Steve Martin) rannsóknarlögreglumaður er sendur í frí af yfirmanni sínum (John Cleese), svo lögregluliðið geti loksins losnað við hann, en stuttu eftir að hann yfirgefur Frakkland er Bleika Pardusinum, demantinum fræga, stolið ásamt mörgum öðrum frægum forngripum. Því ákveður Closeau að reyna að leysa málið án aðstoðar frönsku lögreglunnar, en fær í staðinn með sér álíka skrautlega félaga frá ýmsum löndum heimsins, þar á meðal Englandi, Ítalíu, Japan og Indlandi. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Húmorslaus bóla sem neitar að hverfa
Stærsti brandarinn sem hér finnst er hvernig aðstandendum tókst virkilega að smala saman góðum nöfnum eins og John Cleese, Jeremy Irons, Andy Garcia og Alfred Molina. Jean Reno er þegar búinn að missa allt niður um sig og Steve Martin er skrefinu nær því að fremja það sem kallast á góðri ensku "career suicide."

Að fullyrða þá augljósu staðreynd að Martin skuli ekki vera neinn Peter Sellers er of vægt til orða tekið. Hann er ekkert annað en léleg eftirherma. Það er ekkert viðkunnanlegt eða skemmtilegt við Clousau-karakterinn í nýju myndunum. Hann er bara fáviti, punktur! Sellers tókst í alvöru að gera ýmislegt með þessa einföldu persónu. Gömlu Pink Panther-myndirnar voru alls ekki allar góðar, en það er engu að síður góð ástæða fyrir því að Sellers hafi verið talinn klassískur.

Ég þoldi ekki Pink Panther-endurgerðina frá 2006, og það að ég sé kominn til að gagnrýna framhaldið er ég ekki enn byrjaður að fatta. Engu að síður sá ég framhaldið og vonaðist eftir að aðstandendur hefðu kannski eitthvað lært af mistökunum úr fyrri umferð og tekið mark á vondu dómunum. Ótrúlegt en satt þá hafði ég heyrt frá nokkrum að þessi væri aðeins betri. Að einhverjum skuli finnast það skil ég ekki. Það má svosem vera að leikaravalið sé betra, en Pink Panther 2 tókst að gera það ómögulega í mínum huga og var e.t.v. verri.

Það er svosem ekkert að því að gera framhaldsmynd svipaða forvera sínum, en að koma með 85% afrit er alveg út í hött! Þannig er þessi mynd. Hún fer nákvæmlega eftir sömu formúlu og hin gerði; Sami söguþráður, sama uppbygging, sama niðurstaða og svipaðar ef ekki keimlíkar uppákomur. Eini munurinn á myndunum er sá að nú eru leikarar á borð við Cleese, Molina og Garcia til staðar til að hrista hausum yfir slapstick-hegðun Martins, en í fyrri myndinni var það einungis Kevin Kline. Ég get rétt ímyndað mér af hverju hann snéri ekki aftur. Svo las ég það líka að Beyoncé Knowles hafi hafnað handritinu. Aldrei hefði ég búist við því að hún tæki skynsamlegri ákvarðanir á hlutverkum en fyrrnefndu leikararnir.

Það er enginn húmor til staðar í Pink Panther 2, heldur bara eitthvað sem vill vera húmor. Ég brosti tvisvar yfir fyrstu myndinni og hálf skammaðist mín fyrir það eftirá. Ég brosti ekki einu sinni yfir þessari. Brandararnir eru eins og móðgun gagnvart greind áhorfandans og finnst mér skrítið að nokkur manneskja yfir 10 ára geti hlegið að þeim. Eins og feiluðu tilraunirnar í fyrstu myndinni til að framkalla hlátur hafi ekki verið nógu þvingaðar, þá þarf þessi mynd nauðsynlega að endurtaka sömu djóka sem voru aldrei fyndnir til að byrja með. Eins og t.d. þessi endalausi brandari um framburðinn á orðinu "hamburger." Hvenær er komið nóg?!?

2/10 - Það er sárt fyrir mig að hugsa til þess að leikstjórinn sé sá sami og gerði hina fersku og stórfyndnu One Night at McCool's.


Mér hefur alltaf þótt Steve Martin góður sem gamanleikari þótt honum hefur farið aðeins aftur undanfarið. The Pink Panther endurgerðinni gaf ég tvær stjörnur þegar ég sá hana í bíó árið 2006 og nú er framhaldsmyndin komin og er hún bara alls ekki sem verst. Martin stendur Peter Sellers ekki langt að baki sem hinn vitgranni franski lögregluþjónn Jaques Clouseo og er hann eiginlega fyndnari hér en í hinni myndinni. Söguþráðurinn í þessari mynd The Pink Panther 2 er í fyrstu leiðinlegur og ómerkilegur en lagast svo og verður alveg bærilegur. Myndin tollir ágætlega á kostulegum uppákomum og skemmtilegum persónum en ekki algjörlega. Margir brandararnir virka en aðrir eru klígjulegir, ætli það sé ekki hægt að hlæja að helmingnum. Auk Martin koma leikarar á borð við Andy Garcia, Jeremy Irons og John Cleese vel út en Jean Reno gerir lítið meira en að vera á staðnum og Alfred Molina er hreint ekki góður hér, það eina sem hann hefur nokkurn tíma gert af viti er frammistaða hans í Spider-Man 2. En The Pink Panther 2 er fín skemmtun í heildina og sannar að Steve Martin er ekki ennþá dauður úr öllum æðum. Einkunn yfir meðallagi. Tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn