Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Premonition 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. júní 2007

Reality is only a nightmare away

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 8% Critics
The Movies database einkunn 29
/100

Miðstéttarhjónin Linda Hanson og Jim Hanson lifa þægilegu en tilbreytingarsnauðu lífi í úthverfinu ásamt tveimur dætrum sínum. Á fimmtudagsmorgni kemur lögreglan og segir Lindu að eiginmaðurinn hafi dáið í bílslysi daginn áður. Hún fer og nær í börnin í skólann og segir þeim fréttirnar, móðir hennar kemur til hennar, og Linda klárar daginn. Þegar... Lesa meira

Miðstéttarhjónin Linda Hanson og Jim Hanson lifa þægilegu en tilbreytingarsnauðu lífi í úthverfinu ásamt tveimur dætrum sínum. Á fimmtudagsmorgni kemur lögreglan og segir Lindu að eiginmaðurinn hafi dáið í bílslysi daginn áður. Hún fer og nær í börnin í skólann og segir þeim fréttirnar, móðir hennar kemur til hennar, og Linda klárar daginn. Þegar hún vaknar næsta dag, þá er ekki föstudagur heldur mánudagurinn á undan. Jim er í eldhúsinu að borða morgunmat. Linda heldur að fimmtudagurinn hafi þá bara verið martröð, en daginn eftir þá er kominn laugardagurinn eftir dauða hans. Og svona heldur þetta áfram. Hún púslar þessu saman og áttar sig á að hjónabandið var komið á endastöð. Getur hún bjargað málunum? Og getur hún bjargað Jim? Nú líður að miðvikudegi. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi kom heldur betur skemmtilega á óvart. Premonition segir frá Linda Hanson(Sandra Bullock) sem fær þær fréttir að Jim eiginmaður hennar(Julian McMahon) hafi látist í bílslysi. Daginn eftir þegar okkar syrgjandi ekkja fer á fætur er Jim ljóslifandi í eldhúsinu að snæða árbít eins og ekkert væri sjálfsagðara og við tekur æsispennandi atburðarrás sem er að vísu pínu flókin frekar heldur en margbrotin sem er smávegis galli en myndin bætir það upp með handriti sem fær mann til að verða sífellt forvitinn hvað gerist næst. Premonition er að hluta til svöl og öll þunglynd sem ég kalla kost. Sandra Bullock hefur ekki verið svona góð lengi og heldur myndinni algjörlega uppi. Hún leikur vel, er skemmtileg og sæt. Hún bara stendur sig vel. Fyrir utan hana þá eru aðrar persónur í myndinni leiknar mjög stereótýpulega og Julian McMahon finnst mér bara ekkert góður leikari. Óþarflega flókin mynd en samt ekki þannig að maður missi þráðinn eitthvað mikið. Premonition er ekki gallalaus en ég fílaði hana vel og ætla að sjá hana aftur. Karamellugóð mynd sem fær frá mér þrjár stjörnur ásamt meðmælum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn