Náðu í appið
Öllum leyfð

Shrek the Third 2007

(Shrek 3)

Justwatch

Frumsýnd: 20. júní 2007

He's in for the royal treatment

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Þegar faðir Fiana, konungur Langt langt í burtistan, deyr, erfir tröllið Shrek krúnuna þar sem hann er giftur dóttur hans. En Shrek ákveður leita að réttum erfingja krúnunnar, Artie, í fjarlægu konungsríki ásamt vinum sínum Asna og Stígvélaða kettinum, til að hann sjálfur geti snúið aftur heim í fenin ásamt Fiana sem er vanfær. Á meðan, þá er hinn... Lesa meira

Þegar faðir Fiana, konungur Langt langt í burtistan, deyr, erfir tröllið Shrek krúnuna þar sem hann er giftur dóttur hans. En Shrek ákveður leita að réttum erfingja krúnunnar, Artie, í fjarlægu konungsríki ásamt vinum sínum Asna og Stígvélaða kettinum, til að hann sjálfur geti snúið aftur heim í fenin ásamt Fiana sem er vanfær. Á meðan, þá er hinn öfundsjúki og metnaðarfulli Prince Charming, að undirbúa byltingu ásamt þorpurum úr ævintýrum, til að geta sjálfur orðið konungur.... minna

Aðalleikarar

Mike Myers

Shrek (voice)

Eddie Murphy

Donkey (voice)

Cameron Diaz

Princess Fiona (voice)

Antonio Banderas

Puss in Boots (voice)

Julie Andrews

Queen Lillian (voice)

John Cleese

King Harold (voice)

Rupert Everett

Prince Charming (voice)

Eric Idle

Merlin (voice)

Justin Timberlake

Prince Artie (voice)

Susanne Blakeslee

Evil Queen (voice)

Cody Cameron

Pinocchio / Three Pigs (voice)

Larry King

Doris (voice)

Christopher Knights

Blind Mice / Heckler / Evil Tree #2 / Guard #2 (voice)

John Krasinski

Lancelot (voice)

Ian McShane

Captain Hook (voice)

Ernie Reyes Sr.

Sleeping Beauty / Actress (voice)

Regis Philbin

Mabel (voice)

Amy Poehler

Snow White (voice)

Seth Rogen

Ship Captain (voice)

Shinnosuke Ikehata

Rapunzel (voice)

Amy Sedaris

Cinderella (voice)

Conrad Vernon

Gingerbread Man / Rumplestiltskin / Headless Horseman (voice

Guillaume Aretos

Raul (voice)

Kelly Asbury

Master of Ceremonies / Fiddlesworth (voice)

Leikstjórn

Handrit


Árið 2001 tók fyrirtækið hans Stevens Spielbergs, Dremaworks, ákveðna áhættu þegar þeir frumsýndu Shrek. Myndin var ekki beint hefðbundin en sló umsvifalaust í gegn þannig að það var öruggt að það kæmi framhald. Árið 2004 kom svo Shrek 2 og nú er komið að Shrek 3. Shrek myndirnar eiga það allar sameiginlegt að flétta saman ákveðnum minnum úr hinum og þessum ævintýrum eins og Stígvélaða kettinum, Þyrnirós, Mjallhvít o.fl. Söguþráður þriðju Shrek myndarinnar er einfaldur, Shrek er ætlað að taka við konungsveldinu en hann vill það ekki og heldur í leiðangur að leita að fjarskyldum ættingja sem gæti tekið við sem konungur. Á meðan þarf Fiona að verja konungsveldið fyrir Prins Charming og hans hyski. Shrek 3 er ágætis afþreying. Hún bætir engu við fyrri myndirnar og brandararnir eru ekki eins margir. Hinsvegar hafa flestir gaman af þessu ævintýri og nokkrir brandarar hitta svo sannarlega í mark. En þessi formúla er orðin pínu þreytt og það er vonandi að handritshöfunar Shrek 4 sem áætað er að sýna árið 2010 spýti aðeins í lófana og lyfti þessari serí yfir meðalmennskuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Shrek 1 var frábær mynd, og Shrek 2 kom þar ekkert á eftir.

En þegar kemur að Shrek 3 þá hefur áhrifin aðeins dvínað.



Þrátt fyrir að vera þriðja myndin af Shrek, þá er hún allt í lagi miðað við fyrstu tvær, og er húmorinn ennþá í góðu standi.



Varð að segja að ég var ekki beint sáttur með söguþráðinn, þrátt fyrir að þetta sé teiknimynd, en það er hægt að sjá margt verra.



Engin skyldueign, en fínasta afþreying fyrir meðalljónið til að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bömmer!
Allir dýrkuðu Shrek, ekki satt? Auðvitað! Hún var fersk, skemmtileg, fyndin og bjó til alveg dásamlega flippaðan heim sem skildi heilmikið eftir sig. Shrek 2 var síðan ekkert síðri. Hún féll aldrei í þá gryfju að endurtaka það sem gerði fyrstu myndina góða, heldur í staðinn tók hún persónurnar og heiminn upp á allt annað level. Þessar tvær myndir eru enn í dag einar af þessum fáu virkilega góðu CGI-teiknimyndum sem hægt er að finna sem bera ekki Pixar-merkið. Metnaðurinn hefur einhvers staðar týnst á leiðinni í myndum eins og Over the Hedge, Barnyard, Hoodwinked og fleirum.

Ég hugsaði samt sem áður: Ef einhver mynd frá DreamWorks gæti komið gæðunum á gott ról aftur, þá væri það þriðja Shrek-myndin. Almáttugur, mér skjátlaðist!

Shrek the Third er jú, litrík og voða sæt mynd, en söguþráðurinn er sá leiðinlegasti af öllum þremur myndunum. Mér finnst þetta ekki heldur virka eins og stök eining, heldur meira tilgangslaus framlenging á mynd nr. 2. Það er ekkert til staðar sem við höfum ekki séð áður og hvergi er verið að reyna að "stækka" heiminn eða gera meira við persónurnar. Myndin er einnig stutt og er því miður langt á milli góðra brandara. Öll atburðarásin er fyrirsjáanleg og því miður eru brandararnir orðnir fyrirsjáanlegir líka.

Það vantar allan neista í myndina, og allan þennan klikkaða ferskleika sem að einkenndi hinar tvær. Enginn fær að spreyta sig nóg heldur. Hvorki Shrek né asninn, og jafnvel hinn sígildi Puss-in-Boots fær alltof lítið að gera. Algjör synd...

Myndin er þjáist líka af anti-climax dauðans, og mórallinn sem myndin dregur fram er voða pínlegur. Án þess að spilla einnig fullmikið fyrir, þá er leiðinlegt að tilkynna að það sé ekki neitt dínamískt söngatriði í lokin á þessari mynd, eins og gerðist hér áður. Enn eitt merki um metnaðarleysi miðað við hinar tvær, kannski?

Góðu stigin fær myndin fyrir að líta vel út, og tja... rétt einungis það, og kannski pínu dúllulegan endi. Svo er víst að fjórða tilraunin sé farin í framleiðslu. Ég er þegar farinn að hafa miklar áhyggjur af þessari seríu. Persónulega fannst mér að þessu hefði átt að ljúka eftir nr. 2, þannig að þeir eru í sjálfu sér löngu búnir að slátra þessu þó svo að þeir haldi áfram. Leiðinleg örlög, eftir svona góða byrjun...

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.06.2019

Leikföngin lang tekjuhæst

Pixar og Disney teiknimyndin Toy Story 4 fór á topp bandaríska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, en tekjur myndarinnar námu 118 milljónum bandaríkjadala, sem þýðir að myndin er ein tekjuæsta teiknimynd á frumsýningarhelgi í sögunni...

09.01.2008

People's Choice Awards finnur leið framhjá verkfal

People's Choice Awards voru veitt fyrir rétt um 4 klukkustundum síðan í 34.sinn á heldur óvenjulegan máta. Fyrir þá sem ekki vita þá eru People's Choice Awards verðlaun þar sem aðdáendurnir kjósa beint vinningshafa í fyr...

14.07.2015

Skósveinar geysivinsælir hér og í USA

Skósveinarnir, eða Minions, litlu gulu gleraugnaglámarnir úr Despicable Me teiknimyndunum, eða Aulinn ég, voru lang vinsælasta mynd helgarinnar á Íslandi, sem og í Bandaríkjunum. Á Íslandi námu tekjur myndarinnar 10,6 mill...

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn