Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Köld slóð 2006

(Cold Trail)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. desember 2006

Það er hættulegt að leita sannleikans - þú gætir fundið hann ... / It's dangerous to look for the truth - you might find it...

95 MÍNÍslenska

Fréttamaður frá Reykjavík fær upplýsingar um að faðir hans hafi hugsanlega dáið með dularfullum hætti. Hann fær sér vinnu í einangraðri virkjun á hálendinu og rannsakar málið, en um leið setur hann sjálfan sig í mikla hættu.

Aðalleikarar

Íslenskt, nei takk
Köld Slóð er gott dæmi um hvernig á EKKI að gera íslenska spennumynd. Lítið bara á hana! Hún er formúludrifin, klisjukennd, fyrirsjáanleg og tilgerðarleg frá A-Ö.

Tæknileg vinnsla er svosem fín, jú jú, en frammistöðurnar ásamt handritinu og leikstjórn er alls ekki upp á marga fiska. Tónlistin að mínu mati stóð upp úr einna helst. Hún var falleg og virkaði jafnvel vel á sumar senur, eða e.t.v. náði að gera þær bærilegri.

Ég skil ekki hvernig aðstandendur þessarar myndar gátu tekið hana svona rosalega alvarlega. Samræðurnar eru á köflum svo skondnar að ég átti erfitt með að halda aftur hlátri.

Köld Slóð hefur sínar ágætu hliðar, en yfir heildina verð ég að segja að hún er - óviljandi - fyndnari heldur en flestöll Áramótaskaup síðustu ára. Takk fyrir.

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

All vel heppnuð íslensk spennumynd sem skemmtilega nokk reyndist vera betri en maður reiknaði með. Margar íslenskar hafa verið það þveröfuga. Söguþráðurinn er sosum ekki mjög merkilegur. Maður lætur lífið í virkjun á hálendinu. Mamma aðalsöguhetju vorrar segir okkur að þar hafi farið faðir hans sem hann fékk aldrei að hitta né að vita hver var fyrr en á þeirri stundu. Hann verður skiljanlega frekar áhugasamur um að vita meira um hver faðir hans var. Notar reynslu sína sem rannsóknarblaðamaður til að grafast nánar til um dauða hans, á hann renna tvær grímur er í ljós kemur að dauði hans virðist ekki hafa verið hreint slys eins og yfirvöld vilja afgreiða málið. Hann ákveður síðan að fara 'under cover' og ræður sig í vinnu sem öryggisvörður í virkjuninni. Við tekur atburðarás sem er nokkuð dæmigerð spennusaga. Útlit myndarinnar er ágætt, allt í lagi með leikinn, spennan er nægileg til að viðhalda athyglinni út myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er komin enn önnur íslensk kvikmynd til þess að rakka niður, er ég kannski svona rosalega leiðinlegur við íslenskar myndir eða eru íslenskar myndir hingað til svona leiðinlegar? Ég hef ekki séð eina íslenska mynd frá árinu 2006 sem mér hefur fundist góð og 2006 er metár í íslensk-framleiddum kvikmyndum. Handritið fyrir Köld Slóð er einfaldlega mjög lélegt, mögulega þá handritið frábært í lestur en það virkar hræðilega á mynd. Samræðurnar eru stútfullar af óþægilega augljósum plotupplýsingum og söguflétturnar eru jafn augljósar langt áður en það kemur að þeim. Flestir karakterar eru tómir og/eða leiðinlegir og leikararnir standa sig afar misvel, sá langskásti verandi Helgi Björns sem heimski ruddinn. Myndin einkennist af hrárri myndatöku svokallaðri sem mér fannst persónulega ekki fullnýta möguleikana sína, einnig fannst mér eins og myndatökumennirnir væru oft að hrista myndavélarnar viljandi af engri mögulegri ástæðu. Klisjurnar í myndinni eru það margar og fáranlega gerðar að ég tel það nánast vera fyndið, en fyrir grafalvarlega sakamálamynd (sem átti alls ekki efni á því að vera grafalvarleg) þá datt hún mjög dauð, ég gat ekki einu sinni hlegið að henni. Ég held að stjörnugjöfin mín segir restina, því miður þá get ég varla gefið henni meira en eina stjörnu. Að dæma þessa mynd svona harkalega lætur mig líða eins og vonda kallinum, en ég var að vona að hún myndi koma mér á óvart en í staðinn þá er Köld Slóð mjög ómerkilegt og leiðinlegt áhorf sem borgar sig alls ekki undir lokin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um blaðamaninn Baldur sem fer upp á hálendi í stóra virkjun til að leysa morðmál. Ekki má nú segja of mikið um þessa mynd en hún nær tökum á manni frá fyrstu mínutu. Köld slóð er mjög vél leikin, mjög spennandi, hasar, mjög drungaleg og kemur manni á óvart.

Það er langt síðan að maður sá svona vél gerða íslenska spennumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.10.2014

Sorg hjá ungu pari - Ný stikla úr Rimlum

Ný stikla er komin út fyrir stuttmyndina Rimlar eftir Natan Jónsson, sem er bæði leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur. Stefnt er að frumsýningu myndarinnar fyrir næstu jól. Sagan segir frá ungu pari sem á von ...

27.02.2013

Ný íslensk páskamynd tekin á átta dögum

Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Fiskar á þurru landi í stúdíói Sagafilm við Laugaveg en myndin verður sýnd í tveimur hlutum á RÚV um páskana. Myndin verður tekin upp á aðeins átta dögum. Í tilkynningu frá...

03.04.2012

Svellköld stikla fyrir Frost

Nýjasta mynd Reynis Lyngdal, Frost, er öll að púslast saman eftir erfiðar tökur í vetur og verður hún frumsýnd þann 21. september í Sambíóunum. Aðalleikarar eru Björn Thors, Anna Gunndís, Helgi Björns og Hilmar Jónss...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn