Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

Bobby 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

He saw wrong and tried to right it. He saw suffering and tried to heal it. He saw war and tried to stop it.

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Þriðjudagurinn 4. júní, árið 1968. Forkosningar fyrir forsetakosningarnar í Kaliforníu. Robert F. Kennedy kemur að Ambassador hótelinu í lok dags, og talar við stuðningsmenn um miðnættið. Til að fá góða mynd af lífinu þarna á seinni hluta sjöunda áratugarins þá sjáum við ýmsar smámyndir sem gerast á hótelinu. Fólk að gifta sig svo maðurinn geti... Lesa meira

Þriðjudagurinn 4. júní, árið 1968. Forkosningar fyrir forsetakosningarnar í Kaliforníu. Robert F. Kennedy kemur að Ambassador hótelinu í lok dags, og talar við stuðningsmenn um miðnættið. Til að fá góða mynd af lífinu þarna á seinni hluta sjöunda áratugarins þá sjáum við ýmsar smámyndir sem gerast á hótelinu. Fólk að gifta sig svo maðurinn geti sloppið við að fara til Víetnam, starfsfólkið í eldhúsinu ræðir kappakstur og hafnabolta, maður heldur framhjá konu sinni, annar er rekinn fyrir kynþáttahatur, fyrrum dyravörður á hótelinu leikur skák í anddyri hótelsins með gömlum vini, starfsmaður framboðsins þarf svarta skó, tveir úr starfsliðinu fá sér LSD, söngvari er á niðurleið. Í gegnum þetta allt sjáum við og heyrum RFK kalla eftir betra samfélagi og betri þjóð. ... minna

Aðalleikarar

Joy Bryant

Patricia

Emilio Estevez

Tim Fallon

Laurence Fishburne

Edward Robinson

Anthony Hopkins

John Casey

Helen Hunt

Samantha Stevens

David Krumholtz

Agent Phil

William H. Macy

Paul Ebbers

Svetlana Metkina

Lenka Janáček

Demi Moore

Virginia Fallon

Freddy Rodríguez

José Rojas

Martin Sheen

Jack Stevens

Christian Slater

Daryl Timmons

Sharon Stone

Miriam Ebbers

Johnny Knoxville

Susan Taylor

Elijah Wood

William Avary

Leikstjórn

Handrit


Bobby er frumraun hans Emilio Estevez að leikstýra sinni eigin kvikmynd og fjallar hún um u.þ.b tuttugu manns á Ambassador hótelinu þann sama dag og Robert F. Kennedy var myrtur. Það eina sem er sögulega rétt í Bobby er að Robert Kennedy var drepinn, allar persónurnar eru hinsvegar skáldaðar eða lauslega byggðar á raunverulegu fólki sem voru á hótelinu þegar morðið átti sér stað. Aðalkostur myndarinnar er stórt og gott leikaralið, sumir voru betri en aðrir og það reyndist Freddy Rodriguez vera minnisverðugasti leikarinn. Meðal hans koma Shia LaBouf, Laurence Fishburne, Anthony Hopkins og jafnvel þó það hljómi ótrúlegt, þá var jafnvel Lindsay Lohan býsna góð. Gallinn í myndinni fannst mér vera ótraustu tengingarnar milli persónanna, hver einasta manneskjan á að hafa eitthvað tengt við morðið en það er einmitt alveg þó nokkrar persónur sem reyndust alveg tilgangslausar. Mér skilst að hver einasta persóna í myndinni eigi að vera stereótýpa frá 60's tímabilinu, þ.e.a.s lifandi dæmi um hugsunarhátt og líferni á þeim tíma en mér finnst að Estevez hafi kramið einum of mörgum persónum í myndina þar á meðal sjálfum sér sem hafði ekkert að gera í myndinni. Myndin hefði gagnast á meiri einbeitingu gagnvart mikilvægustu persónunum og þá hefði tengingin/morðið á Kennedy verið mun kröftugra atriði. Þrátt fyrir það þá er hægt að hafa vel gaman af þessari mynd, ég hefði viljað sjá aðeins meiri JFK aðferð á mynd byggða á morði Robert Kennedy en það er aðeins mitt kjaftæði. Ég er ekki langt frá því að gefa Bobby þrjár stjörnur en ég gef henni í staðinn mjög pottþéttar tvær og hálfa, gölluð en fín mynd.
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.10.2022

Rómantísk og skemmtileg

Í rómantísku gamanmyndinni Bros sem kemur í bíó núna á föstudaginn kynnumst við Bobby Leiter sem er að gera enn einn hlaðvarpsþáttinn um New York borg. Hann er líka með útvarpsþátt og ræðir við hlustendur um ...

21.10.2020

Kraftur og kjaftur sjömenninga Sorkins

Aaron Sorkin, hinn virti og sífellt hvassi bandaríski handritshöfundur, er algjörlega engum líkur þegar kemur að því að rífa kjaft með skrifum sínum, að minnsta kosti ekki síðan David nokkur Mamet var upp á sitt best...

16.07.2020

10 vinsælustu myndirnar frá Netflix

Árið 2013 fór streymisveitan Netflix að framleiða efni undir sínu eign nafni og hefur aukningin hefur verið stöðug síðustu misseri. Gífurlegur fjöldi sjónvarpsþátta, heimildaþátta, uppistanda og kvikmynda lenda reglule...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn