Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Halloween: H20 1998

(Halloween 7, Halloween H20: Twenty Years Later)

Frumsýnd: 23. október 1998

This summer, terror won't be taking a vacation.

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 52
/100
Josh Hartnett var tilnefndur til MTV verðlauna fyrir að vera besti nýliðinn.

Á hrekkjavökunni árið 1963 myrti Michael Myers systur sína Judith. Árið 1978 braust hann út úr fangelsi til að myrða hina systur sína, Laurie Strode. Hann drap alla vini hennar, en hún náði að sleppa. Nokkrum árum síðar, þá setti hún dauða sinn á svið, svo hann gæti ekki fundið hana. Núna, árið 1998, þá er Michael snúinn aftur og er búinn að... Lesa meira

Á hrekkjavökunni árið 1963 myrti Michael Myers systur sína Judith. Árið 1978 braust hann út úr fangelsi til að myrða hina systur sína, Laurie Strode. Hann drap alla vini hennar, en hún náði að sleppa. Nokkrum árum síðar, þá setti hún dauða sinn á svið, svo hann gæti ekki fundið hana. Núna, árið 1998, þá er Michael snúinn aftur og er búinn að finna öll réttu skjölin sem hann þarf til að finna systur sína. Hann eltir hana uppi og finnur hana í einkaskóla þar sem hún býr undir nýju nafni ásamt syni sínum, John. Núna verður Laurie að gera það sem hún átti að gera fyrir löngu síðan, að snúast til varnar og berjast gegn illskunni, í síðasta skipti. ... minna

Aðalleikarar

Jamie Lee Curtis

Laurie Strode / Keri Tate

Josh Hartnett

John Tate

Adam Arkin

Will Brennan

Michelle Williams

Molly Cartwell

Jodi Lyn O'Keefe

Sarah Wainthrope

Janet Leigh

Norma Watson

Branden Williams

Tony Allegre

Gordon McLennan

Detective Matt Sampson

Nancy Stephens

Marion Chambers

LisaGay Hamilton

Shirl (voice)

Leikstjórn

Handrit


Ég hef séð 4 halloween myndir undanfarin 2 ár og sá þær í þessari röð Halloween Resurection,Halloween H20,halloween og svo halloween 2.

Mér finnst Þessi Halloween H20 langbest ,ég var mikill aðdáandi scream 1 og 2 og þessi er nokkuð lík fyrstu.Ég hef reyndar ekki séð myndir 3 til 6(og ætlar ekki að gera það heldur).Virkilega scary mynd og betri heldur en fyrsta myndin en hún var samt góð en hæg.

Jamie Lee Curtis snýr aftur sem Laurie Strode en um 20 árum eldri hún og búin að skipta um nafn heitir nú Keri af öriggis ástæðum.

hún fær martraðir og hekdur að bróðir sinn ætli að snúa aftur og halda áfram að myrða(en frumlegt) hún á nú unglingson(Josh Harnett) sem er í skólanum sem hún kennir í.

Nú er hrekkjavaka og það er skólaferðalag í vændum en sonurinn og kærastan(Michelle Williams)og vinir þeirra fela sig í skólanum til þess að þurfa að sleppa að fara en eru drepin ein af öðru Michael Myers er kominn aftur..........

Leikurinn er ekkert sérstakur og sumt er fáránlegt eins og að sonurinn veit hvað gerðist við mömmuna en finnst það samt eiginlega sjálfsagt eða ekkert skrítið en kannski er það af því að Josh Harnett er ekkert sérlega góður í hlutverki sínu.

En mydin er hrillilega spennandi og óhugguleg og umhverfið er flott en það er svolítið svekkjandi að það eru 3 drepnir fyrstu tíu,fimmtán mínúturnar en svo eru bara 2 myrtir alla myndina eftir það.Topp hrollvekja ekki missa af þessari af þú ert hrollvekjuaðdáandi.

Það virðast velflestir vera á þeirri skoðun að persóna Lee-Curtis sé systir Myers...þetta er versti misskilningur, því eins og við sjáum í upphafi 1 myndarinnar, þá drepur hann systur sína sem lítill krakki...en þessi mynd var svosem ágæt, ég fílaði fyrstu myndina reyndar ekkert gríðarlega heldur.....hún fær eina
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Flestir kvikmyndaunnendur muna kannski eftir hrollvekjunni Halloween eftir John Carpenter en hún fjallar um hinn morðóða Michael Myers sem fór að elta systur sína Jamie Lee Curtis með stórum búrhníf. En þessi mynd gerist 20 árum eftir ynnyflin í fyrstu myndinni. Curtis er nú kennari og lifir fínu lífi með syni sínum (Josh Hartnett) en því miður kemur ódrepandi skrímslið aftur með stóran búrhníf og leðurgrímu. Þeir sem kunna að meta alvöru hroll og ofbeldi ættu að sjá þessa enda er hún ótrúlega óhugnaleg og límir mann við stólinn allann tímann. Glápið og hræðist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hálfbjánalegt að gera mynd sem þessa. Morðinginn Michael Myers gengur berserksgang 20 árum eftir að fyrsta myndin gerist, þó hann hafi mjög augljóslega verið dauður 20 árum áður... hálfskrýtið. En þar sem þessi mynd getur verið þolanleg þynnkumynd verð ég að splæsa stjörnu. Hefði þó að ósekju mátt hafa hana morðum hlaðnari, menn voru lifandi hægri vinstri í endann og það er óþolandi þegar um hrollvekjur er að ræða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hún hefði mátt vera betri. Þessi er ekki eins scary eins og fyrsta myndin. Samt ágætis skemmtun. Ég get viðurkennt þó að þetta er svona skásta myndin fyrir utan fyrstu myndina. Ég gef henni 2 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.10.2018

40 ár milli stríða

Í tilefni af 40 ára afmæli „Halloween“ (1978) hefur ný „Halloween“ (2018) nú verið frumsýnd og er henni lýst sem hinni einu sönnu framhaldsmynd af þeim sem að baki henni standa. Að vissu leyti er það rétt staðh...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn