Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Lady in the Water 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. ágúst 2006

Time is running out for a happy ending.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 25% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Cleveland Heep er þunglyndur húsvörður íbúðasamstæðu í Philadelphiu. Meðal íbúa samstæðunnar eru einstæður faðir, systkini, meinhæðinn kvikmyndarýnir og ungur háskólanemi. Eftir að Cleveland er bjargað frá drukknun af dularfullri konu uppgötvar hann að hún er af fornum ættbálki vatnavera sem hafa ekki verið í samskiptum við menn lengi. Meðan Cleveland... Lesa meira

Cleveland Heep er þunglyndur húsvörður íbúðasamstæðu í Philadelphiu. Meðal íbúa samstæðunnar eru einstæður faðir, systkini, meinhæðinn kvikmyndarýnir og ungur háskólanemi. Eftir að Cleveland er bjargað frá drukknun af dularfullri konu uppgötvar hann að hún er af fornum ættbálki vatnavera sem hafa ekki verið í samskiptum við menn lengi. Meðan Cleveland hjálpar henni að komast aftur í sinn heim hjálpar hún honum og íbúunum að sjá tilganginn í lífi sínu.... minna

Aðalleikarar

Paul Giamatti

Cleveland Heep

Bob Balaban

Harry Farber

Cindy Cheung

Young-Soon Choi

Lucas Black

Mr. Leeds

Bill Irwin

Mr. Leeds

Mary Beth Hurt

Mrs. Bell

Joseph D. Reitman

Long Haired Smoker

Paris Barclay

Glasses Smoker

Tovah Feldshuh

Mrs. Bubchik

Alain Frérot

Mrs. Bubchik

Simon Kinberg

Mr. Bubchik

Carla Jimenez

Perez de la Torre Sister #2

Monique Gabriela Curnen

Perez de la Torre Sister #4

David Ogden Stiers

Narrator (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


M. Night Shamalayan átti að verða næsti Spielberg og eftir fyrstu 3 myndir hans var erfitt að finna einhvern sem mótmælti því. Svo kom The Village, sem mér fannst reyndar fín en þótti stórt skref niður á við. Þetta hlaut að vera undantekningin frá reglunni en svo kom þessi mynd sem ég sá ekki fyrr en núna. Lady In The Water fékk mikið skítkast og fólk talaði um að hún væri hreinlega óskiljanleg. Með þessari mynd og The Happening er M. Night meira líkt við Ed Wood en Spielberg þessa dagana.

Strax í upphafi er maður undirbúinn undir hvernig mynd þetta er með forsögu. Allt snýst þetta um að það er annar heimur með furðuverum sem er tengdur okkar heimi. Öll tengsl voru slitin en spádómur segir að einhver muni reyna að mynda tengsl. Við kynnumst svo húsverði leiknum af hinum frábæra Paul Giamatti. Hann er kvarta yfir því að það sé einhver að synda í sundlauginni á nóttinni og skíta hana út. Surprise, það´er dama í vatninu.

Mér fannst myndin heillandi framan af. Allt þetta með sanna bedtime story og heimana var nokkuð vel gert og Paul Giamatti var sannfærandi. Dularfullt andrúmsloft er líka eitthvað sem Shamalayan gerir mjög vel svo að ég sogaðist inn. Mér fannst asnalegt að M. Night léki sjálfur stórt hlutverk þar sem hann er frekar lélegur leikari. Myndin er of alvarleg og eiginlega of steikt til að vera tekin alvarlega. Grænu grasúlfarnir voru ekki alveg að gera sig. Stærsta vandamálið fannst mér þó vera allur þessi vandræðagangur að finna rétta samsetningu af fólki til að koma gellunni aftur í vatnið. Svo var óljóst nákvæmlega hvaða tilgangi það þjónaði að ná sambandi við mannfólkið og fara strax aftur til baka. Ég allavega náði því ekki. Misheppnuð mynd þegar uppi er staðið. Vonandi fáum við einhverntímann að sjá aftur mynd frá Shamalayan á borð við The Sixth Sense eða Unbreakable.

Ég ætla ekki að fara neitt djúpt í það hvernig myndatakan og hljóðið og tæknileg atriði eru í þessari mynd. Þetta er engin súper mynd og mætti margt betur fara EN það er eitthvað heillandi við söguna á bak við atburðarásina og þessi mynd náði allavega að halda mér fastri til enda.Mér fanst hún bara fín. Sem afþreying er þetta fín mynd bara svona fyrir þá sem spá meira í því en tæknilegum atriðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Cleveland Heep(Paul Giamatti) er húsvörðir í lítilli blokk(sem er einhverskonar hotel) sem finnur eina nótt “narf-an”(einhverskonar hafmeyja) Story(Bryce Dallas Howard) í sundlaug eignarinnar. En Story vill bjarga heimalandi sýnu og/eða heiminum en hættulegar ófreskjur gæta blokkarinnar og þau vilja skaða hana....

Lady in the water er nýjasta mynd M. Night Shyamalan en hann er þekktur fyrir snilldarverkin Sixth sense og Village ásamt Unbreakable og Signs- allt góðar myndir-thrillerar. Og hann notar oftast “twist-a”(óvænta enda) í myndunum og það heppnaðist brilliant í 6th sense og Villlage. Lady in the water er frábrugðin þessu- er ævintýra spennu mynd sem hann gerði fyrir dætur sýnar og er laus við “twist-ana” og er mikið öðruvísi.

Bryce Dallas Howard(Village,Manderlay og er dóttir Ron Howard) og Paul Giamatti(American splendor, Cinderalla man) eru í aðalhlutverkum ásamt Shyamalan sjálfum(hann gerir alltaf pínu cameo í myndunum sínum en er núna í stóru hlutverki- hann er líka lélegur leikari) og Jeffrey Wright(Broken Flowers, Casino Royale) en leikarar valda miklum vonbrygðum. Mjög ólíkt Shyamalan þá er handritið slappt- frekar illa skrifað, mjög svo væmið, laust við “twista” og ófrumlegt. Og það bara meikar ekki sense, hefur engann tilgang- það er ekkert útskýrt afhverju Story kom og hvað hún vill og hinar verurnar og þannig hefur myndin engan tilgang. Ég hefði líkað gjarnan viljað fá twist. Myndin er kannski pínu of óhugnanleg fyrir börn en frekar barnaleg fyrir þá sem eru eldri. Hún hefði verið betri sem thriller. Myndin er samt pínu spennandi og nokkuð fyndin á köflum. Verurnar eru illa gerðar og nöfnin “Narfar ofl eru super ansaleg. Myndatakan er ágæt en tónlistin frekar slök.

Og leikstjórn Shyamalans ekki nógu góð en það er samt eitthvað gott við hana. Hvernig getur hann gert svona slappa mynd miðað við að hann er svona góður kvikmyndagerðarmaður? Ég veit að hann getur gert miklu betur. Þetta er sorglegt því að Lady in the water hefði getað orðið mjög góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shyamalan verður sífellt meira "artý"
Þrátt fyrir að Lady in the Water sé ekkert sérstaklega góð kvikmynd, þá finnst mér hún eiga smá kredit skilið fyrir einungis það að vera það sem hún er. M. Night Shyamalan sýnir að það er meira á bakvið hann en maður hefur upphaflega gert ráð fyrir. Hann heldur sig - að venju - við hið dularfulla, nema í þessu tilviki er uppbygging sögunnar allt öðruvísi. Þetta veldur því reyndar að myndin er voða dauf allan tímann og er ekki mjög spennandi eða áhugaverð út í gegn. Meira að segja kýs ég að nota lýsinguna hallærisleg, en það á við um nokkra þætti í myndinni (orð eins og Narf... Scrunt... Tartutic! Á að taka svona lagað alvarlega...?).

Shyamalan nær samt að halda góðu og nett rólegu flæði, og frammistaða hins ávallt frábæra Paul Giamatti stendur fyrir sínu. Útlit myndarinnar er einnig mjög sérstætt og nær það að setja afar ferskan tón á stílinn. Allt þetta andrúmsloft sem Shyamalan skapar er mjög sniðugt, og bara fyrir að gera eitthvað nýtt kemur í veg fyrir að ég geti sett eitthvað alvarlega út á myndina.

Fólk tók nú reyndar misvel í síðustu mynd hans, The Village, en það er líklega vegna þess að hún tók allt aðra stefnu heldur en maðurinn hefur áður sýnt. Sú mynd var hvorki góð né slæm, en grunnhugmyndin var helvíti skemmtileg. Svipað segi ég með þessa. Lady in the Water er athyglisverð til áhorfs, en alls ekkert rosaleg eða jafnvel eftirminnileg.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þið leitið að óvenjulegri mynd, leitið ekki lengra því LITW er tilvalin. Fjallar um viðgerðarmann sem er bjargað af konu sem segist vera frá Bláa heiminum, og flækist hann ásamt íbúum svæðisins í atburðarás sem tengist ævintýrasögu. Hugmyndin að myndinni er bráðsniðug, sagan ágætlega framkvæmd og útlitið nokkuð drungalegt, en leikararnir voru ekki alveg að sýna sig og svo vantaði að hafa skrímslin og aðstæðurnar sem persónurnar lenda í meira scary. Lady in the Water hefði getað orðið betri en hún var, og vonandi fáum við betri mynd frá M. Night Shyamalan næst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.02.2023

Hin endanlega fórn

Samkynhneigt par og ættleidd dóttir þeirra eru í fríi í bústað. Fjórir vopnaðir einstaklingar ráðast inn í bústaðinn og taka fjölskylduna í gíslingu og fyrirskipa henni að fremja óhugsandi verknað, annars v...

27.04.2012

Bátsferð Pi vaknar til lífsins

Í meira en áratug núna hefur leikstjórinn Ang Lee aðlagað skáldsögur, smásögur og jafnvel myndasögur að hvíta tjaldinu og í heildina hefur kappanum tekist vel til. Í takt við ferilinn þá er nýjasta verkefni hans einnig að...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn