Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Silent Hill 2006

Frumsýnd: 28. júlí 2006

We've been expecting you.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Lítil stúlka sem á erfitt með að sofa, vaknar á hverri nóttu og öskrar "silent hill" eða "hljóða hæð". Dag einn týnir móðir hennar henni inn í hliðrænan heim, þegar þær eru að aka í gegnum þykka þoku á leið í bæinn Silent hill, en markmiðið var að láta dótturina horfast þar í augu við matraðir sínar. Dóttir hennar gengur nú í gegnum mestu... Lesa meira

Lítil stúlka sem á erfitt með að sofa, vaknar á hverri nóttu og öskrar "silent hill" eða "hljóða hæð". Dag einn týnir móðir hennar henni inn í hliðrænan heim, þegar þær eru að aka í gegnum þykka þoku á leið í bæinn Silent hill, en markmiðið var að láta dótturina horfast þar í augu við matraðir sínar. Dóttir hennar gengur nú í gegnum mestu martröð lífs hennar. ... minna

Aðalleikarar


Myndir byggðar á tölvuleikjum eru yfirleitt ekki svo góðar. Það þarf varla annað en að nefna Mario Bros og Doom í því sambandi. Silent Hill kom mér því töluvert á óvart.

Silent Hill snýst um konu sem fer með litla dóttur sína í draugabæ (tóman bæ) í Bandaríkjunum í von um að fá ákveðnum spurningum svarað. Bærinn var yfirgefinn af því að undir honum loga kolaeldar sem gefa frá sér eiturgufur. Það er eins og bærinn sé til í 2 víddum og þær mæðgurnar fara inn í ranga vídd. Bærinn er mjög drungalegur og andrúmsloftið mjög sérstakt þar sem það er stöðugt öskufall eins og eftir eldgos. Með reglulegu millibili verður allt svart og bærinn breytist gjörsamlega í helvíti á jörðu.

Verurnar í bænum eru ferlega creepy og nokkuð frumlegar. Myndin er mikið fyrir augað, svörtu atriðin er gjörsamlega mögnuð. Radha Mitchell var góð sem móðirin, hún er smám saman að stimpla sig inn sem pottþétta gengre leikkonu. Þessi mynd er eins og twilight zone þáttur á sýru og sterum samtímis, ekki slæmt. Fór virkilega fram úr væntingum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ættleidd dóttir Rose Da Silva (Radha Mitchell), Sharon (Jodelle Ferland) gengur í svefni og fær martraðir af bæ sem heitir Silent hill þá ákveður Rose að fara með dóttur sína þangað jafnvel þótt að fólk varir hana við, en þegar Sharon hverfur þá fer Rose í bæinn með aðstoð lögreglukonunnar Cybil (Laurie Holden) til þess að finna og bjarga dóttur sinni og læra um sögu bæjarinns á meðan hún þarf að komast frá afmynduðum verum sem eru fyrrverandi bæjarbúar.......

Silent hill(sem hefur fengið góða dóma hryllingsaðdáenda) er kvikmynd byggð á mjög vinsælum tölvuleik( og það er ekki oft sem það hefur heppnast vel) og er í leikstjórn Christophe Gans sem seinast gerði hini hræðilegu Brotherhood of the Wolf(sem fékk mjög góða dóma) . Leikstjórn hans er mjög léleg og Silent hill er jafn léleg eins og Brotherhood of the Wolf ef ekki verri, þessi mynd er alveg eins og tölvuleikur, já ég veit að hún er byggð á tölvuleik en handritið, leikurinn, myndatakan, útlitið, tónlistin og tæknibrellurnar eru allt eins og í tölvuleik og útkoman er hörmung!!!!

Sagan er fín og vel hægt að gera góða hryllingsmynd úr henni en handrit Roger Avary er alveg hræðilega lélegt, samtölin er með þeim verstu sem ég hef heyrt í kvikmynd, alveg eins og í tölvuleik: þvinguð,tilgerðarleg, fáranleg og asnaleg. Og sagði ég að það er alveg hræðilega fyrirsjáanlegt, það var ekkert sem kom á óvart eða reyndi að koma á óvart. Persónurnar voru líka rosalega illa skrifaðar og pirrandi.

Leikurinn var hörmulegur en það er hægt að kenna handritinu um það því að það er ekki hægt annað en að fara illa fram með þessi samtöl en Gans hefði nú getað valið betri leikara.

Þeir voru svo frosnir og óeðlilegir, léku þetta alveg eins og persónur úr tölvuleik(afsakið hversu oft þetta kemur fram en myndin er þarna) og fóru virkilega illa með hlutverkin.

Myndatakan er ekki slæm jafnvel fín en hefði getað verið miklu betri.

Tónlistin var sæmileg en passaði bara ekki við myndina.

Ég held að þeir sem munu fíla Silent hill(kvikmyndina ef það má kalla, virkar meira sem tölvuleikur sem ekki er hægt að spila, maður horfir bara á hann) séu aðdáendur leiksins(þó að margir aðdáendur finnist myndin ekki góð, margir áðdendur myndarinnar hafi ekki spilað leikinn) eða sem fíla “svona” myndir.

Silent hill er ekki bara rusl sem kvikmynd heldur líka rosalega léleg hryllingsmynd, hún er ekki “scary”, “creepy” né spennandi og hefur ekki “tension” en hún reynir að byggja um andrúms loft en það mistekst. Hún tókst ekkert að hræða mig né vekja óhug eða spennu.

Í fyrsta atriðinu þegar Rose sér verur þá eru tæknibrellurnar mjög lélegar en þegar líður á myndina batna þær. Myndin reynir að vera óhugnanleg með því að hafa afmyndaðar og ógeðslegar verur/skrímsli en tæknibrellur geta ekki hrætt mig. Hún reynir að einbeta sér líka að drama og vera “ekki bara hryllingsmynd” en það mistekst þar sem að dramatíkin er mjög asnaleg ef hún er einhver og svo hefur myndin ekki einu sinni “entertainment value”.

Mig langaði rosalega til þess að finnast Silent hill góð sem kvikmynd og hryllingsmynd en í báðum stöðum er hún hryllilega misheppnuð. 2006 var lélegt ár fyrir hryllingsmyndir og engin á skilið að fá meira en 2 og hálfa stjörnu það árið og af þeim öllum(sem ég hef séð, Omen, Grudge 2, Texas chainsaw massacre:the beginning, Wicker-man ofl.) þá er Silent hill sú allra versta og kæmi mér ekki á óvart ef hún sé með 10 verstu myndum 2006. Forðist!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ákvað að kíkja á þessa mynd eftir að hafa lesið mjög misjafna dóma á þessari síðu (og flestir þeirra voru slæmir) og meta þessa mynd sjálfur. Ég tek það strax fram að ég er frekar linur á svona hryllingsmyndum sérstaklega þar sem hryllingurinn er svona grafískur,(ég gat t.d. ekki klárað nachosið mitt þegar ég sá Hostel).


Ok aftur að Silent Hill, það sem ég var ánægðastur með eru hljóðin og tónlistin í myndinni, þau skiluðu sér sérstaklega vel og gerðu kannski hálf slappar tölvuleikjasenur virkilega ógeðslegar, svo fannst mér búningar og allt lúkkið á myndinni flott. Það helsta sem ég fann að var hvernig framvindan í sögunni stoppaði þegar leið á myndinna, það verður svo þreitt þegar persónurnar eru einhvernvegin fastar í sama ruglinu í allt að hálftíma að mér fannst.


En allavega, fín afþreying, nóg af ógeðslegum atriðum fyrir þá sem fýla svoleiðis en framvindan í myndinni full hæg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Silent Hill eru leikir sem ég dýrka. Virkilega creepy leikir vægast sagt. Heyrði að kvikmynd væri að koma og var spenntur. En fór á hana og varð fyrir vonbrigðum. Jú, hún er ein af betri myndum sem gerð er eftir tölvuleik með Resident Evil og Tomb Raider, en: Sumar senur líta út eins og þær voru teknar beint frá leiknum. Svo er myndin ekkert creepy, og vildi ég sjá meir af nasty atriðum(þó eitt slíkt kom í endanum) og betri útfærslu á sögunni. Sem aðdáandi, var myndin ekki sættanleg. Silent Hill er enn ein myndin eftir tölvuleik sem fellur á prófinu. Er ekki kominn tími á að fá almennilega tölvuleikjamynd eins og Max Payne eða Half-Life?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Öðruvísi hrollvekja
Jákvæðasta lýsingin sem ég get skotið á Silent Hill er sú að þetta er örugglega besta eða a.m.k. ein af betri myndum sem að ég hef séð sem byggð er á tölvuleik, en það segir samt alls ekki mikið, og neikvæði þátturinn er einmitt sá að myndin er ekkert sérstaklega góð.

Hún má reyndar eiga það að búa yfir þrususkemmtilegu og nett ógeðfelldu andrúmslofti, og það sem er jafnvel enn betra, er að hún notar ekki ódýrar bregður til að halda manni föstum við sætið. Tölvuvinnan er nokkuð ágæt og hljóðbrellur eru ennþá betri. Ég hef aldrei spilað leikina, þannig að samanburðurinn hjá mér nær ekki langt. Ég get þó sagt að þessi kvikmynd hafi oft á tíðum haldið mér vel trekktum í brjálæði sínu. Svo ég tali nú ekki um það hversu vel þessi mynd nær að fanga það gimmick svo hún líti og spilist út eins og tölvuleikur.

Jafnvel leikframmistöður eru ekki sem verstar. Radha Mitchell er hérna nokkuð góð og sýnir vel hvað hlutverk hennar hér nær lengra en í flestum standard hrollvekjum nú til dags. Sean Bean er annars nýttur frekar illa, ef ég á að vera hreinskilinn. Hér hefði verið tilvalið að fá einhvern auðgleymdan B-leikara í hlutverkið, enda fær Bean voða lítið til að gera út alla myndina og gerir bara lítið úr sjálfum sér með því að setja upp tilgerðarlegan bandarískan hreim.

Silent Hill græðir annars mest á þeim kostum að hún nái að valda óþægindum. Ég ætla ekki að ganga svo langt með að segja að hún sé mjög óhugnanleg, í staðinn er hún bara óþægileg, og það má deila hvort að það sé eitthvað betra. Það ásamt fínum leik heldur myndinni saman, þótt að söguþráðurinn sé allan tímann í tómri flækju. Mér finnst eins og að plottið fái enga heilsteypta útskýringu, en klárt er að hard-core aðdáendur leikjanna viti hvað nákvæmlega hvernig allt virkar. Þetta er mjög slappt því það drepur möguleikanna á því að víðari hópar geti nálgast myndina með sama bjartsýni og hinir.

En fyrir sína jákvæðu þætti gef ég Silent Hill ágætis séns. Í stað þess að vera full svartsýnn í þetta sinn og líta á hana sem gloppótta hryllingsmynd kýs ég fremur að kalla þetta skref í réttu áttina fyrir þennan geira sem byggður er á tölvuleikjum. Ég meina, lítum bara á hvernig Silent Hill stenst samanburð við myndir á borð við Doom, Tomb Raider, Mortal Kombat (sem er reyndar vanmetin B-mynd), Resident Evil, svo aðeins örfátt sé nefnt. Persónulega tel ég að þessi framleiðsla sé að gera eitthvað rétt, en það er samt ekki nóg til að verðskulda solid meðmæli hjá mér.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.02.2013

Looper vinsæl - þrjár nýjar í sætum 2-4

Tímaferðalagstryllirinn Looper með þeim Bruce Willis og Joseph Gordon-Levitt í aðalhlutverkunum, er þriðju vikuna í röð á toppi íslenska DVD / Blu-ray vinsældarlistans, en listinn gildir fyrir vikuna 28. janúar til 3. febrú...

16.09.2013

Dumb and Dumber To fær Walking Dead stjörnu

The Walking Dead stjarnan Laurie Holden hefur skrifað undir samning um að leika aðalkvenhlutverkið í Dumb and Dumber To, framhaldinu af hinni sígildu gamanmynd Dumb and Dumber.  Hún mun leika hlutverk Adele Pichlow, eig...

05.04.2013

Krísufundur á lögreglustöðinni

Fenrir Films er nýlegt framleiðslufyrtæki skipað útskrifuðum nemum úr Kvikmyndaskóla Íslands og hafa þeir sérhæft sig í gamansömum vefseríum og stuttmyndum. Þeir frumsýndu nýverið myndbrotið Tveir á toppnum sem fjallar um hinn...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn