Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Poseidon 2006

(The Poseidon Adventure)

Justwatch

Frumsýnd: 2. júní 2006

Mayday

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

2.000 farþegar í skemmtiferðaskipinu Poseidon eru að fagna nýja árinu þegar það veltur úti á rúmsjó, í miðju norður Atlantshafinu. Nokkrir eftirlifendur berjast fyrir lífi sinu. Fjárhættuspilarinn Dylan Johns hundsar fyrirmæli skipstjórans og reynir sjálfur að bjarga sér. Aðrir fylgja honum, m.a. örvæntingarfullur faðir í leit að dóttur sinni og kærasta... Lesa meira

2.000 farþegar í skemmtiferðaskipinu Poseidon eru að fagna nýja árinu þegar það veltur úti á rúmsjó, í miðju norður Atlantshafinu. Nokkrir eftirlifendur berjast fyrir lífi sinu. Fjárhættuspilarinn Dylan Johns hundsar fyrirmæli skipstjórans og reynir sjálfur að bjarga sér. Aðrir fylgja honum, m.a. örvæntingarfullur faðir í leit að dóttur sinni og kærasta hennar. Einhleyp móðir slæst í hópinn ásamt syni sínum og fleiri. Hópurinn leitar nú útgönguleiðar í baráttu fyrir lífi sínu. ... minna

Aðalleikarar

Kurt Russell

Robert Ramsey

Richard Dreyfuss

Richard Nelson

Josh Lucas

Dylan Johns

Jacinda Barrett

Maggie James

Emmy Rossum

Jennifer Ramsey

Mike Vogel

Christian

Jimmy Bennett

Conor James

Walter Goss

Captain Bradford

Andre Braugher

Captain Bradford

Kevin Dillon

Lucky Larry

Anne-Gret Oehme

Chief Officer Reynolds

Fergie

Gloria

Gabriel Jarret

1st Officer Chapman

Valerie Azlynn

Passenger #1

Leikstjórn

Handrit


Ég bjóst nú ekki við miklu af þessari mynd,en hún kom mér skemmtilega á óvart,Hún er nefnilega ekki of löng eins oft á til með myndir af þessu tagi.Kurt Russell er farin að síga á efri árin en hinir leikarnir standa sig mjög vel.Er smá fyrirsjánleg en eru ekki allir stórslysamyndir það!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað er að gerast með Wolfgang Petersen? Eftir að hann gerði Outbreak, þá er bara eins og hann hafi misst sjarmann til að gera almennilegar myndir. Og einblínir hann mest á tæknibrellur og mikinn hraða í sínum myndum. En þetta er farið að fara í pirrurnar á mér. Formúlan fyrir myndinni er svo gömul og klisjukennd. Hin týpíska hetjumynd, og augljóst hver hetjan er. Það er sorglegt hvað hann reynir ekkert á persónusköpunina nú til dags. Manni gæti ekki verið meira sama um hver deyr og hver ekki. Ég ætla ekki að segja meir um þessa þvælu og hætta þessu væli. Farið bara og dæmið sjálf. En hún fær stóra falleinkunn hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög fyrirsjánleg mynd að mínu mati en samt ágætis afþreying en myndin er ekta Hollywood formula. Tæknibrellurnar eru samt vel gerðar en handritið hefði mátt vera betur skrifað. Kurt Russell má fara að hvíla sig á leiklistinni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wolfgang elskar vatn
Poseidon er eins týpísk og sumarmyndir gerast, hvað þá stórslysamyndir. Um er að ræða algjöra veislu af tæknibrellum og áhættusenum en því miður nær það ekkert lengra en það. Handritið er klisjukennt og vægast sagt óspennandi. Hér hefði getað orðið fullkomið tækifæri til að móta almennilega spennuuppbyggingu, en myndin spólar einhvern veginn svo hratt yfir atburðarásina (sem skilur persónusköpunina eftir í lágmarki) að manni líður ekki eins og maður sé að horfa á neitt nýtt eða hvað þá áhugavert. Burtséð frá upprunalegu myndinni þá höfum við séð svona lagað ótal sinnum áður. Þið gætuð rétt eins bara ímyndað ykkur allan seinni helminginn af Titanic og dregið alla spennuna frá og þá eruð þið komin með basic hugmynd á því hvernig þessi mynd er.

Leikarar eins og Josh Lucas og Kurt Russell koma vel út til skrauts, og njóta sín væntanlega báðir í hetjurullunum, en frammistöðurnar eru voða standard, og eins og áður kom fram þá hefur maður nákvæmlega enga ástæðu til að halda eitthvað upp á persónurnar, þar sem að sköpun þeirra ristir ekki mjög djúpt. Ég veit ekki hvort að þetta sé handritshöfundinum að kenna eða leikstjóranum. Wolfgang Petersen er gjarnan hrifinn af því að leika sér með tæknibrellur nú til dags (og sérstaklega í vatni - ef þið miðið við t.d. The Perfect Storm), en persónulega hef ég ekki séð mikla dýpt í kvikmyndum hans, a.m.k. eftir að hann gerði Das Boot.

Poseidon er voða straightforward mynd, og kannski það sé ætlunin. Hún fókusar vel á slysið og reynir að mjólka út góðu magni af hasar. Ég sá þó ekki mikið varið í þessi þunnildi. Kannski tilvalin afþreying fyrir sumarið, en að mínu mati alltof formúlukennd og bara hreint út sagt tilgangslaus.

4/10

PS. Hvað er málið með þennan endi?! Deus ex Machina eða hvað?!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.05.2017

Þunnildislegur efniviður en frábær hasar

Í stuttu máli er fimmta „Pirates“ myndin frekar slæm að mörgu leyti en Jack Sparrow er ennþá flottur karakter að fylgjast með og hasaratriðin eru svo mörg og stórkostleg að það er nánast ekki hægt að láta sé...

24.07.2012

Edgar Wright og J.J. Abrams gera SciFi

Kvikmyndaverið Paramount hefur nú hafið undirbúning á nýrri vísindaskáldskaparmynd sem ber nafnið Collider og byggir á hugmynd eftir Edgar Wright (Hot Fuzz, Scott Pilgrim). Einn framleiðanda verkefnisins er J.J. Abrams, og þarf því ekki að koma á óva...

31.03.2012

Sýnir framfarir en alls ekki miklar

(ath. þessi umfjöllun gefur það upp hvort það eru góðu gaurarnir eða vondu gaurarnir sem vinna, og ef þú ert virkilega það tregur eða lyktandi af óskhyggju eins og svarið við því sé ekki lúðalega augljóst, þ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn