Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Monster House 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. október 2006

Hide Your Children. This House Will Eat Them! / There Goes The Neighborhood. / This Summer......Cross Over to the Other Side........Of the Street

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 68
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna sem besta teiknimynd ársins.

Táningurinn DJ er að fylgjast með nágranna sínum Nebbercracker hinum megin götunnar í götunni þeirra í úthverfinu, sem eyðileggur þríhjól krakkanna sem fara yfir lóðina hans. Þegar foreldrar DJ fara í ferðalag að kvöldi Halloween hátíðarinnar og hin dónalega barnfóstra Zee er hjá honum, þá kallar hann á hinn klunnalega vin sinn Chowder til að fara... Lesa meira

Táningurinn DJ er að fylgjast með nágranna sínum Nebbercracker hinum megin götunnar í götunni þeirra í úthverfinu, sem eyðileggur þríhjól krakkanna sem fara yfir lóðina hans. Þegar foreldrar DJ fara í ferðalag að kvöldi Halloween hátíðarinnar og hin dónalega barnfóstra Zee er hjá honum, þá kallar hann á hinn klunnalega vin sinn Chowder til að fara út í körfubolta. En þegar boltinn fer inn í garðinn hjá Nebbercracker, þá setur gamli maðurinn upp umsátur, og fljótlega uppgötva þeir að húsið hans er skrímsli. Seinna bjarga strákarnir hinni kláru Jenny út úr húsinu og þau þrjú reyna án árangurs að sannfæra barnfóstruna, og kærasta hennar, Bones, og tvo lögregluþjóna um að húsið sé skrímsli, en enginn trúir þeim. Táningarnir spyrja hinn tölvuleikjasjúka kunningja Skull, um hvernig eigi að eyða húsinu, og þau uppgötva leyndarmál á Halloween kvöldinu. ... minna

Aðalleikarar


Vá, þetta er ein besta tölvu-teiknimynd sem ég hef séð, pottþétt sú besta sem var ekki gerð af Pixar. Munurinn á þessari mynd og öllum hinum er að þessi er ekki gerð fyrir börn, ekki mjög lítil allavega. Þetta er mjög óvenjuleg draugasaga um andsetið hús. Ólíkt Poltergeist þá er húsið sjálft lifandi. Myndin er mjög vel gerð í alla staði. Líkamlega tjáning og samtöl eru tvímælalaust þau bestu sem ég hef séð í svona mynd og leikstjórnin var til fyrirmyndar, ég fann fyrir spennunni. Meðal leikara er Steve Buscemi, Maggie Gyllenhal, Jason Lee og Kathleen Turner. Mæli ógeðslega mikið með þessari ;-)

“I paid 28 dollars for that ball! I had to mow ten lawns and ask my mom for a dollar 26 times!”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.02.2015

Fyrsta stiklan úr Poltergeist eftir Gil Kenan

Fyrsta stiklan úr endurgerð hinnar sígildu hrollvekju, Poltergeist, kom út í dag. Gil Kenan leikstýrir myndinni að þessu sinni, en hann hefur áður gert teiknimyndina Monster House og ævintýramyndina City of Ember. ...

31.10.2013

Addams fjölskyldan aftur á kreik

Hin mjög svo geðþekka Addams fjölskylda mun ganga í endurnýjun lífdaga á næstunni, en nú í formi teiknimyndar sem MGM kvikmyndafyrirtækið hyggst framleiða. MGM er nú á síðustu metrunum í samningaviðræðum við framleiðendur,...

07.03.2013

Leikstjóri Poltergeist ráðinn

Gil Kenan hefur verið ráðinn leikstjóri endurgerðarinnar Poltergeist. Kenan hefur áður gert teiknimyndina Monster House og ævintýramyndina City of Ember. Sam Raimi var áður orðaður við leikstjórastól hryllingsmyndar...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn