Náðu í appið
Öllum leyfð

The World's Fastest Indian 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. mars 2006

The extraordinary true adventure of Burt Munro from Down Under

127 MÍNEnska

Burt Munro ( 1899-1978 ) vann að því í 25 ár, í invercargill í Nýja Sjálandi, að bæta mótorhjólið sitt svo það gæti ekið hraðar, hjól af gerðinni Indian, árgerð 1920. Hann dreymir um að fara með það til Bonneville í Salt Flats í Utah í Bandaríkjunum, til að sjá hve hratt það komist. Snemma á sjöunda áratug síðustu aldar, þá fær hann lífshættulegan... Lesa meira

Burt Munro ( 1899-1978 ) vann að því í 25 ár, í invercargill í Nýja Sjálandi, að bæta mótorhjólið sitt svo það gæti ekið hraðar, hjól af gerðinni Indian, árgerð 1920. Hann dreymir um að fara með það til Bonneville í Salt Flats í Utah í Bandaríkjunum, til að sjá hve hratt það komist. Snemma á sjöunda áratug síðustu aldar, þá fær hann lífshættulegan hjartasjúkdóm, þannig að hann tekur lán og fer á báti til Los Angeles, kaupir gamlan bíl, býr til kerru, fer með mótorhjólið inn í landið, og fer til Utah. Á leiðinni þá heillar hann fólk með vinsamlegu viðmóti sínu. Ef hann kemst til Bonneville, munu menn leyfa gömlum manni að keppa á þessu "heimatilbúna" tóli? Og mun Indian hjólið standa sig? ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


The World's Fastest indian er þræl-skemmtileg mynd um sérvitringinn, Burt Monro (Anthony Hopkins) sem býr í Invercargill á Nýja Sjálandi.

Maður sem helgaði æfi sinni í að breyta 1920 Indian Mótorhjóli í heimsins hraðskreðasta mótorhjól undir 1000 kúbikum, og setti í kjölfarið heimsmet, sem enn stendur.

Myndin fjallar að mestu leiti um ferð hans til Bonneville salt eyðimerkurinnar í Utah, USA. Þar sem hann hyggðist mæla hraðann á hjólinu.

Ferðinn hans reynist stórskemmtileg, og nær hann sér út úr öllum vandræðum með óborganlegri kurteisi og heppni.

Hann eignast marga vini á skömmum tíma og fær atvinnu-tilboð í þokkabót.



Anthony Hopkins tekur sig frábærlega út í þessu hlutverki og mér finnst hann eiga fullt hús stiga skilið, enda frábær leikari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn