Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The Matador 2005

Justwatch

Frumsýnd: 17. mars 2006

A hitman and a salesman walk into a bar...

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Óvæntur fundur farandsölumanns og einmana leigumorðingja á hótelbar í Mexíkóborg, breytist í undarlega gott samband, sem lætur þá báða haga sér á þann hátt sem hvorugur hefði getað búist við fyrirfram. Örlögin koma við sögu, og vinátta milli mannanna styrkist og breytir lífi þeirra til frambúðar.

Aðalleikarar


Mynd sem kemur bara nokkuð á óvart.
Gaman líka að sjá Pierce Brosnan leika allt annan karakter en James Bond, og sýnir hann það hér mjög vel að hann getur leikið taugaveiklaðan leigumorðingja, jafnt sem töffarann 007.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hver vill ekki sjá Pierce Brosnan sem sálfræðilega skemmdan og kynferðislega fjölbreyttan launmorðingja? Þessi karakter sem hann leikur, Julian Noble, er ekki aðeins mjög óvingjarnlegur, heldur serðir allt sem lítur vel út, þá sérstaklega ungar stelpur. Hann á enga vini, ekkert heimili, hann lifir eftir sínum eigin reglum, en eftir mörg ár að myrða og slátra þá byrjar hann að missa vitið. Hann finnur mann, Danny Wright, og reynir eins og hann getur að eignast vin, sem reynist mun erfiðara en hann heldur, þá sérstaklega fyrir hann. Danny, sem reynist vera alger andstæða Julian, semsagt vingjarnlegur, heimilismaður og mest af öllu giftur, þá verða þeir tveir mjög óvenjulegir vinir. Að lokum fer vitið hans Julian í vaskinn og eftir nokkur óheppileg verkefni þá verður hann sjálfur að skotmarki og hann á aðeins einn vin til þess að leita hjálpar. The Matador geymir í sér húmor sem er mjög sjaldséður í kvikmyndum, en einmitt húmor sem ég fíla í botn. Leikurinn hans Brosnan og handritið er án efa það sem gerir myndina að því sem hún er, húmorinn er gersamlega falinn í samskiptum milli persónanna, ekkert slapstick og ekkert rugl. Það er þó alls ekkert að slapstick og rugli. En það gerir The Matador svo sérstaka, mjög einföld saga sem á pörtum fannst mér svolítið innihaldslítil en yfir heildina nógu traust til þess að halda þessum 90 mínútum á lofti. Það er vel þess virði að sjá The Matador einfaldlega út af frammistöðu Pierce Brosnan, án efa hans besta hlutverk, hann sannar sig sem grínleikara eins mikið og sem leikara yfir höfuð. Þrjár stjörnur, hún á það skilið allavega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Matador kom bara skemmtilega á óvart, og það er svo sérstakt því það gerðist sama sem ekkert í þessari mynd, en það var samt eitthvað við hana sem gerði hana bara að svona helvíti góðri afþreigingu.


Myndin er um leigumorðingjan Julian Noble (Pierce Brosnan), sem er hrokagikkur og hleipur engum nálægt sér tilfeningalega. Sefur hjá fallegum konum sem eru 20 - 30 árum yngri en hann, hann á hvergi heima, nóg af peningum og virðist njóta hverjar mínotu af því. Þangað til að hann fær þær fréttir að hann eigi afmæli, og gerir sér grein fyrir að hann á ekkert, enga vini, ekkert heimili og ekkert til að skilja eftir sig þegar hann fellur frá, og fer hann að eiga erfitt með að einbeita sér í sinni vinnu, og fer að klúðra sínum málum. Á þessu tímabili kinnist hann manni að nafni Danny Wright (Greg Kinnear) og á hann eftir að hafa mikil áhrif á Julian og svo líka öfugt, því að hann á líka eftir að hafa mjög mikil áhrif á hann Danny.


En ef fólk heldur að þau eiga eftir að upplifa einhvera létt geggjaða spennumynd, þá eiga það fólk eftir að vera fyrir miklum vondbrigðum, því myndin er alls ekki um það, hún er eiginlega bara um samband þeirra og þá kreppu sem Julian er búinn að koma sér í.


Myndin fannst mér mjög góð, en samt svolítið sérstök, því hún er svo allt öðruvísi en ég bjóst við, og það kom mér bara skemmtilega á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.09.2013

Hemingway sleppur úr fangelsi - Fyrsta stikla!

Eftir röð af aukahlutverkum í kvikmyndum, þar á meðal í myndum leikstjórans Steven Soderbergh, og í myndinni Anna Karenina á síðasta ári, þá er kominn tími á aðalhlutverk hjá breska leikaranum Jude Law. Um er að ræða hlutv...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn