Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

True Crime 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. maí 1999

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Sveve Everett, blaðamaður á Oakland Tribune dagblaðinu, sem er með ástríðu fyrir konum og áfengi, er beðinn um að skrifa um aftöku hins dauðadæmda morðingja Frank Beachhum. Hin mjög svo aðlaðandi samstarfskona hans, Michelle dó í bílslysi kvöldið áður. Bob Findley, yfirmaður Steve og eiginmaður núverandi kærustu Steve, vill losna við Steve eins fljótt... Lesa meira

Sveve Everett, blaðamaður á Oakland Tribune dagblaðinu, sem er með ástríðu fyrir konum og áfengi, er beðinn um að skrifa um aftöku hins dauðadæmda morðingja Frank Beachhum. Hin mjög svo aðlaðandi samstarfskona hans, Michelle dó í bílslysi kvöldið áður. Bob Findley, yfirmaður Steve og eiginmaður núverandi kærustu Steve, vill losna við Steve eins fljótt og hægt er. Þegar Steve telur sig hafa komist að því að mögulegt sé að Frank Beachum sitji saklaus á dauðadeildinni, þá sér Bob að nú sé nóg komið og Steve verði að fara. Steve hefur núna aðeins nokkra klukkutíma til að sanna sakleysi Franks og sanna kenningu sína, annars verður Frank líflátinn þann sama dag. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd gæti alveg eins heitið klisja. eftir svona 20min af myndin er maður þegar búinn að sjá í gegnum hana þetta endalausa væl í myndin yfirgnæir eitursvala karakterinn sem Clint Eastwood leikur, samt þrátt fyrir þetta allt er þetta góð klisja. þegar allt er á litið er þetta ágætis mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar slæm mynd og ein versta mynd sem Clint Eastwood hefur leikið í. Hann leikur hér lögreglumann sem kemst að því að maður sem hlotið hefur dauðadóm sé saklaus sólarhring áður en dómnum á að verða framfylgt. Það allra versta við myndina er ótrúlega fyrirsjáanlegur endir. Eftir að hafa horft á hálfa myndina veit fólk alveg hvernig myndin mun enda. Myndin er einnig frekar langdreginn sérstaklega í lokin. En ágætar senur koma inn á milli þannig að ég gef henni 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Besta mynd Clint gamla síðan "Unforgiven". Gamli leikur þarna leifar af blaðamanni sem heldur að maðkur sé í mysunni í máli dauðadæmds fanga. Þar sem sagan er tíunduð vel í dómum hér að ofan fer ég ekki nánar út í það, en vil aðeins segja að þetta er úrvalsræma sem betra er að sjá en ekki, og mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ansi traust mynd sem segir frá blaðmanni einum (Clint Eastwood) sem fær það verkefni óvænt upp í hendurnar að taka viðtal við fanga sem á að lífláta sama dag. Eitthvað segir honum að ekki sé allt með felldu varðandi málið og upp úr því hefst kapphlaup við tímann til þess að komast að sannleikanum um hvort fanginn sé sekur eða ekki. Eastwood situr í leikstjórastólnum ásamt því að vera í aðalhlutverki og stendur sig vel á báðum stöðum. Allar persónur eru vel skrifaðar og samtölin skondin á köflum, sérstaklega milli Eastwoods og yfirmanns síns sem er skemmtileg persóna leikin af meistara James Woods. Leikstjórastíll Eastwoods einkennist af hversdagsleika og mjög lítilli tónlistarnotkun og hefur það stundum lagst illa í mig en í þetta skiptið passar það vel inn í myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.04.2014

Neitaði að sýna á sér brjóstin

Framleiðslufyrirtækið True Crime hefur höfðað mál gegn leikkonunni Anne Greene fyrir að neita að sýna á sér brjóstin fyrir þættina Femme Fatales og gæti hún þurft að greiða 85.000 Bandaríkjadala, eða rúmar 9 milljónir íslenskra króna, fyrir brot á samningi. Samkvæmt The Hollywood Reporter þá ku Greene að hafa sent...

27.09.2012

Eastwood hleypir aðstoðarmanninum að

Kvikmyndin Trouble With the Curve er nýjasta mynd Clints Eastwood sem leikstýrir þó ekki í þetta sinn heldur lætur samstarfsleikstjóra sinn til margra ára um verkið. Samstarfsleikstjórinn heitir Robert Lorenz og er Troub...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn