Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Constant Gardener 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. febrúar 2006

Love. At any cost.

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 82
/100

Aðgerðasinninn Tessa Quayle finnst myrt á hrottalegan hátt á afskekktu svæði í norðurhluta Kenýa. Félagi hennar, læknir, virðist hafa flúið, og sönnunargögn benda til ástríðuglæps. Breskir embættismenn í Nairobi telja að ekkill Tessa, hinn hugljúfi og metnaðarlitli samstarfsmaður hennar, Justin Quayle, muni láta þeim eftir að rannsaka málið. En þeim... Lesa meira

Aðgerðasinninn Tessa Quayle finnst myrt á hrottalegan hátt á afskekktu svæði í norðurhluta Kenýa. Félagi hennar, læknir, virðist hafa flúið, og sönnunargögn benda til ástríðuglæps. Breskir embættismenn í Nairobi telja að ekkill Tessa, hinn hugljúfi og metnaðarlitli samstarfsmaður hennar, Justin Quayle, muni láta þeim eftir að rannsaka málið. En þeim gæti ekki skjátlast meira. Þjakaður af eftirsjá og orðrómi um framhjáhöld eiginkonunnar, þá kemur Quayle öllum á óvart með því að fara sjálfur í ferð yfir þrjár heimsálfur. Hann notar forréttindi þau sem fylgja því að vera diplómati, hættir eigin lífi, og lætur ekkert stöðva sig í leit að sannleikanum - sem reynist vera viðamikið samsæri og hættulegra en Quayle hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér.... minna

Aðalleikarar

Margbrotin og vel unnin
Fyrst og fremst þykir mér jákvætt að fullyrða það að þessi mynd sé ekki nærri því jafn slæm og titill hennar.
The Constant Gardener er vel skrifuð, vel unnin, stílísk, bráðsnjöll, spennandi á köflum og þrælvel leikin. Myndin sameinar ráðgátu við þriller, ástarsögu og karakterstúdíu á ótrúlega sérstæðan hátt. Reyndar þykir mér það vera heldur mikill mínus varðandi það hversu afskaplega hæg uppbygging myndarinnar er, og það fór að verða heldur þreytandi hversu oft myndin notaðist við endalausar flashback-senur sem skiptu ekki mjög miklu máli.

Söguþráðurinn er sömuleiðis flókinn, stundum svo mikið að það fór að verða þreytandi, jafnvel óbærilegt. Það helsta sem stýrir handritinu burtséð frá athyglisverðri ráðgátu eru persónurnar í forgrunninum, leiknar af Ralph Fiennes og Rachel Weisz. Þessir leikarar standa sig með ólíkindum, og móta jafnframt trúverðug tengsl.

Svona í heildina er ekki mikið sem ég hef að bæta við. Um er að ræða trausta kvikmynd (með skelfilegu heiti!!... Afsakið, en þessi titill er glataður...), þótt undirritaður sé ekki alveg á þeirri skoðun að þetta sé eitthvað Óskar-kalíber. En vel er þess virði að sjá hana bara vegna leikaranna.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Justin Quayle (Ralph Fiennes) er lásettur diplómati í Afríku þegar kona hans Tessa (Rachel Weisz) og ófædda barn þeirra eru myrt, Justin vill komast að sannleikanum um hver myrti Tessu og af hverju, þessi leit endar hjá spilltum fyrirtækjum lyfjasala sem nota Afríkubúa til þess að prufa lyfin sín. Pósterinn við fyrstu sín lét Constant Gardener líta út meira út eins og forboðna ástarsögu frekar en pólitíska spennumynd, heill klukktími fer nánast eingöngu í að sýna persónur hjónanna í Bretlandi og Afríku þar til að sagan breytist í pólitískan eltingaleik. Það sem hefði getað orðið að lélegri og illa úthugsaðari myndatöku er í staðinn stílhrein og raunveruleg og hjálpaði aðeins við að trúa þessum heim sem Justin var að ferðast gegnum. Rachel Weisz að mestu leiti eignaðist sér myndina, hún varð að mun eftirminnanlegri persónu en Ralph Fiennes þrátt fyrir að hafa verið rosalega góður sjálfur. Hún fékk líka óskarinn fyrir hlutverkið, átti það líklega vel skilið. Flókið handrit sem var á mörkunum að vera ónauðsynlega svo, en sem betur fer þá var það samhengið sem bjargaði því alveg, margar persónur sem hafa hitt og þetta að gera með þetta þarna sem á sér þennan tilgang, aðeins þessar persónur voru vel kynntar og alltaf eftirminnanlegar sem lét manni líða eins og þetta væru raunverulegt fólk. Constant Gardener er ein af þeim betri myndum 2005, á vel skilið hrósið sem hún hefur fengið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.01.2015

Ein af síðustu myndum Hoffman

Föstudaginn 9.janúar verður A Most Wanted Man frumsýnd í Sambíóunum. Téténskur flóttamaður sem komist hefur ólöglega til Hamborgar í Þýskalandi vekur athygli gagnnjósnarans Gunthers Bachmann sem ákveður að nýta s...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn