Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Walk the Line 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. febrúar 2006

Love is a burning thing.

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 72
/100
Reese Witherspoon fékk Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki.Tilnefnd til fjögurra Óskara í viðbót; búningar, klipping, hljóðvinnsla og besti leikur karla í aðalhlutverki, Joaquin Phoenix.

Tónlistarmaðurinn Johnny Cash elst upp á tímum kreppunnar miklu í Bandaríkjunum. Hann fær áhuga á tónlist og flytur á endanum frá bænum sem hann býr í í Arkansas fylki í Bandaríkjunum til að sinna herþjónustu í Þýskalandi. Á meðan hann er þar kaupir hann sér sinn fyrsta gítar og byrjar að skrifa sína eigin tónlist, og biður Vivian. Þau gifta sig... Lesa meira

Tónlistarmaðurinn Johnny Cash elst upp á tímum kreppunnar miklu í Bandaríkjunum. Hann fær áhuga á tónlist og flytur á endanum frá bænum sem hann býr í í Arkansas fylki í Bandaríkjunum til að sinna herþjónustu í Þýskalandi. Á meðan hann er þar kaupir hann sér sinn fyrsta gítar og byrjar að skrifa sína eigin tónlist, og biður Vivian. Þau gifta sig og setjast að í Tennessee. Þau eignast dóttur og Cash fer að vinna fyrir fjölskyldunni sem sölumaður. Hann finnur mann sem gæti hjálpað honum að láta drauminn sinn rætast og nær að taka upp plötu með hljómsveitinni sinni. Stuttu síðar fer hann á stutt tónleikaferðalag, syngur lögin sín, og hittir hina fallegu June Carter, sem þá þegar er orðin þekkt tónlistarkona. Á meðan þau eru saman á tónleikaferðum, ásamt Jerry Lee Lewis og hljómsveitinni þróast með þeim ástarsamband. Á endanum hættir June á tónleikaferðinni vegna þess hvernig Cash hagar sér, en Cash er orðinn háður eiturlyfjum. Hjónaband hans stendur á brauðfótum, og þegar hann sér June síðar á verðlaunaafhendingu, þá neyðir hann hana til að fara aftur á tónleikaferðalag með sér, og lofar henni að sjá um hana og krakkana hennar tvo. Eftir því sem tónleikaferðinni vindur fram, þá styrkist samband þeirra, og á endanum skilur hann við eiginkonu sína. June kemst að því að Cash á við eiturlyfjafíkn að stríða, og hjálpar honum að yfirvinna fíknina. Sönn ást og umhyggja hjálpa John á endanum að hætta í dópinu, og að lokum biður hann hennar á sviði fyrir framan áhorfendur á tónleikum. ... minna

Aðalleikarar

Joaquin Phoenix

John R. Cash

Reese Witherspoon

June Carter

Ginnifer Goodwin

Vivian Cash

Dallas Roberts

Sam Phillips

Dan John Miller

Luther Perkins

Larry Bagby

Marshall Grant

Shelby Lynne

Carrie Cash

Tyler Hilton

Elvis Presley

Waylon Payne

Jerry Lee Lewis

Shooter Jennings

Waylon Jennings

Leslie West

Maybelle Carter

Dan Beene

Ezra Carter

Clay Steakley

W.S. "Fluke" Holland

Johnathan Rice

Roy Orbison

Johnny Holiday

Carl Perkins

Ridge Canipe

Young J.R.

Lucas Till

Young Jack Cash

Carly Nahon

Young Reba Cash

McGhee Monteith

Reba Cash

Hailey Anne Nelson

Roseanne Cash

Kerris Dorsey

Kathy Cash

Danny Vinson

Texarkana MC

Natalie Canerday

Lady in the Aisle

Rhoda Griffis

Five and Dime Manager

J.D. Evermore

F.B.I. Man

Dolan Wilson

A & R Man #2

Leikstjórn

Handrit


Ég er mikill Johnny Cash aðdáandi og ég get sagt ykkur að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon er stórkostleg í sýnum hlutverkum og ná að fanga persónur gjörsamlega.Þessi mynd prýðir allt sem góð mynd þarf stórkostlegur leikur, æðisleg tónlist, frábær myndataka og bulletproof handrit. Mæli eindregið með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Walk The Line segir frá ævi besta kántrísöngvara allra tíma, Johnny Cash. Hér er farið í gegnum glæstan feril hans sem tónlistarmanns, átakanlegt hjónaband hans við Vivian Cash, ástarsamband hans við June Carter, eiturlyfjaneyslu sem hrjáði hann alveg til dauðadags og erfiða æsku Johnnys þegar hann var yngri. James Mangold hefur fært okkur Identity og Girl, Interrupted. En þetta er hans besta til þessa. Handritið að myndinni er mjög vel skrifað, leikstjórn Mangolds góð og frammistöður Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon stórkostlegar. Svo er tónlistin í myndinni snilld. Sem Johnny Cash aðdáandi, gæti ég ekki verið sáttari með útkomuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá Walk the line fyrir allt löngu og væntingarnar voru miklar

enda hef ég haft mikill áhuga á cash bæði sem manneskju og svo tónlistinni hans og það voru varla liðnar nema 10-15 mínútur þegar ég sá að þetta var ekkert annað en meistaraverk og leikurinn,tónlistin og auðvitað handritið gerði myndina af einni af betri myndum sem gerðar hafa verið um lifandi manneskju og enn í dag er leikur reese w enn í huga mér og það er eitthvað að akademínunni ef hún vinnur ekki en þótt myndin hefði verið frábær þá var einn sem mér fannst að en myndin var nokkuð langdregin en samt ekkert þannig að manni leiddist en myndin tókst það sem fáar myndir takast það er að skapa stemmingu einsog á tónleikum og að maður er á fullu í sætinu
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Dæmigerð biopic um Johnny Cash, það er nákvæmlega ekkert við uppbygginguna eða handritið sem er frumlegt, mér leið eins og ég væri að horfa á aðra útgáfu af Ray því sagan í báðum myndunum eru óþægilega líkar. Kannski eru báðar myndirnar mjög dyggar raunverulegum atburðum og eru þar með ekki viljandi svona líkar en þrátt fyrir það eiga báðar myndirnar það sameiginlegt að vera gífurlega ómerkilegar. Það sem Walk the Line á líka sameiginlegt með Ray er að frammistöður leikaranna voru glæsilegar og gera myndina þess virði að sjá. Fyrir utan það að Joaquin Phoenix er 15cm lærri en hinn látni Johnny Cash þá er hann nokkuð gallalaus sem Cash, sama með Reese Witherspoon sem leikur mest óReeseWitherspoonlegasta hlutverk hingað til sem June Carter. Það sem kvekir í undruninni er að þau bæði syngja lögin sjálf, ég skil ekki hvernig þau gerðu það svona vel því þau sungu lögin alveg jafn vel og Cash og Carter sjálf. Rosalega fín tónlist og geðveikar frammistöður gera Walk the Line þess virði að sjá, því miður er Walk the Line svo svakalega dæmigerð og sýnir ekkert nýtt, ég get ekki gefið henni meira en þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.07.2017

Aniston og Witherspoon saman á ný í sjónvarpsþáttaröð

Friends stjarnan Jennifer Aniston og Legally Blonde og Walk the Line leikkonan Reese Witherspoon ætla að leiða saman hesta sína í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem mun gerast í morgunþætti sjónvarpsstöðvar í New York. Han...

22.04.2016

Verður Joaquin Jesús Kristur?

Vefritið Vulture segir frá því að Walk the Line leikarinn Joaquin Phoenix sé núna í sigti framleiðanda myndarinnar Mary Magdalene, í hlutverk Jesú Krists, en þar myndi hann leika á móti Rooney Mara. Myndin fjallar...

04.09.2013

Jagger gerir bíómynd um Presley

Last King of Scotland leikstjórinn Kevin MacDonald ætlar að leikstýra ævisögulegri bíómynd um rokkkónginn Elvis Presley, Last Train to Memphis, fyrir framleiðslufyrirtækið Fox 2000. Myndin verður byggð á ævisögu Peter G...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn