Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Miami Vice 2006

Frumsýnd: 11. ágúst 2006

No Rules No Law No Order

134 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Þegar uppljóstrari, fjölskylda hans og tveir alríkislögreglumenn eru myrtir af alþjóðlegu gengi eiturlyfjasala, þá eru rannsóknarlögreglumennirnir James "Sonny" Crockett og Ricardo "Rico" Tubbs, fengnir í málið og til að vinna á laun fyrir alríkislögregluna, og í samvinnu við hana, til að komast að því hverjir láku upplýsingum til glæpamannanna. Þeir... Lesa meira

Þegar uppljóstrari, fjölskylda hans og tveir alríkislögreglumenn eru myrtir af alþjóðlegu gengi eiturlyfjasala, þá eru rannsóknarlögreglumennirnir James "Sonny" Crockett og Ricardo "Rico" Tubbs, fengnir í málið og til að vinna á laun fyrir alríkislögregluna, og í samvinnu við hana, til að komast að því hverjir láku upplýsingum til glæpamannanna. Þeir gera áætlun um að nálgast fyrst José Yero og síðar eiðurlyfjabaróninn Arcángel de Jesús Montoya. Á meðan á þessu stendur hittir Sonny endurskoðandann, fjárfestinn og hjákonu Montoya, Isabella, og eftir ástarsamband, þá verða þau ástfangin, sem setur faglega nálgun hans á málinu í uppnám. ... minna

Aðalleikarar

Colin Farrell

Detective James "Sonny" Crockett

Jamie Foxx

Detective Ricardo "Rico" Tubbs

Gong Li

Isabella

Naomie Harris

Det. Trudy Joplin

John Ortiz

José Yero

Ciarán Hinds

FBI Agent John Fujima

Justin Theroux

Det. Larry Zito

Barry Shabaka Henley

Lt. Martin Castillo

Robin Smith

Det. Gina Calabrese

John Hawkes

Alonzo Stevens

Eddie Marsan

Nicholas

Luis Tosar

Arcángel de Jesús Montoya

Domenick Lombardozzi

Det. Stan Switek

Tom Towles

Coleman

Beverly Washburn

El Tiburon

Frankie J. Allison

Deep-Chested Aryan Brother

Tony Curran

Aryan Brother

Pasha D. Lychnikoff

Russian FBI Agent

Mack Swain

Air Traffic Supervisor

Mike Pniewski

ER Doctor

Leikstjórn

Handrit


Þegar ég borgaði mig inn á þessa mynd bjóst við einhverri spennu eða eitthvað á þá áttina en ég varð fyrir geðveikum vonbrigðum. Þessi mynd er handónýt full af hallærislegum setningum, lélegri myndatöku og ömurlegu handriti.Colin Farell og Jamie Foxx eru heldur betur að skíta upp á bak í þessari mynd. Michael Mann hefur gert margar góðar myndir en hann er með félögum í skíta aldeilis upp á bak.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Byssur bílar gellur eiturlyf hvað meira getur maður beðið um í einni mynd ?. Michael Mann (leikstjóri myndarinar fyrir þá sem fóru bara á hana til að sjá colin farrel) hefur gert margar góðar hasamyndir/glæpamyndir svo sem colletral og heat og dregur hann ekkert til baka í morðunum í þetta sinn frekar en venjulega. Í fullkomnri hreinskilni sagt þá finnst mér ég hafa séð söguþráðin og grunhugmynd myndarinar áður en það er búið að gera svo margar kvikmyndir að það er nánast ómögulegt að vera frumlegur ennþá. Leikarar stóðu sig alls ekki illa mér fannst Colin og Jamie vera bara ágætir saman og eru þeir eiginleg það sem bjargar myndini að sumu leiti. Ef þú hefur gaman af byssulátum flottum gellum og flottum bílum réttara sagt ef þú ert strákur þá getur öruglega skemmt þér yfir þessari mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Miami Vice er gífurlega svöl mynd, byrjunin er hörkuleg og hröð, engum tíma er sóað í andskotans byrjunar kreditlista sem ég hef nokkuð óbeit af, þessari hörku er haldið í þó nokkurn tíma, en alls ekki út alla myndina. Það sést við miðjuna að Michael Mann hafði nánast ekki hugmynd hvað ætti að gerast eftir helming, sem er galli sem handritsskrif á að hafa lagfært. Colin Farrell hefur að mínu mati staðfest sjálfan sig sem nokkuð góðan og svalan leikara, sérstaklega eftir The New World. Hann og Jamie Foxx virka vel saman, persónusköpunin er alls ekki flókin milli þeirra en sem ´shootem-up´ teymi þá sannast þeir flottir saman. Þegar Michael Mann gerir hasarsenur, þá gerir hann virkilega hasarsenur, enginn nær að skapa eins flott byssuhljóð og þessi maður fyrir kvikmyndir og allur hasarinn í Miami Vice var frábær. Seinni helmingurinn tekur allt sem fyrri helmingurinn kynnti til sögunnar og dregur það eins lengi og langt og hægt er, þar verður atburðarrásin frekar þreytt og augljóslega óskipulögð. Svo það augljósasta var skortur á hæfanlegum endi, margar kvikmyndin eiga það til að enda án þess að skilja neitt eftir sig, með Miami Vice þá fannst mér eins og Mann hafi gleymt að taka upp endinn. Ég verð að vera sammála því sem gagnrýnendur segja, Miami Vice er ofurflott mynd, en þurfti meiri undirbúning. Ég fílaði Farrell og Foxx, mér fannst hasarinn frábær og sagan virkaði vel við fyrri hlutann en við lokin þá er eins og allur krafturinn sé löngu eyddur. Ég hef aldrei séð Miami Vice þættina, en ég er nokkuð viss um að þessi mynd sé betri þar sem þættirnir eru víst hallærislegir 80's poprugl. Miami Vice er mjög fín mynd, ekki eins góðar og flestar Michael Mann myndir en samt góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skelfing var þetta leiðinlegt bull. Innantómt og bara handónýtt. Leikstjórinn er Michael Mann og hann hefur áður gert t.a.m. Collateral en Miami vice er víst gerð eftir samnefndum sjónvarpsþáttum sem ég hef ekki séð en ef þeir eru hálft eins leiðinlegir og þessi mynd þá þarf ég að fara að passa mig. Miami vice er mynd sem maður heldur að sé góð en í rauninni er hún vægast sagt mjög illa gerð og það er eins og það sé ekkert verið að reyna að gera hana góða því hún er svo klisjukennd og eins og eitthvað sem margoft hefur verið gert áður. Það þyrfti kannski ekki endilega að vera slæmt en þá þyrfti að vera eitthvað sem bætti það upp t.a.m. flott sviðsmynd eða athyglisverð umgjörð eða kryddað handrit eða bara eitthvað sem vekti áhuga. En það er ekkert. Colin Farrell er góður leikari en hlutverk hans hér er alveg steindautt alveg eins og stemningin í myndinni. Steindauð. Bara engin. Í rauninni á þessi mynd ekki skilið neitt annað en algjöra falleinkunn en hún fær samt hálfa stjörnu fyrir jú flottan hasar og vegna þess að ég hef nú samt séð það verra. Forðist þessa sem skrattann með horn og hala.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.08.2021

Þetta eru öll lögin í The Suicide Squad

Á dögunum var stuð- og spennumyndin The Suicide Squad frumsýnd í kvikmyndahúsum og einnig á streymisveitu HBO Max. Um er að ræða sjálfstætt framhald myndarinnar ‘Suicide Squad’ (2016) og heldur snillingurinn J...

03.04.2019

Dýrt að eltast við skjótan gróða

Lögreglumennirnir Brett (Mel Gibson) og Anthony (Vince Vaughn) eru áminntir fyrir valdníðslu við handtöku og er vikið launalaust úr starfi í sex vikur. Brett tekur þessu ekki hljóðalaust, og með það í hyggju að bet...

22.09.2014

Colin Farrell staðfestur í True Detective 2

Leikarinn Colin Farrell hefur verið staðfestur í aðalhlutverk í nýrri seríu af spennuþáttunum True Detective. ,,Ég er svo spenntur. Ég veit að þetta verða átta þættir og að við verðum 4-5 mánuði í tökum.'' s...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn