Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Brokeback Mountain 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. janúar 2006

Love Is A Force Of Nature

134 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 87
/100
Vann þrenn Óskarsverðlaun: Ang Lee fyrir leikstjórn, Larry McMurtry og Diana Ossana fyrir handrit byggt á áður útgefnu efni, og Gustavo Santaolalla fyrir tónlist. Tilnefnd til 5 Óskara í viðbót, þar á meðal sem besta mynd.

Tveir ólíkir kúrekar kynnast sumarið 1963 á Brokeback-fjalli, og hefja þar leynilegt ástarsamband sem á eftir að endast í fjöldamörg ár í skugga fjölskyldna þeirra. Tveir ungir menn, þeir Ennis Del Mar og Jack Twist, hittast þegar þeir fá vinnu sem fjárhirðar á Brokeback fjalli. Þeir eru ókunnugir í fyrstu, en verða svo vinir. Í gegnum vikurnar þá verða... Lesa meira

Tveir ólíkir kúrekar kynnast sumarið 1963 á Brokeback-fjalli, og hefja þar leynilegt ástarsamband sem á eftir að endast í fjöldamörg ár í skugga fjölskyldna þeirra. Tveir ungir menn, þeir Ennis Del Mar og Jack Twist, hittast þegar þeir fá vinnu sem fjárhirðar á Brokeback fjalli. Þeir eru ókunnugir í fyrstu, en verða svo vinir. Í gegnum vikurnar þá verða þeir nánari eftir því sem þeir kynnast betur. Kvöld eitt, eftir mikla drykkju, þá finna þeir nánari tengsl. Ástarsamband þeirra blómstrar út þetta sumar. Þeir eiga samt erfitt með að vinna úr þessum tilfinningum sínum, og leiðir skilja í lok sumars. Fjögur ár líða, og þeir stofna báðir fjölskyldu. Ennis í Wyoming með eiginkonu og tveimur dætrum, og Jack í Texas með eiginkonu og syni. Þeir þrá samt hvorn annan, og þegar þeir hittast á ný þá komast þeir að því að þeir þarfnast hvors annars, en vita ekki hvað skal gera. Þeir byrja því að fara í veiðiferðir saman til að geta eitt tíma saman. Sambandið heldur áfram í mörg ár þar til harmleikur á sér stað. ... minna

Aðalleikarar

Heath Ledger

Ennis Del Mar

Jake Gyllenhaal

Jack Twist

Anne Hathaway

Lureen Newsome

Randy Quaid

Joe Aguirre

Linda Cardellini

Cassie Cartwright

Anna Faris

Lashawn Malone

David Harbour

Randall Malone

Roberta Maxwell

Mrs. Twist

Kate Mara

Alma Del Mar Jr. (age 19)

Peter McRobbie

John Twist

Graham Beckel

L.D. Newsome

Larry Reese

Jolly Minister

Leikstjórn

Handrit


Hún er gefin fyrir drama þessi dama, sagði Megas einhverntíman, en það er ég ekki.
Ég fór á þessa mynd, sama kvöld og óskarsverðlaunin voru, svo ég gæti hort á óskarinn með einhverjum gagnrýnisaugum.
Og það verð ég að segja að þessi mynd er hundleiðinleg.
Langdregið drama væl sem hefði verið hægt að stytta niður í 25 min og samt hefði hún verði langdregin.
Ég hef verið að skoða nokkra kvikmyndasíður þar sem að notendur geta sagt sína skoðun á myndum, eins og www.kvikmyndir.is og www.imdb.com og þar eru langflestir sem gefa þessari mynd 3,5 - 4 stjörnur.
Ég held að flestir sem eru að skrifa á svona síður geti einfaldlega ekki komið með sitt eigið mat á svona myndir, heldur verði að apa upp eftir öðrum því annars gæti það litið út eins og þeir hefðu ekki hundsvit á kvikmyndum.
En svona fyrir ykkur sem eruð að hugsa um að fara á þessa mynd í bíó, eða að taka hana á leigu, sleppið því og horfið frekar í Bambi 2 eða bara eitthvað annað.
Hangið frekar inná klósetti, því þar er meira stuð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er stórkostleg. Ang Lee kemur með virkilega góða mynd sem á alveg skilið að fá Óskarsverðlaunin nú í ár. Lee er algjör snillingur í að segja sem best frá sögunum í myndum sínum, og ekkert er hann verri hér. Býr til alveg einstaklega góða og átakanlega ástarsögu milli tveggja manna. Og svo kemur hann einnig með mikla dýpt fyrir báðar aðalpersónurnar í myndinni. Kostir: Hún hefur mjög góða sögu að segja, flotta kántrí tónlist, mjög góða kvikmyndatöku, landslag sem er unun að horfa á skjánum, góð leikstjórn hjá Ang Lee, handrit sem er virkilega vel skrifað og síðast en ekki síst, meiriháttar frammistöður hjá helstu leikurum. Heath Ledger og Jake Gyllenhal eru báðir stórkostlegir í hlutverkum þeirra Ennis Del Mar og Jack Twist og fá þeir loksins að sýna sitt rétta andlit og gera það með glæsibrag. Það kæmi mér ekki á óvart ef annar þeirra fengi Óskar fyrir frammistöðu sína í þessari mynd, eða jafnvel báðir. Stórkostlegt meistaraverk frá Ang Lee sem ég mæli eindregið með að fólk sjái sem fyrst. Besta mynd hans til þessa með Crouching Tiger, Hidden Dragon.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tónlistin, myndatakan, leikurinn er það sem er snilld við þessa mynd. Það er ekki mikið að gerast í þessarri mynd, en hún á einhvern hátt nær til manns hvað varðar tilfinngalega vitund. Þú lifir þig inn í myndina og það skiptir engu máli hvort þú sért samkynhneigður eða ekki. Allar senur eru langar en það gerir myndin enn betri, hún smýgur inn í mann og verður maður ein hugsun eftir allar senur. Skiptir engu máli hverjar væntingarnar eru fyrir myndina eða skapið hjá manni. Hún nær til manns pottþétt. Þessi mynd fjallar ekkert um kynlíf, eins og svo mikið er dregið fram þegar samkynhneigð er annars vegar. Þessi mynd fjallar um ást tveggja manneskja og hvernig þeir reyna að lifa sínu hefðbundna lífi í sundur en er jafnframt að eyðileggja þá að innan. Þessi mynd fær 5 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Brokeback Mountain er byggð á smásögu eftir rithöfundinn E. Annie Proulx sem einnig skrifaði Skipafréttir eða Shipping News.

Brokeback Mountain fjallar um tvo kúreka sem byrja í sumarvinnu á Brokeback fjalli en þar verða þeir ástfangnir af hvor öðrum. Myndinn gerist yfir 20 ár og er um þessa tvo menn og samband þeirra. Tveir kúrekar sem geta ekki komið út úr skápnum, Jack sem er opnari um það en er enn mjög niðurbældur sem einstaklingur. Svo er Það Ennis sem er innilokaður í sínum eigin tilfiningum og getur ekki hægt að hugsa um það sem faðir hans sýndi honum þegar hann var yngri.

Þessi mynd er stórkostleg, myndatakan er frábær sérstaklega þegar það kemur að landslögum. Einnig er myndin mjög trú bókinni enda er þetta smásaga sem er aðeins eitthvað um 50 bls. og því ekki mikið sem hægt er að sleppa. En hún var allavega mjög vel skrifuð að mínu mati.

Heath Ledger stóð sig mjög vel sem Ennsi Del Mar, maður innilokaður í sínum eigin tilfiningum, og verð ég að segja að með þessu hlutverki var Heath Ledger að sanna sig sem góðan leikara. Jake Gyllenhal verður líka að fá sitt hrós þar sem hann stóð sig einnig mjög vel en hann var löngu búin að sanna sig sem góðan leikara (Donnie Darko). Michelle Williams og Anna Hathaway stóðu sig einnig mjög vel í hlutverkum sínum sem eiginkonur þessara samkynhneigðu kúreka og verð ég að segja hér að mér hafi fundist Michelle aðeins betri þótt að Anna hafi alls ekki verið að standa sig illa.

Ang Lee kemur hér með mjög sterka mynd sem maður hugsar um eftir að hafa gengið út úr kvikmynda húsinu. Hann á skilið allt það hrós sem þessi mynd er að fá.

Ég verð að skjóta hér inn að lokum að þessar nokkru mínútur sem Anna Faris (Scary Movie, The hot chick) var á skjánum voru nokkuð magnaðar og verð ég að hrósa henni fyrir þessar fáu mínútur.

Þetta er án efa ein af betri myndum sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.08.2023

Orðinn stórstjarna 48 ára gamall

Stranger Things stjarnan David Harbour sem fer með eitt aðalhlutverkanna í kappakstursmyndinni Gran Turismo sem kom í bíó í síðustu viku, er að segja má seinþroska leikari í þeim skilningi að hinar miklu vinsældir ...

08.08.2020

25 ómissandi hinsegin kvikmyndir

Hinsegin dagar hafa lengi verið haldnir hátíðlegir á þessum tíma í ágústmánuði og af því tilefni erum við öll hinsegin um helgina, hvort sem gleðigangan er haldin eður ei. Fögnum fjölbreytileikanum. En h...

01.05.2020

20 magnaðar kynlífssenur í kvikmyndum

„Kynlíf er leiðinlegt ef þú ert ekki þátttakandi í því“ Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott eitt sinn, aðspurður um hvers vegna ástarleikir hafi svona oft verið fjarverandi í hans kvikmyndum. Sjálfur hefur...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn