Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest 2006

(Pirates of the Caribbean 2)

Justwatch

Frumsýnd: 28. júlí 2006

Captain Jack is back.

151 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Jack Sparrow (Depp) er nú í kapphlaupi við tímann til að ná kistu sem að geymir hjarta Davy Jones (Bill Nighy) til að forðast prísund. Bandamenn Jacks, ásamt Will (Bloom) og Elizabeth (Knightley) ætla sér einnig að ná kistunni, en hver og einn hefur sína eigin ástæðu til að komast yfir kistuna.

Aðalleikarar

Johnny Depp

Jack Sparrow

Orlando Bloom

Will Turner

Keira Knightley

Elizabeth Swann

Stellan Skarsgård

William "Bootstrap Bill" Turner

Bill Nighy

Davy Jones

Jack Davenport

James Norrington

Robin Bartlett

Joshamee Gibbs

John Diehl

Governor Weatherby Swann

Tom Joerin

Pintel

Tom Hollander

Cutler Beckett

Naomie Harris

Tia Dalma

David Schofield

Ian Mercer

David Schofield

Ian Mercer

Federico Fellini

Captain Bellamy

Clive Ashborn

Koleniko

Reggie Lee

Headless

Max Baker

Burser - Edinburgh (uncredited)

Claire Stansfield

Scarlet (uncredited)

Vanessa Branch

Giselle (uncredited)

Jonathan Kite

Black Pearl Pirate (uncredited)

Robert Kosberg

Ho-Kwan (uncredited)

Karin Gregorek

Deckhand - Edinburgh

Geoffrey Rush

Hector Barbossa

Leikstjórn

Handrit

Góð en ekki nóg og góð
Það þekkja allir myndirnar Pirates of the Caribbean, hér er á ferðinni önnur myndin um Capt. Jack Sparrow og hans ævintýri. Þegar ég sá þessa þá varð ég fyrir svoldið vonbrigðum en ekki miklum.

Davy Jones (Bill Nighy) er talinn vera einn allra stærsti og hættulegasti sjóræningi allra tíma. Jack og Davy gerðu samning um að Jack ætti að vera captain á the Black Pearl í 13 ár "strait" og eftir það þá ætti Jack að vera um borð á Flying Dutchman sem er skipið hans Davy í heila öld. Jack fréttir það brátt að Davy Jones sé á eftir honum og þá reynir hann að halda sig sem næst landi og helst á landi ef það er hægt því Davy er þannig gerður að hann kemst aðeins á land á tíu ára fresti og þá aðeins einn dag svo Jack veit það og reynir að koma í veg fyrir að Davy finni hann. Á meðan að allt þetta sýstem er í gangi þá er Cutler Beckett (Tom Hollander) að ná völdum í Port Royal svo hann er með handtökuskipun uppá hengingu á Will Turner (Orlando Bloom),Elizabeth Swann (Keira Knightley) og Norrington (Jack Davenport) en Norrington er þegar búinn að flýja land svo Cutler gerir samning við Will um að Will nái áttavitanum hans Jacks og gefi sér hann. Þá er hann og Elisabeth laus því hann er með valdið um að skrifa undir þá verður samningurinn ógildur.

Eina leiðin til að ná að drepa Davy Jones er að finna kistuna með hjartanu hans í og vera með réttan lykil svo þarf að stinga í hjartað...Svo kemur annað mál því Flying Dutchman þarf að hafa captain svo sá sem drepur Davy Jones hann verður captain á Flying Dutchman. Will, Jack og Norrington þeir vilja allir vera captain á skipinu svo þeir leysa úr því seinna meir.


Þetta er önnur og sú allra versta myndin að mínu mati en þegar ég meina versta þá er hún samt góð en hinar eru betri.
Endirinn er hins vegar mjög flottur og góður, varð samt svoldið hissa þegar ég sá hann fyrst en núna er hann bara snilld. Nú þegar fjórða myndin er að koma í bíó þá er maður suddalega spenntur fyrir henni svo er verið að tala um fimmtu en ég verð nú að sjá fjórðu fyrir en samt

Það þekkja allir Capt. Jack Sparrow, en ég ætla samt að fjalla um hann aðeins.
Hann er meistari það þarf varla að segja mikið meira en það því hann nær að snúa sig út úr öllu sem hann fílar ekki en stundum þarf hann að taka stóra ákvörðun á stuttum tíma svo við fáum nú að sjá það nokkrum sinnum hérna svo líka í sú næstu og vonandi líka fjórðu. Það er ótrúlegt hvernig hann Johnny Depp nær að túlka einn sinn besta karakter og hann virðist vera svo óöruggur hann Jack en á sama tíma þá er hann það alls ekki því hann er meistari og það eru aðeins meistarar sem ná þessu svona vel.

Orlando Bloom er hins vegar ekki nærrum því jafn góður en hann er samt ekki slæmur en samt Johnny toppar hann feitt. Orlando er alltaf með þennan sama sett sem Will Turner en Johnny tekur alltaf upp eitthvað nýtt og nýtt sem Jack Sparrow. Orlando er frábær leikari, hann hefur leikið í alveg nokkrum góðum myndum og þar nær hann að toppa Will Turner karaterinn sinn, hann þarf bara að vanda sig miklu meira en ekki svo mikið að hann ýkir leik sinn neitt því enginn vill sjá þannig í góðum myndum. Jonathan Pryce leikur þarna Governor Weatherby Swann og ég veit ekki hvort þetta er bara ég en þessi karakter er ekki skemmtilegur og alls ekki eftirminnilegur því hann er bara eitt stórt bögg kannski er ástæðan sú að ég hef aldrei fýlað neitt Johnathan yfir höfuð, hann má bætta þetta slatta betur. Mercer (David Schofield) er líka ekki neitt spes en hann er alla vegna skárri en Jonathan.


Einkunn: 7/10 - "Fínasta skemmtun og því miður er þetta sú allra versta Pirates myndin hingað til en hún er ekki leiðinleg en hinar tvær eru betri, vonandi fjögur líka. Nokkrir karakterar sem eiga sér enga von".

Þessi mynd var mjög góð að mínu mati.

Ég bjóst sko sannarlega við þessu og ég mæli eindregið með því að sjá hana fyrir þá sem hafa áhuga á, hvað má segja, hálf-óraunverulegri mynd, Eins og ég segi þá finnt mér hann Johnny Depp alveg framúrskarandi leikari, hann er frábær í þessari gamanmynd. Maður getur hlegið endalaust af fíflaskapi hans í þessari mynd.

Ég myndi skella henni í vídíótækið og horfa á hana undir sænginni!

Ég vona að þessi skoðun komin ykkur að gagni.

Eitt enn það verður pottþétt mynd nr. 3 :) Ég bíð spennt.

Peace out ppl :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hafði mjög gaman af Curse of the Black pearl þegar ég sá hana í bíó árið 2003. Hún var fjörug og lífleg og bara pottþétt skemmtun. Dead man's chest er líka fjörug og lífleg en samt að mínu mati talsvert lakari mynd. Hún þjáist af alveg skelfilega formúlukenndu handriti og býður upp á alltof týpískar senur oftar en góðu hófi gegnir. Johnny Depp endurtekur hlutverk sitt sem Jack Sparrow sem er mjög gott og er þessi sídrukkni sjóræningi það besta við myndina. Aftur á móti er frammistaða Orlando Bloom sem fyrr alveg grátleg og ef ég á að segja eins og er þá tel ég það vera mikil mistök að setja hann í þetta hlutverk. Hann bara hreint og beint leikur leiðinlega persónu og það illa. Ég hafði nú gaman af Dead man's chest svona á köflum en þrátt fyrir allan ærslaganginn fannst mér eitthvað vanta og einhvernveginn stóð mér alveg á sama um persónurnar. Ekkert sérlega góð mynd að mínu mati og stendur COTBP soldið að baki. Tvær stjörnur fyrir nokkur góð atriði og stjörnuleik frá Johnny Depp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pirates of the Caribbean: Dead man's chest er framhald af Pirates of the Caribbean: The curse of the black pearl. sem kom út árið 2003. Fyrri myndin var stórskemmtileg og með betri myndum sem ég hef séð. Önnur myndin er ekki síðri. Frábær söguþráður, frábærir leikarar og mikil spenna. Johnny Depp er náttúrulega snillingur og Jack Sparrow er einn skemmtilegasti karakter kvikmyndasögunnar. Keira Knightley er mun betri en í fyrri myndinni en Orlando Bloom vantar enn sjóræningjaneistann. Framleiðendunum tekst að skapa mikla spennu fyrir síðustu myndina og persónulega get ég ekki beðið eftir síðustu myndinni. Frábær mynd og þessi þríleikur tel ég að fari í sömu hillu og t.d. Lord of the rings myndirnar. Frábær skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl var allgjör snilld´og ég get sagt með góðri samvisku að þessu er enþá betri. Þessi mynd er geðveik í alla staði hún er mjög ævintýraleg, vel leikstýrð, gott handrit, góðir leikarar, og einsaklega góð tónlis. ég var alls ekki fyrir vonbrigðum og ég verð að sega að Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest er ein besta mynd ársins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.02.2019

Depp myndar sögulegan japanskan harmleik

Tökur eru hafnar á nýjustu kvikmynd þrisvar sinnum Óskarstilnefnda bandaríska leikarans Johnny Depp, Minamata, eftir Andrew Levitas, en þar fer Depp með hlutverk hins rómaða stríðsljósmyndara W. Eugene Smith. Aðrir helstu leikarar eru Bill Nighy  (Pirates of the Caribbean: Dead Man...

15.09.2016

Stoltur af því að hlaupa í skarðið fyrir Rickman

Bill Nighy segist vera stoltur af því að fá að hlaupa í skarðið fyrir leikarann Alan Rickman í myndinni The Limehouse Golem, sem var síðasta kvikmynd Rickman áður en hann lést. Rickman lést úr krabbameini í brisi...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn