Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Underworld: Evolution 2006

(Underworld 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. febrúar 2006

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 17% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Aðalleikarar

Scott Speedman

Michael Corvin

Tony Curran

Marcus Corvinus

Derek Jacobi

Alexander Corvinus

Bill Nighy

Viktor

Steven Mackintosh

Andreas Tanis

Brian Steele

William Corvinus

John Mann

Samuel

Lily Mo Sheen

Young Selene

Leikstjórn

Handrit


Frábært framhald, framar öllum vonum hjá mér. Nokkuð ólík fyrri myndinni, sterkari söguþráður ef eitthvað er og gaman að heyra hvernig umhverfishljóð eru hér mögnuð upp sem staðgengill hinna kröftugu og viðeigandi rokklaga sem einkenndu fyrri myndina. Þó er á ferðinni sama liðið og í fyrri myndinni. Leikstjórinn enn Len Wiseman og hann skrifar handritið ásamt Danny McBride og Kevin Grevioux sem fyrr. Það er auðvitað nauðsynlegt að sjá fyrri myndina á undan þessari, mæli með því, annars er fólk svolítið týnt. En í þetta sinn snýst sagan um það að vampíruforinginn Marcus (Tony Curran) vaknar á undan áætlun upp með miklum krafti og hefst strax handa við að 'hreinsa til' í undirheimunum. Selene (Kate Beckinsale), Michael (Scott Speedman) og hinum verður fljótt ljóst að hann er illviðráðanlegur og nái hans vilji fram að ganga verður ekki mikið eftir af veröld þeirra. Þau þurfa því að berjast fyrir lífi sínu og hópsins með öllu sem þau eiga og fá hjálp frá hinum forna Corvinus (Derek Jacobi) og hans liði og hinum hressa Tanis (Steven Mackintosh). Í leiðinni fáum við að kynnast persónunni Selene betur og þeim upplifunum og hremmingum sem hún á að baki. Þar að auki fáum við aukna tilfinningu fyrir upplifun Michaels, þegar hann gerir sér grein fyrir að ekki verður aftur snúið. Þarna er nóg af hasarhetjum, flottum bardögum og allt umhverfið og tæknibrellurnar eins og best verður á kosið. Allir leikarar eru að standa sig vel, nú er ég búin að taka Kate Beckinsale í sátt sem aðalpersónuna. Henni hefur greinilega tekist að finna sig betur í hlutverkinu. Scott Speedman enn betri en í fyrri myndinni, og blendingsútlitið hans er ólíkt skemmtilegra en þar. Hinn nýi ógnvaldur Marcus kemur mjög sterkur inn og er öruggur í höndum Tony Curran. Derek Jacobi er alltaf góður og Steven Mackintosh er flottur í hlutverki hins áhugaverða Tanis. Sem sagt ef þú fílaðir Underworld er Underworld: Evolution áreiðanlega eitthvað fyrir þig. Ég skil mjög sátt við hana og ætla jafnframt að vona að maður fái frekara framhald úr Undirheimum. Takk fyrir mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekkert bull. Númer 1 afhverju ertu að fara á þessa mynd? ummmmm látum okkur sjá.

Ég vill fá Varúlfa að berjast við Vampírur, klisjulega bardaga, spennu, asnaleg samtöl, blóð, flott vopn, drungalega mynd og smá hroll og hvað fæ ég jú allt þetta. Þið fáið það sem þið borgið fyrir þegar þið farið á þessa mynd. Þetta er flott, töff og skemmtileg mynd sem ég mæli með. Ef þú fílar mynd númer 1 þá verður þú ekki svikinn af þessari en ef þér fannst mynd númer 1 og blade myndinar lélegar þá farði frekar á Brokeback Mountain eða eitthvað svoleiðis.

Ég gef þessari mynd 3 og hálfa einfaldlega af því að hún á það skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Einfaldari, kjánalegri... Mér leiddist ekki þó
Underworld: Evolution er jafn lík forvera sínum og hún er ólík. Umfram allt held ég að viðkomandi bíófari hafi nákvæmlega ekkert með þessa mynd að gera nema að hann hafi fílað fyrstu myndina.

Sjálfur hef ég alltaf varið fyrri Underworld-myndina. Mér þótti hún vel stílísk, spennandi, skemmtilega lagaskipt og yfir höfuð einhver best heppnaða vampírumynd sem hefur komið út í mörg ár. Hún missti sig kannski aðeins í goth-lúkkinu (en sama getur maður svosem sagt um The Crow) en almennt var hún svo miklu meira en bara hefðbundin hasarmynd.
Hún hafði söguþráð, og þá einhvern sem var ekki aðeins notaður sem grunnur fyrir sprengjur, byssur og læti, sem er annað en ég get sagt um framhaldið.

Underworld: Evolution hlakkaði ég lúmskt til að sjá - líka vegna þess að fyrri myndin skildi eftir sig sérstakan, þótt kannski pínu óþarfan, cliffhanger-endi.

Niðurstaðan olli mér vissum vonbrigðum, en í heildina get ég svosem ekkert sagt að ég sé endilega ósáttur. Sagan, eins og hún er meðhöndluð, kemur ágætlega út, þótt meiri áhersla hefði mátt verið lögð á hana. Útlit og andrúmsloft er álíka nett og gotneskt og í fyrri umferð, og leikararnir ekki síður flottari. En samt...

Persónulega fannst mér þessi mynd falla of mikið í mainstream-gryfjuna. Hún einblínir alltof mikið á hasar og virkar almennt þreyttari í uppbyggingunni. Hún er meira straightforward heldur en nr. 1, ásamt því að vera hvergi eins innihaldsrík. Það eru vissar fléttur til staðar, en ekkert sem skilur eftir högg. Myndin má eiga það að vera talsvert blóðugri og yfirdrifnari. Síðan í þokkabót (...og talandi um yfirdrifnar senur) er boðið upp á sjóðheita ástarsenu þar sem þau Kate Beckinsale og Scott Speedman fækka heldur betur fötum (eflaust skrautleg tilraun hjá leikstjóranum Len Weisman, þar sem að hann er giftur Kate).

Leikararnir fá annars ekki mikið að gera núna, þ.e.a.s. annað en að hlaupa um og sífellt útskýra söguþráðinn. Það koma góðar senur við og við á milli Beckinsale og Speedman, og nokkrar þeirra hitta til manns. Þau ná prýðilega saman og sambandið kemur einkum vel út í þróuninni.

Handritið er – viti menn – einn veikasti hlekkurinn, en ég bjóst svosem við því. Ég setti út á handritið í fyrstu myndinni líka, en hér er það verra. Merkilegast er hversu dauð samtölin eru. Allir tala í svokölluðum exposition-ræðum (sem þýðir að þau segja bara nákvæmlega það sem þau þurfa að segja með það í huga að áhorfandinn skilji hvað er á seiði - m.ö.ö: útskýra plottið!).

Stíllinn á þessari mynd er reyndar mun ólíkari heldur en áður, ef hugsað er út í það. Ég dýrkaði hversu köld, dimm og litlaus fyrri Underworld-myndin var. Hérna er meira eða minna búið að snúa því við. Gott eða slæmt? Erfitt að segja. Bara öðruvísi.

Sem blóðug hasarmynd stendur þessi mynd vel undir væntingum. Hasarinn er bráðskemmtilegur, bæði ofvirkur og yndislega tilgerðarlegur.
En sem beint framhald af einni ferskustu vampírumynd síðustu ára er niðurstaðan heldur dauf þótt úrlausn sögunnar komi ágætlega út.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.07.2016

Underworld 5 seinkað

Screen Gems kvikmyndafyrirtækið hefur ákveðið að seinka frumsýningu spennutryllisins Underworld: Blood Wars um þrjá mánuði, en upphaflega stóð til að frumsýna myndina fyrir hrekkjavökuhátíðina í Bandaríkjunum, nánar t...

25.09.2012

Múmían verður endurræst!

Þá er það staðfest - Len Wiseman hefur verið fenginn til þess að endurræsa The Mummy franchise-ið með því að setjast í leikstjórastólinn og koma út mynd fyrir árið 2015. Myndin mun bera nafnið The Mummy og ver...

06.10.2011

30 rip-off plaköt

Kvikmyndabransinn er oft kenndur fyrir að endurvinna hugmyndir, handrit og jafnvel heilu bíómyndirnar. Plakötin eru engin undantekning. Hér eru 30 plaköt sem eru, vægast sagt, svipuð. Betrayed vs Basic Instinct Madhouse vs Cheaper By The Dozen...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn