Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

A History of Violence 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. október 2005

Tom Stall had the perfect life... until he became a hero.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 82
/100

Myndin segir sögu af rólyndismanninum Tom Stall sem verður hetja í bænum eftir að hafa beitt ofbeldi. Hann lifir hamingjusömu og rólegu lífi með eiginkonu sinni, lögfræðingnum, og tveimur börnum þeirra í smábænum Millbrook í Indiana. En kvöld eitt þá hrynur þessi fullkomna tilvera þeirra þegar Tom kemur í veg fyrir ránstilraun á veitingastað sem hann... Lesa meira

Myndin segir sögu af rólyndismanninum Tom Stall sem verður hetja í bænum eftir að hafa beitt ofbeldi. Hann lifir hamingjusömu og rólegu lífi með eiginkonu sinni, lögfræðingnum, og tveimur börnum þeirra í smábænum Millbrook í Indiana. En kvöld eitt þá hrynur þessi fullkomna tilvera þeirra þegar Tom kemur í veg fyrir ránstilraun á veitingastað sem hann rekur í bænum. Hann skynjar hættu, og tekur af skarið og bjargar viðskiptavinum sínum og drepur tvo eftirlýsta glæpamenn í sjálfsvörn. Honum er hampað sem hetju, en líf hans breytist samstundis. Fjölmiðlar sýna honum mikinn áhuga, og honum er þannig ýtt út í kastljós fjölmiðlanna. Honum líður ekki vel með þessa nýfengnu frægð, og reynir að byrja aftur að lifa sínu rólega og venjulega lífi, en þá kemur til sögunnar dularfullur og ógnandi maður sem kemur í bæinn sem telur að Tom hafi gert honum rangt til mörgum árum áður. Tom og fjölskyldan þurfa nú að takast á við þennan misskilning mannsins, sem og breyttan veruleika þeirra sjálfra. Þau neyðast til að horfast í augu við sambönd sín og ágreiningsefni sem koma upp á yfirborðið.... minna

Aðalleikarar

Viggo Mortensen

Tom Stall / Joey Cusack

Maria Bello

Edie Stall

Ed Harris

Carl Fogarty

William Hurt

Richie Cusack

Ashton Holmes

Jack Stall

Peter MacNeill

Sheriff Sam Carney

Greg Bryk

Billy

Sumela Kay

Judy Danvers

Heidi Hayes

Sarah Stall

Aidan Devine

Charlie Roarke

Bill MacDonald

Frank Mulligan

Michelle McCree

Jenny Wyeth

Leikstjórn

Handrit


Eftir að hafa lesið umfjöllunina um History of Violence hér á kvikmyndir.is þá varð ég hreinlega að skrifa hér nokkur orð.


Ég held að ég hafi sjaldan séð jafn slaka mynd og þessa. Byrjunin á henni er alveg út úr kortinu þar sem lélegur leikur, verri leikstjórn og þunnur söguþráður fléttast saman í algjöra dellu. Þar sem ég hafði séð marga góða dóma um þessa mynd þá gaf ég ekki upp vonina heldur beið spenntur eftir að myndin byrjaði. Hún byrjaði aldrei! Aftur og aftur komu atriði sem áttu að sýna sálfræðilega togstreitu aðalpersónunnar og hvernig hann barðist við fortíð sína. Þetta var hins vegar svo ótrúverðugt að Tommi og Jenni eru eins og heimildamynd við hliðina á þessu.


Ef þú ert ennþá að velta því fyrir þér að sjá þessa mynd eftir umjöllun mína, þá er það vegna þess að þú hefur gaman að lélegum myndum yfirleitt og þá er ekkert því til fyrirstöðu að skella sér á hana.


Stjörnuna einu gef ég myndinni fyrir skemmtanagildi sem lélegar myndir hafa, svona eftirá. Maður getur sem sagt hlegið að myndinni eftir á og það er nú hollt að geta hlegið.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein af þessum myndum sem hélt mér frá 1. mínútu til loka. Ef þú hefur gaman af spennu- glæpa- sálfræðitryllum, þá er algjör skylda að sjá þessa mynd. Rólegu kaflarnir gera mann ekki rólegan því undirtónninn er einn sá kyngimagnaðasti sem ég hef kynnst í mörg ár. Hún fór vel fram úr væntingum.



Rétt er að taka það fram að ég var vel stemmdur fyrir þessa mynd og bara að vita að David Cronenberg væri leikstjóri gefur myndinni ákveðið forskot. Það eru nokkrar vel blóðugar senur í henni sem eru vitnisburður um handbragð Cronenbergs: Einfaldlega sláandi og allt öðruvísi en maður á að venjast, það er gengið lengra (og dýpra).



En þessi mynd er miklu meira en nokkrar blóðugar senur, þær eru meira krydd heldur en innihald myndarinnar, því það er mikið spilað á spennu og óvissu, einnig innbyrðis átök innan fjölskyldu á krossgötum í kjölfar óvæntra atvika. Einn af aðal kostum þessarar myndar er að það er gjörsamlega ómögulegt er að vita hvað gerist næst, einhver sena er kanski í startholunum og maður hugsar já einmitt, ég veit alveg hvað gerist næst... en svo gerist eitthvað allt annað. Þetta er því miður allt of sjaldgæft þessa dagana.



Ég mæli með þessari mynd, hámarkseinkunn fyrir hámarks skemmtanagildi, hún er spennandi, beitt, gáfuleg og ekki laus við góðan húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Flott mynd! En sérstök og á köflum mjög skrýtin og hefur varla vikið úr huga mínum frá því ég sá hana fyrir einhverjum vikum. Ég vissi að mér fannst hún góð en treysti mér ekki til að skrifa um hana strax. Svoleiðis myndum gef ég alltaf plús, því það þýðir að boðskapur eða áherslur þeirra ná í undirmeðvitundina og til þess þarf hæfileika handritshöfunda og leikstjóra. Enda finnst mér handritið mjög gott. En það get ég tekið undir með öðrum að sum atriði eru of löng og sum atriði eru kannski óþörf. En á heildina litið skapar handritið athyglisverða sögu um mann sem hefur flúið dimma fortíð sína í bókstaflegum skilningi. Söguþráðurinn byggir upp spennu þar sem það á við -og ruglar mann í ríminu inn á milli. Ég þori að fullyrða að það var mun meiri spenna og hasar í myndinni en ég bjóst við, ég bjóst við meiri hádramatík en hún blandaðist svo skemmtilega inn í hasarinn að gat ekki annað en verið hrifin. Eitt hefur þó truflað mig og það er sú staðreynd að Mariu Bello var fengið hlutverk the all american sweetheart happy housewife. Jú hún hefur útlitið, en hæfileikana hef ég aldrei fundið hjá henni og hún var ekki að afsanna þá skoðun fyrir mér hér. Sorglegt, því ég held að hún hafi verið það eina sem ekki gekk upp í myndinni. Því allir aðrir leikarar stóðu sig hreint frábærlega, sérstaklega Viggo Mortensen, Ed Harris og William Hurt, sem eru mér allavega eftirminnilegastir. Karakterarnir þeirra voru mjög sterkir og kaldhæðnin ekki langt undan. Mjög flottir og hraðir bardagar eru í myndinni. Kynlífssenurnar eru ágætis krydd og ein þeirra var þó mikilvægust -þessi í stiganum, þar sem eiginkona Toms ákveður endanlega í hvoru liðinu hún er. Það var svo mjög sniðug hugmynd að blanda skólavandræðum sonarins í söguna, hvernig hann breyttist úr ofursaklausum pilt í sjálfstæðan ungan mann (sem hafði greinilega erft ákveðna eiginleika frá föður sínum). Svo var það sem ég og bíóvinurinn ræddum um, það var stílbreytingin á myndinni. Takið eftir því að í upphafi er þetta svona einfalt all-american lið sem tekur veruleikanum mátulega létt og svo þegar blákaldur veruleikinn bankar upp á breytist allt andrúmsloftið -sumir standa saman en aðrir gera uppreisn. Þessi kaflaskil hækka einkunn myndarinnar frá mér í þrjár og hálfa stjörnu þó að það sé í raun þar sem Maria Bello tapar alveg þræðinum. Tónlistin, myndatakan, hasarinn, og allt annað er að virka mjög vel. Ég mæli með því að allir kíki á þessa mynd, annaðhvort fílarðu hana í botn eins og ég, eða skilur ekkert í þessu lofi mínu hér... Takk fyrir mig!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór í bíó á þessa mynd fyrir tilviljun, það var þannig að ég ætlaði á aðra en það var uppselt svo að félagi minn stakk upp á þessari og ég tók til. varð alls ekki fyrir vonbrigðum enda vissi ég ekkert við hverju ég átti að búast. eðal mynd hér á ferð að mínu mati. og skemmtilega krydduð með grófum kynlífs senum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.05.2020

20 magnaðar kynlífssenur í kvikmyndum

„Kynlíf er leiðinlegt ef þú ert ekki þátttakandi í því“ Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott eitt sinn, aðspurður um hvers vegna ástarleikir hafi svona oft verið fjarverandi í hans kvikmyndum. Sjálfur hefur...

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

06.06.2014

Út úr skápnum-bók frá Bello

Prime Suspect leikkonan Maria Bello vinnur nú að sjálfsævisögu sem á að fjalla um það þegar hún kom út úr skápnum sem lesbía. Bókin á að heita Miracles and Madness, en það var útgáfufyrirtækið Dey Street, sem...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn