Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Soylent Green 1973

Fannst ekki á veitum á Íslandi

People need it...in the year 2022.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Árið er 2022 og Jörðin er orðin yfirfull af fólki og algjörlega menguð. Auðlindir hafa verið þurrausnar og Soylent Industries fyrirtækið sér um að útvega fólki næringu, sem það býr til úr svifi úr sjónum. Þegar stjórnarmaður í Soylent, William R. Simonson, er myrtur af innbrotsþjófi, að því er virðist, í Chelsea Towers West, þar sem hann býr,... Lesa meira

Árið er 2022 og Jörðin er orðin yfirfull af fólki og algjörlega menguð. Auðlindir hafa verið þurrausnar og Soylent Industries fyrirtækið sér um að útvega fólki næringu, sem það býr til úr svifi úr sjónum. Þegar stjórnarmaður í Soylent, William R. Simonson, er myrtur af innbrotsþjófi, að því er virðist, í Chelsea Towers West, þar sem hann býr, þá er Thorn rannsóknarlögreglumaður fenginn í málið ásamt félaga sínum Solomon "Sol" Roth. Thorn kemur í flotta íbúðina og hittir lífvörð Simonson Tab Fielding og "húsgagnið" ( kona sem er leigð með íbúðinni ) Shirl, og rannsóknarlögreglumennirnir líta svo á að Simonson hafi verið tekinn af lífi, en ekki myrtur. Ennfremur þá finna þeir að valdamiklir menn vilja láta rannsóknina niður falla. En Thorn heldur áfram og kemst að undarlegum leyndarmálum um innihaldið í vörunni sem Soylent Green framleiðir.... minna

Aðalleikarar


Soylent green gerist árið 2022 þegar allt er komið til andskotans, hitabylgja allan ársins hring og erfiðlega gengur að rækta mat, hvað þá annað. Í New York borg er íbúafjöldinn kominn yfir 40 milljónir og helmingurinn er atvinnulaus. Rannsóknarlögreglumanninum Thorn(Charlton Heston) er falið að rannsaka morð á háttsettum ríkum manni og inn í málið blandast verksmiðja sem framleiðir gervimat þ.e.a.s. Soylent green, red og yellow. Thorn býr með rosknum vini sínum Sol(Edward G.Robinson)sem minnist gamalla tíma er lífið var betra. Alveg frábær mynd sem hefur elst alveg gríðarlega vel og skemmtanagildið skín í gegn. Charlton Heston er virkilega svalur í hlutverki sínu og gerir Thorn að mjög sterkum karakter sem maður á auðvelt með að halda með. Edward G.Robinson er líka mjög fínn þó að hlutverk hans sé hálfpartinn klisjukennt þó að um svona gamla mynd sé að ræða. Tækninýjungarnar í þessari mynd eru að vísu engan veginn í samræmi við daginn í dag en slíkt böggar mig persónulega aldrei í sambandi við snilldar framtíðarmyndir. Soylent green er bara svo andskoti góð og þó að hún nái ekki alveg sömu hæðum og Split second og Snake Plissken myndirnar þá er hér á ferðinni klassík sem fær frá mér þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn