Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Broken Flowers 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. ágúst 2005

Sometimes life brings some strange surprises.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 79
/100

Eftir að hinn mjög svo hlédrægi Don Johnston fær reisupassann frá kærustunni, Sherry, þá fær hann nafnlaust bréf frá fyrrum ástkonu sinni, sem segist vera að leita hans, þar sem hún eigi núna 19 ára gamlan son sem gæti verið að leita föður síns. Don er hvattur ti lþess af nánasta vini sínum og nágranna að kanna þessa ráðgátu. Don vill helst ekki... Lesa meira

Eftir að hinn mjög svo hlédrægi Don Johnston fær reisupassann frá kærustunni, Sherry, þá fær hann nafnlaust bréf frá fyrrum ástkonu sinni, sem segist vera að leita hans, þar sem hún eigi núna 19 ára gamlan son sem gæti verið að leita föður síns. Don er hvattur ti lþess af nánasta vini sínum og nágranna að kanna þessa ráðgátu. Don vill helst ekki ferðast, en fer þó af stað í ferð þvert yfir landið í leit að vísbendingum um fjórar fyrrum ástkonur. Ótilkynntar heimsóknir hans til þeirra, vekja upp ýmsar spurningar, og Don þarf að horfast í augu við fortíðina og nútíðina.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Bill Murray leikur hér Don Johnston miðaldra ógiftan mann sem einn góðan veðurdag fær bréf um að hann eigi nítján ára son. Bréfið er ekki undirritað og okkar maður kemur af fjöllum og leggur af stað í ferð til að hafa uppi á móðurinni sem reynist ekki vera eins einfalt og það hljómar því dömurnar sem koma til greina eru hver af annarri skrýtnari og ólíkari til að vera barnsmóðir hans. Bill Murray stendur yfirleitt fyrir sínu þó að hann hafi verið að leika í soldið furðulegum myndum upp á síðkastið(ég var til dæmis ekki alveg nógu sáttur við Lost in translation) og í þessari mynd er hann vægast sagt mjög þungur og það alveg í samræmi við myndina sjálfa. Langar þagnir eru hér notaðar oftar en ekki og þær eru mjög kraftmiklar og skapa réttu stemmninguna. Ég hef þó eitthvað út á myndina að setja. Tónlistin er alls ekki nógu góð og húmorinn hittir ekki alltaf í mark(en stundum þó) og í rauninni er fátt að gerast í myndinni. Með betra handriti og endi sem ekki er svona alveg út í hött er ég fullviss um að þetta hefði getað orðið þriggja stjörnu mynd en svo er ekki og verð ég að vera dómgjarn og gefa tvær stjörnur í einkunn. Aðdáendur hins annars skemmtilega leikara Bill Murray verða allavega sáttir við frammistöðu hans í Broken flowers en þó ekki endilega myndina sjálfa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn