Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Skeleton Key 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. ágúst 2005

Fearing Is Believing

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Caroline er 25 ára gömul og vinnur við umönnun eldra fólks, en starfið vinnur hún til að bæta fyrir eigin mistök, þegar hún hundsaði deyjandi föður sinn á sínum tíma, þegar hún starfaði sem umboðsmaður rokkhljómsveita. Nú fær hún starf í Louisiana og annast þar Ben, mann sem fékk heilablóðfall, og er rúmfastur og getur ekki talað. En Caroline fyllist... Lesa meira

Caroline er 25 ára gömul og vinnur við umönnun eldra fólks, en starfið vinnur hún til að bæta fyrir eigin mistök, þegar hún hundsaði deyjandi föður sinn á sínum tíma, þegar hún starfaði sem umboðsmaður rokkhljómsveita. Nú fær hún starf í Louisiana og annast þar Ben, mann sem fékk heilablóðfall, og er rúmfastur og getur ekki talað. En Caroline fyllist grunsemdum í garð hússins og kaldlyndrar eiginkonu Ben, Violet, sem gerir þetta allt meira skuggalegt. Eftir að hún kemst yfir þjófalykil, þá kemst hún inn í leyniherbergi og sér þar hár, blóð, bein, galdradót, og annað töfralæknadót. Violet segist aldrei hafa komið í herbergið, en hlutirnir hafi tilheyrt fyrri eigendum, sem stunduðu svartagaldur, og voru drepnir. Þegar Caroline kemst að því að Ben hafi fengið áfallið eftir að hann fór inn í herbergið, þá er hún ákveðin í að leysa ráðgátuna, og bjarga Ben frá hryllingnum sem heldur honum föngnum innanfrá.... minna

Aðalleikarar

Peter Appel

Caroline Ellis

Kate Hudson

Caroline Ellis

Gena Rowlands

Violet Devereaux

Peter Sarsgaard

Luke Marshall

John Hurt

Ben Devereaux

Kim Greist

Bayou Woman

Maxine Barnett

Mama Cynthia

Deneen Tyler

Desk Nurse

Trula M. Marcus

Nurse Trula

Thomas Uskali

Robertson Thorpe

Cec Linder

Martin Thorpe

Isaach De Bankolé

Creole Gas Station Owner

Joe Chrest

Paramedic

Leikstjórn

Handrit


Því miður, ég er ekki að sjá hvað fólk er að sjá gott við þessa mynd. Vissi ekkert hvað ég var að fara á, en ákvað að gefa henni tækifæri. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd. Hafði séð trailerinn fyrir þessa mynd og hann lofaði miklu. En því miður fellur hún gjörsamlega niður í einkunn hjá mér. Sumt fólk var bara farið að hlæja að því hversu leiðinleg hún var, þ.e.a.s þegar ég var á henni í bíó í kvöld. Förum samt yfir gallana, sem að eru allsstaðar í þessari mynd. Flestir leikararnir í myndinni eru mjög ósannfærandi, þó að John Hurt og Gena Rowlands séu alveg ágæt sem Caroline og Ben. En Kate Hudson er alveg hræðileg í þessari mynd. Sagan í myndinni fannst mér ekki nógu góð og er myndin mjög ruglingsleg allan tímann. Það vantar auk þess mun meira af spennu í þessa mynd. Þessi mynd er svona mystería í orðsins fyllstu merkingu. En það hafa komið mun betri mysteríu myndir en þessi þvæla. Lýk minni ræðu með orðum sem að Jay Sherman segir oftast um kvikmyndir, eins og þessa: IT STINKS!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hélt að Skeleton Key væri annað hrollmyndaflopp á borð við Grudge og Dark Water en það er alltaf gaman þegar mynd kemur manni á óvart, Skeleton Key gerir það á mörgum stigum. Í fyrsta lagi, þá hélt ég að myndin væri hrollvekjumynd, það kom mér á óvart að nánast ekkert í myndinni hrollvakti mig, en er það hrós? Það sem myndin gerir þó er að byggja upp mysteríu sem kemur manni nokkuð vel á óvart undir lok myndarinnar. Ef Skeleton Key væri hryllingsmynd þá væri hún frekar slöpp, mögulega var hún meint sem hryllingsmynd en það eru aðrir hlutar myndarinnar sem bæta upp fyrir það. Söguþráður myndarinnar er nokkuð ljós, ef þú hefur séð treilerinn. Ung ljóska vinnur sem hjúkrunakona og fær sér starf við að hjálpa gamalli konu með mann hennar sem er veikur, það kemur svo í ljós að eitthvað furðulegt sé á seyði í heimili þeirra. Öll uppbygging myndarinnar borgar sig við lokin, plot-twist sem gæti talist þó nokkuð merkilegt, annars þá er Skeleton Key frekar tóm mynd, hún hefur sína spretti, góðar hugmyndir og þó nokkurn metnað en því miður er ekkert sem greip mann í myndinni, ekkert sem kom mér í uppnám eða lét mig stara á skjáinn bíðandi eftir næsta atriði. Iain Softley hefur ekki gert mynd síðan K-Pax sem var þvílíkt góð en ég tel að hann ætti að halda sig við myndir eins og K-Pax þar sem það var hans besta mynd. Skeleton Key er þó nokkuð skárri en myndir eins og Dark Water og Grudge, sérstaklega þar sem Skeleton Key er ekki endurgerð af asískri mynd. Að lokum tel ég að tvær og hálfar stjörnur sé sanngjarnt fyrir Skeleton Key.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skeleton key segir frá Caroline(Kate Hudson) sem vinnur á elliheimili þegar myndin hefst en gefst upp á því og tekur að sér starf sem einkahjúkrunarkona fyrir lamaðan mann(John Hurt). Violet(Gena Rowlands)eiginkona lamaða mannsins sem heitir vel á minnst Ben er hins vegar við hestaheilsu og er indæliskona við fyrstu sýn en.........nú má ég ekki segja meira til þess að vera ekki spoiler en það verður að segjast að þetta er nokkuð skemmtileg mynd. Það er soldið erfitt að átta sig á því hvort að hún er spennutryllir eða hrollvekja eða kannski bara bæði. Spennan er gífurleg og ýmist koma töluvert hrollvekjandi atriði eða svona ' bregðuatriði ' svokölluð. Svo er endaplottið alveg rosalegt og óvænt. Þið spyrjið þá kannski af hverju ég gef myndinni ' ekki nema ' tvær og hálfa stjörnu fyrst að ég tala svona vel um hana? Það er ef til vil aðallega út af því að þegar maður er ekki spenntur eða hræddur þá koma eitthvað svo klisjukennd og formúlukennd atriði sem draga myndina soldið niður. T.a.m. eru samræðurnar milli Hudson og hinna leikaranna ekki alltaf mjög vel skrifaðar. Auk þess er þetta ekki mynd sem allavega ég gæti horft á endalaust þannig að tvær og hálf stjarna er algjört hámark. En Skeleton key er fín til að sjá í bíó og er ekki eins slæm og maður mætti ætla. Svo ítreka ég það að endaplottið er alveg súper.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var búinn að bíða nokkuð spenntur eftir Skeleton key.

Enda er mjög sjaldgæft að það sé búin til stór Hollywood sálfræði tryllir sem fjallar um vúdú.

Það voru fleiri ástæður en þær að Skeleton key vakti áhuga minn t.d.Ehren Kruger handritshöfundur Ring myndanna skrifar þessa líka og svo að hin gamalreyndu Gena Rowland og John Hurt leika í henni.

Myndin er nokkuð frumleg og gaman að sjá Trylli gerast í

New Orleans og tónlistin er rosaskemmtileg og umhverfið mjög mjög skemmtilegt.

Helsti gallinn er að myndin hefði mátt vera meira spennandi.

Gena Rowlands og John Hurt er mjög góð hlutverkum sínum en því miður eru flestir hinir leikararnir mikið síðri.

Kate Hudson leikur Caroline Ellis ungan hjúkrunarnema sem er búsett í New Orleans með bestu vinkonu sinni(Joy Bryant) en er búin að fá nóg af sjúkra húsinu þar sem hún vinnur og ákveður að vinna við heimahjúkrun hjá gömlum manni sem heitir

Ben(John Hurt) og er sagður hafa fengið slag þegar hann var uppá háalofti og nú er hann alveg lamaður og getur ekki talað.

Konan hans Violet virðist grunsamlegog bannar að speglar séu í húsinu og þegar Caroline fer uppá háaloft finnur hún lykil úr beina sem á að ganga að herbergi uppá háalofti.

þegar hún kemur inn finnur hún sönnun að það hafi verðið stundaðir vúdú galdrar uppá háalofti og fyrr en seinna fer hún að trúa þessu og reynir að bjarga Ben og reynir að komast af því hvað gerðist í húsinu fyrir mörgum árum..............

Mér fannst myndin mega vera lengri en ég mæli með þessari og hún hefur skemmtilegan endi.

En ég er búinn að svolítið nóg af drauga húsum og/eða myndum um hús semh hafa haft drungalega fortíð.

Kíkið samt á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn