Náðu í appið
56
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Saw II 2005

(Saw 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. desember 2005

Oh, yes. There will be blood.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Eric Matthews kemur á vettvang glæps með fórnarlambi Jigsaw, þá finnur hann vísbendingu um staðinn þar sem hann er geymdur. Þegar hann kemur þangað, þá áttar hann sig á því að Jigsaw heldur syni hans, Daniel Matthews, þremur konum og fjórum karlmönnum, föngnum í skýli, og inn í það streymir banvænt taugagas. Ef þau... Lesa meira

Þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Eric Matthews kemur á vettvang glæps með fórnarlambi Jigsaw, þá finnur hann vísbendingu um staðinn þar sem hann er geymdur. Þegar hann kemur þangað, þá áttar hann sig á því að Jigsaw heldur syni hans, Daniel Matthews, þremur konum og fjórum karlmönnum, föngnum í skýli, og inn í það streymir banvænt taugagas. Ef þau fá ekki mótefni innan tveggja tíma, þá deyja þau. Eric fylgist með vaxandi örvæntingu á hvern deyja á eftir öðrum á sjónvarpsskjám, á meðan hann reynir að sannfæra Jigsaw um að sleppa syni sínum. ... minna

Aðalleikarar


Þegar ég leit yfir gagnrýnirnar um þessa mynd varð mér stórlega brugðið. Myndin er að fá 1-3 stjörnur, sem er svo sannarlega ekki réttlát stjörnugjöf.

Allir höfðu sagt mér hvað saw 1 væri ógeðslega góð og ég bara yrði að sjá hana, svo sá ég hana og fannst hún bara allt í lagi, frekar góð en ekkert bara vá fucking ótrúleg. En aftur á móti þegar ég sá saw 2 upfyllti hún allar væntingar sem ég hafði haft fyrir 1 myndinni. Myndin grípur mann algjörlega ´frá blábyrjun og ég sat spennt allan tíman, gat ekki hugssað mér að standa upp undir neinum kringumstæðum. Hún er spennandi, vel gerð og með mjög góðu plotti. Ég sat í sjokki eftir myndina, mjög gott plott í endann sem lætur mann sitja eftir í losti.

Pottþétt ein af mínum uppáhalds myndum, en ekki enn ein lélega hryllingsmyndin sem er gerð eftir sama handriti og 1000 aðrar myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sleppur
Ég skal alveg kalla sjálfan mig aðdáanda fyrri Saw-myndarinnar. Hún undirstrikaði að ennþá í dag væri hægt að bjóða upp á ákveðin óþægindi í bíó. Söguþráðurinn var skemmtilega ruglingslegur og stíllinn virkaði á mig þrátt fyrir að vera ofvirkari en 5 ára krakki í sykurvímu. Ég vissi ekki hvað í ósköpunum ég átti að halda þegar ég frétti af Saw II, og ef það er einhver bíógeiri sem á til með að vera nauðgaður hægri og vinstri hvað framhaldsmyndir varða, þá er það hryllingsmyndageirinn (ekki að Saw-myndirnar teljist vera eitthvað sterkir kandídatar þar, en það er sjálfsagt hægt að flokka þeim þangað).

Mér til mikillar undrunar var þessi mynd ekki alveg eins tilgangslaus og ég gerði ráð fyrir (og eftir þrusugóða byrjunarsenu fór ég skyndilega að hafa einhverja trú á myndinni), þótt það segi ekki beint að hún hafi verið nauðsyn. Saw II býr til glænýjan söguþráð og hefur lítið með þann gamla að gera, þótt það leynist örfáir snúningar sem þræða saman báðar myndirnar, og fyrir það eitt og sér gef ég myndinni góðan plús. Spennan er að vísu ekki eins mikil, og ég get varla sagt að persónurnar hafi vakið einhvern áhuga hjá mér. Subbuskapurinn er hins vegar til staðar, og klárlega búið að ''uppfæra'' hann svolítið frá því síðast, sem er auðvitað mjög gaman. Þeir sem eru viðkvæmir gætu átt til með að kippast oft í sætinu, sérstaklega þeir með fælni gagnvart sprautunálum...

Leikurinn er reyndar passlegur. Fólk kvartaði svo oft yfir hve lélegur Cary Elwes var í fyrri myndinni (eitthvað sem ég er nokkuð ósammála. Hann var kannski ekki góður, en samt ekki ÞAÐ slæmur...!). Frammistöður B-leikaranna í þessari mynd eru ekki alslæmar. Stíllinn er meira eða minna sá sami. Darren Lynn Bousman gerir fátt sem að James Wan hafði ekki gert í fyrri myndinni, fyrir utan kannski það að gera útlitið og litardýrðina aðeins meira hráa, en klippingarnar (og sýrutrippið sem þar fylgir...) eru eins og tökustíllinn óbreyttur.

Ég kem annars vegar aftur að sömu spurningu og vafðist fyrir mér eftir að ég sá nr. 1: Er þetta góð mynd? Að sjálfsögðu ekki, en það skiptir hvort eð er litlu máli ef atburðarásin er nógu þétt, nógu sjúk og nógu hröð til að halda manni við efnið ásamt auðvitað einni eða tveimur lokafléttum. Söguþráðurinn býður einnig upp á aðra mynd, sem getur þýtt bæði gott og vont. En ef aðstandendur gera eitthvað í líkingu við fyrstu myndina þá verð ég bara nokkuð sáttur með þessa seríu.

6/10 - Fín kvöldafþreying ef þú hefur áhuga, ekki þó eitthvað sem hægt er að horfa á oft.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir velgengni hinnar mögnuðu myndar Saw, fór maður að hafa smá efasemdir um hvernig framhaldið á henni myndi verða. En eftir að hafa séð myndina, hurfu allar efasemdir mínar um gæði myndarinnar í burtu. Í sannleika sagt, þessi er mjög nálægt því að toppa fyrstu myndina. The Jigsaw-killer er enn á stjá og kominn með ný fórnarlömb í farteskið. Eric er lögreglumaður sem að gengur ekki alveg nógu vel í lífinu. Er að standa í skilnað, sonur hans hefur lítið álit á honum og honum gengur illa í lögreglustarfinu. Þegar eitt af fórnarlömbum Jigsaw drepst, er Eric kallaður á morðstað. Eftir að lögreglan nær Jigsaw, fer Eric að yfirheyra hann. En þegar hann kemst að því að sonur hans er eitt af fórnarlömbunum sem er í haldi Jigsaws, byrjar atburðarás sem að nær heltaki á manni út alla myndina. Þessi mynd er virkilega spennandi mynd frá byrjun til enda. Svo er hún einnig virkilega drungaleg. Svo er einnig handrit Leigh Whannel og Darren Lynns mjög vel skrifað og vel útpælt. Sagan í þessari mynd er alveg rosalega vel sögð. Hvernig handritshöfundurinn nær að tengja þessa sögu við sögu fyrstu myndarinnar er algjör snilld. Svo er það plottið. Ótrúlegt en satt, þá ná þeir að toppa plottið sem þeir komu með í fyrstu myndinni, sem að ég átti aldrei von á. Ef þið eruð mikið fyrir hrollvekjur og myndir sem koma á óvart, mæli ég eindregið með að þið sjáið Saw 2. Fær 3 og hálfa stjörnu í mína bók. Toppmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já saw er bara nokkuð goð ef þú ert buin að sja fyrstu þá verðuru eiginlega að sja nr2 það er soldið must sko, hun er ekji eins spennandi og 1 en samt mjög goð og hun kom mer mikið a ovart hvernig hun endar og hver kallinn var. ég mæli bara með henni atla ekki að lysa henni allri aðþvi þú verður eiginlega að sja hana en samt er best að sja nr 1 fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Saw 2 er alveg þrusugóð og ekkert síðri heldur en forverinn. Í fyrstu virðist hún vera einhæf og þreytt en svo rætist úr henni og við tekur atburðarrás sem er margbrotin og innihaldsmikil en þó eru hlutirnir ekkert neitt óþarflega mikið flæktir og svo lengi sem maður fylgist mjög vel með nýtur maður áhorfsins vel ef ekki ennþá betur en það. Plottið kemur gífurlega á óvart og verður það til þess að toppa myndina alveg hreint auk þess sem hve gríðarlega gróf, blóðug og óhugnaleg hún er. Þó má finna einn og einn galla(eðlilega, annars gæfi ég myndinni hærri einkunn) t.a.m. koma kaflar sem eru hálf formúlu og klisjukenndir og hreinlega eru ekki alveg að meika það en þeir kaflar eru fáir sem betur fer. Auk þess er myndin ekkert alltof frumleg kannski en málið er að ég(allavega) ignoraði það og þess vegna fær myndin þrjár stjörnur frá mér. Söguþráðurinn er ferskur og inniheldur fleira gott heldur en slæmt. Saw 2 er ekki fullkomin en mér fannst hún alveg jafn góð og fyrri myndin. Ef þið viljið sjá djúsí blóðútshellingar þá.....I rest my case.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.05.2020

Bíóplaköt sem þóttu ekki kvikmyndahúsum bjóðandi

Það er vanmetin listgrein að hanna grípandi kvikmyndaplakat. Flottustu veggspjöldin geta vakið upp mikla forvitni fyrir verkinu en um leið endurspeglað fullkomlega innihald þess. En veggspjöld eru vissulega notuð fyrst og fre...

06.11.2016

10 hræðilegustu hrollvekjur allra tíma

Þó að Hrekkjavakan sé búin í bili þá má skemmta sér yfir góðum hrollvekjum allt árið um kring. Vefsíðan Reel Scary hefur nú búið til nýja og áhugaverða aðferð við að komast að því hverjar eru hryllileg...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn