Náðu í appið
Öllum leyfð

The Adventures of Sharkboy and Lavagirl 3-D 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. ágúst 2005

Smaller heroes. Just as super.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Max er venjulegur strákur, en dreyminn, sem gerir hann að ákjósanlegu skotmarki fyrir stríðni. Dag einn þá kallar hann fyrir slysni saman ímyndaðar persónur í huga sér sem kallast Sharkboy og Lavagirl. Þau eru hetjurnar hans sem munu verja hann hvað sem á gengur, en þegar þau koma í alvörunni, þá gerist nokkuð óvænt, og hetjurnar tvær þurfa að bjarga... Lesa meira

Max er venjulegur strákur, en dreyminn, sem gerir hann að ákjósanlegu skotmarki fyrir stríðni. Dag einn þá kallar hann fyrir slysni saman ímyndaðar persónur í huga sér sem kallast Sharkboy og Lavagirl. Þau eru hetjurnar hans sem munu verja hann hvað sem á gengur, en þegar þau koma í alvörunni, þá gerist nokkuð óvænt, og hetjurnar tvær þurfa að bjarga heiminum frá mikilli hættu.... minna

Aðalleikarar

Enginn viðbjóður svosem
Ég veit að Sharkboy and Lavagirl er alls ekki góð kvikmynd, en sem gallharður aðdáandi Robert Rodriguez finnst mér eins og það sé mitt hlutverk að verja hana örlítið. Þessi bráðskemmtilegi og ávallt sniðugi leikstjóri sýnir okkur bara það að hægt er að hafa gaman að kvikmyndagerð. Maðurinn er bara að leika sér og ekkert annað, og þessi sköpunargleði breiðist oftar en ekki svo sannarlega út og afraksturinn verður oftast stórskemmtilegur.

Ég fíla Mariachi-seríu hans mjög mikið, þótt ég hafi átt eitt eða tvö vandamál varðandi þriðju myndina. From Dusk Till Dawn og The Faculty voru jafnframt traustar afþreyingar svo ég tali nú ekki um hina ávallt frábæru Sin City (sem er reyndar líka stimpluð undir nafni Franks Miller í leikstjóratitlinum, þótt ég sé afar sannfærður um að Rodriguez hafi átt stærri þáttinn í leiknum). Spy Kids-myndirnar skal ég einnig viðurkenna að hafa skemmt mér vel yfir. Ekkert af þessu er fullkomið, en mér finnst hvort eð er eins og að sterkasta hlið leikstjórans sé sú að tryggja gott afþreyingargildi í stað þess að fókusa á hið skothelda gæðaefni.

Nú er hér um að ræða mynd sem nefnist The Adventures of Sharkboy and Lavagirl, og með svona titil ætla ég rétt að vona að fólk sem talaði illa um hana hafi vel vitað hvað það væri að fara á. Í mínum augum er þessi mynd ekki neitt annað en tilraun hjá Rodriguez, enda var ljóst að hann gerði myndina fyrir 7 ára gamlan son sinn, Racer (sem fær m.a.s. "story by" credit).

Myndin er eiginlega æfing í tæknibrellum. Söguþráðurinn mun væntanlega höfða vel til krakkana, og sérstaklega þar sem að hann skilar jákvæðum (en engu að síður þvinguðum) boðskap í lokin.

Leikararnir í þessari mynd eru síðan að mínu mati nokkuð góðir, þá tala ég helst um titilhlutverkin. Eitt við þessa mynd sem og Spy Kids-myndirnar sem gerir þær nokkuð sérstakar er það að barnastjörnurnar eru nánast aldrei eitthvað óþolandi. Hugmyndaflugið á bakvið Sharkboy er ansi sérstakt, og það er klárt að Rodriguez hafi að öllu leyti sett sig í spor sonar síns við gerð hennar. Myndin virkar nokkuð vel sem bara pjúra barnamynd og ekkert annað. Eins hallærisleg og hún er þá er hægt að skemmta sér lúmskt yfir henni á köflum.

Það eina sem pirrar mig ógurlega er þetta þrívíddargimmick. Mér líður hálf illa að þurfa að setja á mig þessi pappagleraugu sem fylgja. Þessi tækni er hvort eð er orðin svo fáránlega gömul að þetta er hætt að koma manni á óvart. Hin nýja kynslóð barna mun líklega elska þetta, en þetta hefur svo leiðinleg áhrif á alla myndina því þegar maður horfir á mynd gegnum blá/rauð gleraugu, þá hverfur öll litardýrðin og stíllinn er eiginlega skemmdur. Jæja þá, kannski ég sé búinn að segja of mikið.

Sharkboy and Lavagirl er ekki mynd sem ég mæli sérstaklega með en 10 ára gamall bróðir minn sagðist hafa fílað myndina í botn svo ég hugsa að leikstjórinn sé pottþétt að gera eitthvað rétt. Köllum þetta diss með smá vörn, en ég vona innilega að Rodriguez missi sig ekki í fleiru svona í framtíðinni.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn