Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Melinda and Melinda 2004

Justwatch

Frumsýnd: 22. apríl 2005

One love story. Two versions. Seriously funny.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Sy er úti að borða með öðru fólki á frönskum veitingastað, og spyr fólkið við borðið að eftirfarandi gátu: Er kjarni lífsins gamansamur eða sorglegur? Hann segir sögu þessu tengt: Ungt par frá Manhattan, Park Avenu prinsessan Laurel og leikarinn Lee, halda kvöldverðarboð til að heilla framleiðanda sem Lee vonast til að komast í mjúkinn hjá, þegar... Lesa meira

Sy er úti að borða með öðru fólki á frönskum veitingastað, og spyr fólkið við borðið að eftirfarandi gátu: Er kjarni lífsins gamansamur eða sorglegur? Hann segir sögu þessu tengt: Ungt par frá Manhattan, Park Avenu prinsessan Laurel og leikarinn Lee, halda kvöldverðarboð til að heilla framleiðanda sem Lee vonast til að komast í mjúkinn hjá, þegar gömul vinkona, Melinda, birtist við útidyrnar, úfin og leið. Í sorglegu útgáfunni af því sem gerist næst, þá varð konan leið á eiginmanni sínum lækninum, og fór frá honum fyrir ljósmyndara. Eiginmaðurinn tók börnin og hún varð þunglynd og í sjálfsmorðsham, og endar á geðdeild. Í gamansömu útgáfu framhaldsins þá er Melinda barnlaus og nágranni fólksins sem heldur matarboðið, sem eru þau kvikmyndagerðarkonan Susan og leikarinn Hector sem vantar vinnu. Sagan heldur svo áfram, og örlög beggja útgáfa af Melindu ráðast.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Geggjuð hugmynd, fínasta mynd
Melinda and Melinda gæti auðveldlega hlotið lýsinguna ''dæmigerð Woody Allen-mynd,'' en fyrir þá sem kunna að meta manninn ætti þetta varla að vera eitthvað neikvæð lýsing í sjálfu sér. Ég fíla Woody Allen, sérstaklega þegar hann var upp á sitt besta á áttunda áratugnum. Hann fór svolítið hrapandi eftir það og átti misjafnar gæðasveiflur en undanfarin ár hefur hann verið að bæta það upp. Mörgum þykir hann vera samt sem áður úreltur og sjá ekki lengur gæðin í myndum hans. Stíllinn er alltaf sá sami, en mér finnst myndirnar hans hafa batnað talsvert undanfarið. Hann hefur ekki gert "snilld" í háa herrans tíð, en skemmtilegar myndir eru í ágætu magni.

Curse of the Jade Scorpion og Anything Else fannst mér báðar vera góðar myndir (Hollywood Ending var m.a.s. nokkuð fín). Þær náðu hvergi hæðum mynda á borð við Sleeper, Bananas eða Annie Hall en þær gerðu ekkert verri hluti fyrir Allen þrátt fyrir það. Melinda and Melinda er á svipuðu gæðastigi.

Hún er ekki frábær, en hún er góð og meira en áhorfsins virði og með því sannar hún það að Allen er enn á góðu róli. Hugmyndin á bakvið myndina er eiginlega frábær; tvær mismunandi útgáfur af sömu sögunni (í grófum dráttum), önnur gamansöm en hin tragísk. Allen gerir ótrúlega góða hluti með gamansöguna, og hún ein og sér er þess virði að mæla með. Þar fær Will Ferrell að sýna allt aðra kómíska hlið að sér, en hann er alveg drepfyndinn í hlutverki sínu. Þetta er slík rulla sem maður var vanur að sjá Allen bregða fyrir í hér áður, enda er um að ræða sömu taugaveiklun, sama óöryggi og auðvitað fær þetta hlutverk alla bestu brandaranna. Allir aðrir leikarar standa sig vel. Rahda Mitchell stendur síðan upp úr sem Melinda, aðalpersóna beggja sagnanna.

Varðandi svokölluðu tragísku hlið myndarinnar fannst mér örlítið vanta upp á. Allen gerir mjög góða hluti með handritið yfirhöfuð en persónulega fannst mér lítið varið í dramatíska þáttinn. Leikurinn er solid, en ég var ekkert alltof heillaður af persónunum eða samböndum þeirra. Melinda and Melinda gengur langbest upp sem gamanmynd, og sem slík inniheldur hún allt þetta helsta sem gerir Woody svo eftirminnilegan, allt frá glæsilegu notkun New York-umhverfisins til sena þar sem samskipti kynjanna spilast út eins og grínfarsi.

Þessi mynd er yfir heildina fín afþreying og mun eflaust falla í kramið hjá aðdáendum Allens. Hún er að mínu mati ekki alveg eins eftirminnileg eða beitt og margar aðrar myndir hans, en góðu fréttirnar eru þær að hann fer ekki mikið hrapandi í þetta sinn.

7/10


Nýjasta mynd Woody Allen, Melinda and Melinda, er mjög góð mynd að mínu mati. Þó að þetta sé ekkert nýtt það sem að hann er að gera hérna, þá kemur hann samt með mikinn ferskleika í söguna og lætur hana ganga upp á mjög skemmtilegan hátt. Hún er mjög vel sögð og mjög frumleg, fannst mér. Leikaraliðið er einnig mjög gott í myndinni en samt er Will Ferrel lang bestur í myndinni. Þessi maður er algjör snillingur. Hann er svo fyndinn í þessari mynd. Maður var nánast í hláturskasti eftir hvert einasta atriði sem að hann var í. Ef að þið fíluðuð hinar myndirnar sem að Woody Allen hefur gert, þá eigið pottþétt eftir að fíla þessa. Að mínu mati, með þeim betri sem að hann hefur gert.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn