Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Ring Two 2005

(The Ring 2)

Justwatch

Frumsýnd: 18. mars 2005

Fear comes full circle.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Miðskólaneminn Jake reynir að fá kærustu sína Emily, til að horfa á bannfært myndband. En síðan kemst hann að því að Emily hélt fyrir augun og sá ekki myndbandið, og þá er Jake myrtur af Samara Morgan ( úr fyrstu Ring myndinni ). Rachel Keller kemst að því að Jake er látinn og finnur lík hans aftan í sjúkrabíl. Hún þarf nú að bjarga syni sínum,... Lesa meira

Miðskólaneminn Jake reynir að fá kærustu sína Emily, til að horfa á bannfært myndband. En síðan kemst hann að því að Emily hélt fyrir augun og sá ekki myndbandið, og þá er Jake myrtur af Samara Morgan ( úr fyrstu Ring myndinni ). Rachel Keller kemst að því að Jake er látinn og finnur lík hans aftan í sjúkrabíl. Hún þarf nú að bjarga syni sínum, Aidan, á ný, úr klóm hins illa draugabarns. ... minna

Aðalleikarar


Ring two er beint framhald hinnar frábæru Ring frá 2002/2003.

Hideo Nikata sem leikstýrði Japönsku Ring myndunum leikstýrir Ring two og gerir það með príði en þó er ekki hægt að bera saman frammistöðu hans og Core Verbinski. Naomi Watts leikur aftur Rachel og er fín en er því miður aðeins síðri en í fyrstu myndinni. David Dorfman er mjög fínn sem Aidan og Sissy Spacek(Carrie) er fín í óvæntu aukahlutverki.Simon Baker er komin í staðinn fyrir Martin Henderson í aðalkarlhlutverkin og er mikið síðri.Leikurinn eru því miður aðeins verri en í fyrstu myndinni og sömuleiðis handrit Ehren Kruger.Ring Two er ekki eins listræn,dularfull og góð eins og Ring en þó fílaði ég hana en bara ekki eins vel.Það hefði mátt sleppa að gera þessa.Tónlistin er góð og myndin er vel gerð(nú vitið þið hvað ég ætla að segja)en því miður stennst ekki neitt í samanburði við Ring en þó er hún góð og mér finnst hún vera frekar vanmetin.

ATH:Þeir sem ekki hafa séð fyrstu myndina ættu ekki að lesa þetta.

Myndin gerist hálfu ári eftir fyrstu myndina og Rachel(Watts) og Aidan(Dorfman) eru flutt í lítinn smábæ og Rachel fær vinnu hjá héraðsblaði og fyrsta kvöldið fréttir hún að unglingsstrákur hafi fundist afskræmdur fyrir framan sjónvarpið og húsið er allt í vatni. Rachel kemst af því að strákurinn horfði á myndbandið kunnuga og Samara er komin aftur.Rachel brennur myndbandið í hræðslu sinni og reiði Samöru kviknar og hún andsetur Aidan og hræðilegir hlutir gerast í kjölfarið
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The ring two er leikstýrð af manninum á bak við ringu og ringu 2, Hideo Nakata.

Myndin gerist 6 mánuðum eftir atburð fyrri myndar ring,

Og Rachel og sonur hennar flytja burt frá seatle í úthverfi sem ég er ekki alveg viss hvar er í bandaríkjunum, örugglega einhverstaðar rétt hjá seatle, samt ekki alveg viss.

En eins og flestir vita gerði Rachel copy af myndbandinu ógurlega, og það sem hún gerði sér ekki grein fyrir var að spólan gekk á milli krakka. Og nú er Samara orðin öflugari en nokkru sinni. Og reið, rosalega reið út í Rachel, og er nú búin að finna hana og son hennar.

Hræðileg mynd, því miður, því mér fannst sú fyrri bara mjög góð, þá bandaríska útgáfan. Ég veit að það er ávalt regla að finnast upprunnalega útgáfan betri heldur en copy cat bandarísk útgáfa. En í þessu tilfelli var (þ.e.a.s the ring, ekki ring 2) bandaríska útgáfan, bara mun betri. Var nú líka mjög góður leikstjóri þar á ferð. En nóg um hana, ég er nú ekki að fjalla um the ring, heldur the ring two.

Mér fannst eins og leikstjórinn sem leikstýrði þessari mynd, the ring two, mér finnst eins og hann hafi loksins fengið nóg af peningum til að gera mynd, og notið tækifærið og eitt fullt af peningum í tölvu gerðar tæknibrellur. Sem að mínu mati var mjög mikil mistök.

Söguþráður myndarinnar var alveg hræðilegur, meikaði engan sens, og þessi mynd eiðilagði eiginlega fyrir sú fyrri, því miður, því ég hafði miklar væntingar fyrir þessari mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ring two er eins og flestir vita endurgerð Ringu 2(1999)og framhald the ring(2003).

The ring varð rosalega vinsæl þegar hún kom út fyrir nærri þremur árum.

VARÚÐ:ÞEIR SEM EKKI HAFA SÉÐ FYRRI MYNDINA EKKI LESA ÞETTA:

Mér finnst ring two miklu betri en eins og oft í Ameríku þá eru hrollvekjuframhöld oftast eiginlega eins og fyrrimyndin nema bara miklu slakari það ekki við um þessa mynd þessa mynd er eins öðruvísi eins og framhöld geta orðið.

Að þessu sinni gerist myndin í litlu fjalla þorpi.

Unglingsstrákur(Ryan Merriman)er heima hjá sér með skólasystur sinni Emily(Emily Van Kamp) og biður hana að horfa á kunnugt myndband og svo kemur í ljós að strákskrattinn sá myndbnadið fyrir viku síðan og á von á að litla Samara berji að dyrum.

svo að reynir að láta stelpuna horfa á myndbandið og þá fær hann að lifa en hún þarf að bjarga sér sjálf en hún lokar augunum sem þýðir semsagt að hún hefur tæknilega ekki horft á myndbandið og strákurinn deyr.

En svo kemur í ljós að Rachel(Naomi Watts)og sonur hennar

Aidan(David Dorfman)eru ný flutt í sama bæ.

Rachel vinnur nú hjá litlu héraðsblaði og fréttar strax um

vídeo dauðann og mætir á vetvanginn og finnur myndbandið og brennur það en þá vaknar reyði Samöru og hún andsetur Aidan með skelfilegu framhaldi.

Myndin var mjög vel gerð,virkilega creepy og mjög góð enda Hideo Nikata sem leikstýrði upprunalegu myndunum,leikstýrir núna

Þett aer einn besti sálfræði Thriller/hrollvekja árins með Dark Water sem er endurgerð eftir samnefndri mynd eftir Hideo Nikata.

Mér finnst Ring two rosalega vel heppnuð og rosalega góð og mjög listræn.

þessi er betri en fyrsta myndin.

En mér finnst þessi vera vanmetin.

Mjög vel leikinn,mjög creepy og mjög MJÖG spennandi.

Skyldu áhorf fyrir alla sálfræði trylla aðdáendur sem og hrollvekju aðdáendur.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Enginn hrollur, bara kjánahrollur
The Ring 2 er það nýjasta í þeirri tísku að endurgera japanskar hrollvekjur. Þar sem hún er framhaldsmynd gæti þetta tilfelli sloppið en mér finnst Hollywood-iðnaðurinn vera orðinn ofsalega slappur þegar það kemur að hryllingsmyndum nú til dags. Maður er alveg hættur að sjá metnaðinn á skjánum. Oftast eru þetta bara brellur og ódýrar bregður. Vissulega gengur þetta mikið út á það að svona myndir skila oftast inn slatta af seðlum, en einhvers staðar hlýtur að finnast leikstjóri sem hefur það í sér að leggja vinnu í það sem hann gerir við svona efni.

Fyrri endurgerðin á The Ring kom mjög vel út að mínu mati. Hún var einhvern veginn öðruvísi en aðrar kanahrollvekjur, aðallega því hún hafði gott andrúmsloft og bregðuatriði sem almennilega virkuðu, frekar en að blekkja mann. Þessir kostir gerðu það að verkum að ég var sæmilega spenntur fyrir framhaldinu. Svo í ljós kom að myndin er álíka auðgleymd, ómerkileg, óspennandi og formúlubundin og flestar aðrar af þessari sort.

Leikstjórinn Hideo Nakata (sem gerði einmitt fyrstu tvær japönsku frummyndirnar og stóð sig ágætlega með þær) á einfaldlega ekki heima á bandaríska markaðinum. Útlitið og andrúmsloftið sem Gore Verbinski skapaði áður er gjörsamlega horfið hér, og í kjölfarið finnst manni alveg vanta stíl í myndina. Tölvubrellur eru líka ofnotaðar og leikstjóranum finnst mjög gaman að ''hrekkja'' áhorfendur með óþörfum áherslum í stemningunni sem að lokum borga sig ekki neitt (einhvers konar uppbygging að bregðusenu, ef svo má orða það).

Leikararnir eru alveg hættir að gera eitthvað fyrir mann. Naomi Watts endurtekur sömu rútínuna út í gegn og krakkinn sem leikur son hennar er ekki lengur creepy, heldur bara einhæfur. Síðan kem ég auðvitað að aðalmálinu með að fullyrða það að myndin er ekki vitund óhugnanleg eða hryllileg (nema jú, í annarri merkingu). Ég var alveg gáttaður yfir öskrunum sem voru þarna í salnum. Það mætti halda að þetta fólk hafi enga reynslu á hrollvekjum (hvað er t.d. svona rosalegt við örfá brjáluð dádýr?? Ég bara spyr...). Öll þau atriði sem áttu að vekja óhug eru 100% by-the-book (afsakið slettuna), og stundum frekar yfirdrifin. En Ring 2 stóðst ekki mínar væntingar á endanum.

Maður mátti svosem alveg búast við þessu, en það er bara leitt hvernig þeir náðu að klúðra einhverju sem hefði getað orðið flottur viðauki í hryllingsmyndageirann.

3/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvernig er þetta eiginlega með þessar hrollvekjur nú til dags? Þær eru fæstar nógu góðar eða nógu hrollvekjandi þó að ég geti samt nefnt einhverjar sem hafa vissan gæðastimpil og hafa ekki liðið mér úr minnum. En The Ring two er sorp. Hún er mjög einhæf og einblínir alltof mikið á þessa Rachel sem Naomi Watts leikur. Leikstjórinn Hideo Nakata virðist skippa alveg alvöru hrolli(hans vegna vona ég að það sé ekki viljandi)og býður okkur frekar upp á einhverja formúlukennda þvælu. Eiginlega á þessi mynd ekki skilið meira heldur en hálfa stjörnu fyrir skammarlega mikinn skort á skemmtanagildi en ég verð að gefa henni eina heila stjörnu því að myndin byggir upp vissa spennu og maður vill sjá hvernig hún endar. Endirinn efnir samt ekki þau loforð sem byrjunin gefur og maður hreinlega gengur alltof ósáttur út úr salnum. Ég veit að ég gerði það. Slæm mynd. Mjög svo.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn