Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Machinist 2004

(El Maquinista)

How do you wake up from a nightmare, if you're not asleep?

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Trevor Reznik er vélamaður í verksmiðju. Hann þjáist af einstaklega slæmu svefnleysi sem hefur leitt til þess að hann hefur ekki sofið í heilt ár, og líkami hans horast niður í nánast ekki neitt. Hann hefur þráhyggju sem snýst um að skrifa sjálfum sér minnismiða og fylgjast náið með þyngdartapi sínu, og párar þetta á gula miða í íbúð sinni. Eina... Lesa meira

Trevor Reznik er vélamaður í verksmiðju. Hann þjáist af einstaklega slæmu svefnleysi sem hefur leitt til þess að hann hefur ekki sofið í heilt ár, og líkami hans horast niður í nánast ekki neitt. Hann hefur þráhyggju sem snýst um að skrifa sjálfum sér minnismiða og fylgjast náið með þyngdartapi sínu, og párar þetta á gula miða í íbúð sinni. Eina manneskjan sem hann hleypir nálægt sér er Stevie, vændiskona, þó hann sé skotinn í Maria, einstæðri móður og gengilbeinu sem vinnur í matsölu á flugvelli. Samstarfsmenn Reznik vantreysta honum og vilja lítið hafa með hann að gera, enda vita þeir ekki hvað amar að honum. Atvik á vinnustaðnum verður til þess að hann verður enn fjarlægari samstarfsfélögunum og þegar hann leggur saman það og hluti sem hann hefur párað á miða í íbúðinni þá fer Trevor að halda að einhver eða einhverjir, líklega samstarfsmenn, vilji gera honum mein. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég er nokkuð veginn viss um að þessi mynd kom ekki í bíó, og ef svo var þá var ég ekki var við það. Ég tók þessa mynd þó svo að ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvað hún var um, ég sá bara að christian bale lék í henni, og er ég mikill aðdáandi hans eftir að ég sá American psycho sem mér fannst alveg ótrúlega góð.


Christian bale þurfti að létta sig mjög mikið fyrir þessa mynd, og hann gerði það svo sannarlega, því hann er alveg ógeðslega grannur í þessari mynd. Ég hélt að þetta hafði verið gert í tölvu því hann er eins og tannstöngull, en svo er ekki, því að framleiðendurnir ásamt leikstjóranum þurftu víst að stoppa hann af, því hann vildi víst létta sig en meira.


En þessi mynd er svona flókin, og dularfull mynd, stútfullt af ráðgátum sem maður skilur ekki alveg, og myndin er svona byggt á endanum, og ég var ávalt mjög stressaður yfir því að þeir myndu klúðra endanum, því ef þú klúðrar honum þá klúðraðu bara myndina alla.

En persónulega fannst mér þeim takast mjög vel með þessa mjög svo frumlegu mynd.

Það er mjög auðvelt að þessi mynd fari framhjá manni, því hún bara kom á leiguna, og var ekki auglýst eða neitt, svo ég mæli eindregið með því að þið takið þessa því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum, vonandi allavega.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög áhugaverð mynd en á köflum full langdregin, svo spennan á það til að falla frekar en að byggjast upp. Að sjálfsögðu frábær frammistaða hjá Christian Bale (Trevor) og ótrúlegt að hann skuli yfirleitt geta gengið miðað við útlitið á honum þarna. Jennifer Jason Leigh (Stevie), Michael Ironside (Miller) og aðrir eru að standa sig mjög vel. Sérstaklega fór John Sharian (Ivan) vel með hlutverk dularfulla og skelfilega mannsins í myndinni sem maður vissi ekkert hver var, fyrr en í lokin. Það gerist einhvern veginn allt síðustu mínúturnar og þá allt í einu verður maður spenntur (og ruglaður) og fær auk þess almennileg svör sem maður var eiginlega búinn að missa trúna á að fá. Þrátt fyrir að hinar ólíkustu hugmyndir hafi kviknað hjá manni þá voru svörin ólík þeim sem maður hafði búist við. Það gefur myndinni því stóran plús, auk þess sem hún gefur manni raunsæja mynd af alvarlegu svefnleysi. Sem góð ráðgátumynd fær The Machinist þrjár stjörnur en tvö atriði eiga mestan þátt í að hækka hana í þrjár og hálfa; hin raunverulega lausn ráðgátunnar og einstök innlifun Christians Bale í hlutverkið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.01.2018

Semur við hryðjuverkamenn í Beirút

Mad Men-leikarinn Jon Hamm og Gone Girl-leikkonan Rosamund Pike fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni Beirut. Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni sem lauk nýverið. Beirut fer svo í almennar sýningar vestanha...

16.01.2016

Hættir við Ferrari vegna heilsu

Christian Bale hefur sagt skilið við Enzo Ferrari kvikmyndina sem leikstjórinn Michael Mann er að gera, vegna spurninga um áhrif myndarinnar á heilsu leikarans, samkvæmt heimildum Variety kvikmyndaritsins. Heimildir þess h...

14.08.2015

Borðaði 500 kaloríur á dag

Avengers og Thor leikarinn Chris Hemsworth borðaði einungis 500 hitaeiningar á dag á tímabili, vegna hlutverks í kvikmyndinni In the Heart of the Sea. Samtals missti hann 7 kíló fyrir þetta hlutverk, en myndin er eftir R...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn