Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Rainmaker 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. apríl 1998

They were totally unqualified to try the case of a lifetime... but every underdog has his day.

135 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Rudy Baylor er atvinnulaus ungur lögfræðingur. Samt sem áður er hann eina von eldri hjóna sem eiga í deilum við tryggingafélagið sitt, sem vill ekki borga fyrir aðgerð sem gæti bjargað lífi sonar þeirra. Rudy lærir að hata fyrirtækjamenningu Bandaríkjanna um leið og hann verður ástfanginn af ungri giftri konu.

Aðalleikarar

Matt Damon

Rudy Baylor

Claire Danes

Kelly Riker

Danny DeVito

Deck Shifflet

Jon Voight

Leo F. Drummond

Mary Kay Place

Dot Black

Dean Stockwell

Judge Harvey Hale

Mickey Rourke

Bruiser Stone

Danny Glover

Richter Tyrone Kipler

Virginia Madsen

Jackie Lemancyzk

Darren Goldstein

Billy Porter

Randy Travis

Billy Porter

Roy Scheider

Wilfred Keeley

Roberto Cobo

Buddy Black

Johnny Whitworth

Donny Ray Black

Justin Ashforth

F. Franklin Donaldson

Frank Clem

Mr. Van Landel

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd er einfaldlega frábær, Francis Ford Coppola er hreinn snillingur, þó að þetta sé ekki besta mynd sem hann hefur gert er þessi mynd frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er enginn annar en óskarsverðlaunaleikstjórinn Francis Ford Coppola sem leikstýrir þessari stjörnumprýddu kvikmynd eftir skáldsögu Johns Grishams "en hann hefur skrifað kvikmyndahandrit t.a.m. The Pelican Brief, The Firm, The Client og A Time To Kill". Myndin hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda og þeir eru ófáir sem halda því fram að hér sé komin besta myndin eftir sögum Grishams. Matt Damon leikur Rudy Baylor, nýútskrifaðan lögfræðing úr 2. flokks lagaskóla í Tennessee, sem fær vinnu hjá einkar vafasömum náunga að nafni Bruiser Stone. Þar kynnist hann Deck Shifflet "Danny DeVito", en hann virðist öllum hnútum kunnugur í heimi lögfræðinnar og málavafstursins þótt hann sé ekki fyllilega löggiltur lögfræðingur. Deck segir Rudy að hann eigi sér enga framtíð hjá Bruiser Stone og telur hann á að opna sína eigin lögfræðistofu með sig sem sérlegan aðstoðarmann. Þeir félagar hella sér síðan út í að finna sér sín eigin mál. Ekki líður á löngu uns þeir hafa fengið á sína könnu 3 mál sem í fyrstu virðast ekkert eiga sameiginlegt, en eiga, þegar betur er að gáð, eftir að tengjast með ýmsum hætti. En það er ekki allt unnið með því að fá þessi mál til meðferðar eins og Rudy á eftir að komast að - það þarf líka að flytja þau fyrir dómstólum og helst vinna. En hvað er hægt að ætlast til af ungum lögmanni þegar hann lendir á móti einum reyndasta lögmanni borgarinnar "Jon Voight" í snúnu tryggingarmáli, manni sem hefur í kringum sig heilan her til að sinna málinu og þekkir til í hreinlega öllum skúmaskotum lögfræðinnar? Möguleikar Rudys eru hverfandi - þangað til hann uppgötvar slóð sem gæti leitt hann að því eina sem fært gæti honum sigur: Sannleikanum! Auk fyrrnefndra leikara má minnast á Claire Danes, Andrew Shue "Melrose Place", Mickey Rooney, Danny Glover og óskarsverðlaunaleikkonuna Teresu Wright. Vönduð og vel leikin kvikmynd að hætti meistara Coppola sem ég mæli með og gef ég henni þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í þessari mynd eru ágætir leikarar en það er ekki þeim að kenna að myndin er svolítið langdregin og mér finnst leiðinlegt að segja að mér leiddist á henni. En það er ágætt að hún endaði vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.05.2011

Schwarzenegger byrjar endurkomu á dramatískri ferð til Mexíkó

Loksins, loksins, loksins, geta aðdáendur Arnolds Schwarzeneggers tekið gleði sína á ný, en nú hefur verið tilkynnt í hvaða mynd kappinn muni birtast fyrst í, nú þegar hann er hættur að vera ríkisstjóri, og hefur sn...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn