Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Alfie 2004

Justwatch

Frumsýnd: 7. janúar 2005

Meet a man who never met a woman he didn't love.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 48% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Alfie er kvennamaður og fær sjaldan höfnun þegar hann stígur í vænginn við hitt kynið. Hann er í góðu samandi við margar konur í einu, án þess að tengjast þeim tilfinningaböndum. En stórt vandamál verður þegar hann sefur hjá rangri konu, sem er besti vinur hans ( og framtíðar viðskiptafélagi ), og fyrrum kærasta. Afleiðingin er sú að hann fer að... Lesa meira

Alfie er kvennamaður og fær sjaldan höfnun þegar hann stígur í vænginn við hitt kynið. Hann er í góðu samandi við margar konur í einu, án þess að tengjast þeim tilfinningaböndum. En stórt vandamál verður þegar hann sefur hjá rangri konu, sem er besti vinur hans ( og framtíðar viðskiptafélagi ), og fyrrum kærasta. Afleiðingin er sú að hann fer að horfa meira inn á við og endurskoða sjálfan sig og líf sitt og byrjar að kunna að meta litlu hlutina sem hann tók aldrei eftir hjá konum. ... minna

Aðalleikarar


Ég fór á Alfie ekki með neinar sérstakar væntingar, var í raun bara að fara til þess að dást að Jude Law. En mér fannst myndin leyna á sér og ég er viss um að það eru margir þarna úti sem sjá sjálfa sig í Alfie. Jude Law smellpassar í hlutverkið og sýnir hann góðan leik, einnig er Susan Sarandon ótrúlegur töffari orðin næstum 60 ára.Hinir leikarar standa sig einnig vel. Alfie er algjört kvennagull og flagari sem starfar við að aka limósínu sem gerir honum enn auðveldara að komast í kynni við hinar ýmsu konur. Hann á í sambandi við nokkrar konur út myndina og það gengur á ýmsu í sambandi hans við konurnar jafnt sem og vinina. Alfie er grunnhyggin og hugsar alls ekki áður en hann famkvæmir. Svo þegar hann fer að sjá eftir hlutunum og ætlar sér að reyna að bæta fyrir þá, þá er það bara orðið of seint! Í myndinni þá talar Alfie beint í myndavélina og það er dáltið spes. En þessi mynd er mjög mannleg og ég veit um nokkuð marga sem hafa farið á þessa mynd og sjá þá bara sjálfa sig! Ég mæli alveg með þessari mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jude er góður, en enginn Caine
Ég skil ekki hvað þetta er með bandaríska framleiðendur og að endurgera klassískar Michael Caine-myndir. Fyrst var það Get Carter (með Stallone í stað Caines), síðan The Italian Job (Marky Mark) og nú Alfie. Persónulega ætla ég rétt að vona að þetta breiðist ekki of langt út, og hver veit nema einhver komi með glænýja útgáfu af The Ipcress File á næstu árum. Ég hef samt séð endurgerðir mun verri, og það er eiginlega það jákvæðasta sem ég get sagt hérna.

Þessi nýja útgáfa af Alfie reyndist vera bara hin fínasta mynd, þótt hún skilji ekki mikið eftir sig. Jude Law er fullkomið val í titilhlutverkið. Hann hefur útlitið og fer hreinlega á kostum. Hann gerir áhugaverða hluti við afar sérstaka persónu. Hann Alfie drengurinn er mikið kvennagull, en ótrúlega grunnhygginn einstaklingur sem gerir oft slæma hluti (framhjáhöld, svik o.s.frv.). Við vitum vel hvernig persónan hagar sér, og vanalega fellur svona týpa ekki í geð hjá manni. Hins vegar hefur Law svo mikla útgeislun og töfra í hlutverkinu að það gerir það svo skemmtilegt að fylgjast með honum og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kann maður vel við hann. En burtséð frá Law er varla neinn sem er þess virði að minnast á. Kvennahlutverkin eru öll svo takmörkuð og berst hver og ein um skjátímann. Reyndar fannst mér Marisa Tomei standa sig ágætlega og hefði ég viljað sjá meira af henni.

Helsta vandamálið við að endurgera Alfie er að efniviðurinn er ekkert ferskur lengur, t.d. þegar meginpersónan horfir í myndavélina og talar beint við áhorfendur um líf sitt út myndina. Fyrir u.þ.b. 40 árum var þetta örugglega frumleg tilraun en í dag er þetta meira en þreytt klisja. Myndin er samt fín uppfærsla á gömlu myndinni, og það er að mestu ef ekki öllu leyti Jude Law að þakka. Myndin sjálf er annars gölluð og býsna gleymanleg, og ef þið viljið sjá betri nútíma rómantíska gamanmynd sem fer út í efni eins og framhjáhöld, sambönd og svik, þá bendi ég mun fremur á hina vanmetnu High Fidelity.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.02.2024

Engin líkari mér en þessi persóna

Bryce Dallas Howard, aðalleikkona njósnamyndarinnar Argylle, sem komin er í bíó á Íslandi, segir að persónan sem hún leikur, hlédrægur njósnasöguhöfundur sem lendir í hringiðu alvöru neðanjarðar glæpasamtaka, sé lík...

31.10.2016

Nýtt á Netflix í nóvember - The Crown, Adam Sandler og margt fleira

Kvikmyndir.is heldur úti yfirliti yfir allt það nýjasta sem er á leiðinni á Netflix í hverjum mánuði. Nú í nóvember er von á fjölda áhugaverðra titla, bæði sjónvarpsþátta og bíómynda. Við byrjum á bandaríska...

10.09.2010

Þjóðleikhúsið breytist í bíó á opnunarhátíð RIFF

Það er greinilegt að RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík færist nær, því fréttirnar koma nú í stríðum straumum frá stjórnendum hátíðarinnar. Hátíðin verður sett eftir tvær vikur, eða fimmtudagskvöldið 23...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn