Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barna

Sky Captain and the World of Tomorrow 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. október 2004

The Battle for Tomorrow is About to Begin...

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Árið 1939 kemst kappsfullur blaðamaður í New York borg að tengslum á milli greinarinnar sem hún er að skrifa - um fræga vísindamenn sem hverfa skyndilega um allan heim, og nýlegrar árásar risastórra vélmenna á borgina. Hún er ákveðin í því að leysa málið, og leitar hjálpar hjá fyrrum kærasta sínum, Sky Captain, sem er foringi málaliðahóps flugmanna.... Lesa meira

Árið 1939 kemst kappsfullur blaðamaður í New York borg að tengslum á milli greinarinnar sem hún er að skrifa - um fræga vísindamenn sem hverfa skyndilega um allan heim, og nýlegrar árásar risastórra vélmenna á borgina. Hún er ákveðin í því að leysa málið, og leitar hjálpar hjá fyrrum kærasta sínum, Sky Captain, sem er foringi málaliðahóps flugmanna. Þau eru á fullu að rannsaka málið þegar vélmennin ráðast aftur á borgina, en fyrir heppni þá nær hægri hönd Sky Captain að komast að því hvar vélmennin halda sig. Þau fara í ævintýralegan leiðangur í leit að heilanum á bakvið árásirnar, en hans markmið er að skapa fyrirmyndarríki og eyðta núverandi heimsskipan. ... minna

Aðalleikarar

Jude Law

Sky Captain

Gwyneth Paltrow

Polly Perkins

Bai Ling

Mysterious Woman

Laurence Olivier

Dr. Totenkopf (archive footage)

Trevor Baxter

Dr Walter Jennings

Julian Curry

Dr. Vargas

William Hope

American Broadcaster

Leikstjórn

Handrit


Mér fannst þessi mynd frekar leiðinleg og ég var fyrir vonbrigðum með leikarana. Þeir mættu alveg standa sig betur. Tæknibrellurnar ekki nógu góðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég veit ekki hvað fólki finnst gott við þessa mynd. Það eina sem að mér fannst merkilegt við þessa mynd er að hún er öll gerð á blue-screen. Sagan að myndinni er alveg hræðileg, leikararnir í myndinni eru vægast sagt hræðilegir. Actionið í myndinni er allt í lagi en þetta er samt mynd sem að ég vara ykkur fólk við. Mæli engan veginn með þessu. Gef henni 1 vegna smá actions og góðum brellum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

'Sky Captain and the World of Tomorrow' er mynd sem enginn sannur aðdáandi kvikmynda ætti að láta fram hjá sér fara. Hún er merkileg fyrir þær sakir að þetta er fyrsta kvikmynd leikstjórans Kerry Conran. Leikstjórnin, kvikmyndatakan og tæknibrellurnar eru hreint út sagt framúrskarandi á allan hátt. Handritið er hins vegar akkilesarhæll myndarinnar. Það er frekar klisjukennt og maður finnur aldrei fyrir raunverulegum háska eða tilfinningum aðalpersónanna. Hins vegar á Kerry Conran vonandi eftir að gera fleiri myndir og þá eftir handritum betri rithöfunda. Útlit myndarinnar er glæsilegt, og reyndar sýnist mér það tekið að mestu úr eldgömlu Superman teiknimyndunum sem gerðar voru á 4. áratug síðustu aldar af Dave Fleischer. Jude Law, Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie standa sig öll vel í sínum hlutverkum, en virðast þó hafa orðið fyrir 'George Lucas áhrifunum' þar sem þau hafa líklegast leikið alla myndina fyrir framan grænt eða blátt tjald og þurft að ímynda sér ansi mikið til að geta leikið af sannfæringu. Gamall leikari sem er löngu horfinn á vit feðra sinna birtist einnig í myndinni, í stóru hlutverki. Óvenjulegt að löngu látinn Óskarsverðlaunahafi fái hlutverki í nýrri mynd! Sagan er mjög einföld. Vísindamaður er búinn að fá leið á siðmenningu samtímas, býr til þúsundir vélmenna til að vinna þrjótastörf sín, og setur í gang áætlun til að koma á endanlegum frið á jörðinni. Að sjálfsögðu þýðir sá friður nánast útrýmingu mannkyns, en það er bara aukaatriði. Húmorinn er nokkuð góður og gaman að horfa á myndina. Mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Slöpp mynd, skortir sögugæði. Sky Captain byggist algerlega á því að ´impressa´ fólk með tæknibrellum og frumlegum stíl bara sagan, handritð og persónurnar eru illilega slappar. Engar frægar stjörnur né engin Angelina Jolie getur bjargað þessari mynd. Myndin er alls ekki 800 króna virði, forðast hana í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.09.2015

Borðaði 40 ísa

Þessi Gullkorn birtust fyrst í októberhefti Mynda mánaðarins. Það er gaman að leikstýra og allt öðruvísi en að vera leikstýrt ... ég meina ... stundum er meira fjör að vera frekar málarinn en málningin. - George C...

12.12.2009

Tían: Vanmetnustu myndir áratugarins

Topplistar eru alls staðar núna á helstu kvikmyndasíðum og þeim fer hiklaust fjölgangi á næstu vikum. Ég vil helst bíða með það að telja upp bestu myndir ársins '09 þangað til í janúar. Í staðinn finn ég eitthvað...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn