Náðu í appið
Öllum leyfð

Dís 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. september 2004

Óvenjuleg venjuleg stelpa

82 MÍNÍslenska

Hún er 23ja ára og á krossgötum. Býr með vinkonu sinni Blævi í miðbæ Reykjavíkur. Vinnur á Hótel Borg en er enn að fikra sig áfram á menntabrautinni og á torfærum vegum ástarinnar. Þetta er Dís; óvenjuleg venjuleg stelpa, eða hvað?

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Ágæt íslensk vídeómynd
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að Dís sé 90% stelpumynd og þar með ætlast ég ekki til þess að mikið mark verði tekið á mér. Þetta er í sjálfu sér áhugaverð tilraun í íslenskri kvikmyndargerð og auk þess er margt gott hér að finna.

Álfrún Helga Örnólfsdóttir fær hér ábyrgðina að bera myndina enda er hún í nánast hverju einasta atriði myndarinnar. Hún stendur sig mjög vel allavega og leysir hlutverkið prýðilega af hendi. Aðrir leikarar eru heldur ekki slæmir og leikstjórnin sjálf er virkilega fín. Myndin hefur skemmtilegan raunsæisblæ sem sést voða sjaldan í íslenskum myndum og minnir helst á titla á borð við Íslenska Drauminn, Gemsa og svo myndina Maður eins og Ég.

Tæknileg vinnsla er alls ekki slæm en ég verð að taka undir það sem annar ræðumaður hér sagði varðandi kvikmyndatökuna. Dís er öll tekin upp stafrænt en myndatakan virkar hálf reynslulaus. Hristingur er oft mjög áberandi og mörg víðskotin detta einnig úr fókus á köflum, sem eru kannski ekkert alvarlegir gallar, en það gæti verið frekar neyðarlegt að klikka á svona tæknilegum málum. Húmorinn er líka fínn en ég þurfti að sætta mig við að tilheyra minnihlutahóp þeirra karla í bíósalnum sem hlógu ekki jafnoft og konurnar.

Dís skilur reyndar ekki mikið eftir sig, en meðan henni stendur ætti hún ekki að láta mörgum leiðast. Það er ekki spurning um að margir vinahópar stelpna munu skemmta sér konunglega.

6/10


Ég fór á Dís í Fyrradag og Fannst hún nokkuð Góð hélt að hún mundi Vara bar svona lala en hún var skemmtilegri en mig grunaði..Alfrún Leikur Dís mjög vel og er þessy mynd fyrir Alla....eki bara fullorðiðfólk hledur líka únlinga og ég mæli með þessari mynd fyrir alla ég gef myndinni 8, í einkun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór fullur væntinga á myndina DÍS, enda hef ég gaman af íslenskri kvikmyndagerð. Í stuttu máli má segja að myndin stóðst þær væntingar sem ég hafði gert mér og gott betur: hún var frábær. Álfrún Helga er frábær í hlutverki Dísar, einlæg og heillandi og það sama má raunar segja um aðra leikara myndarinnar - mjög sannfærandi í hlutverkum sínum.


Mikið af þjóðþekktum einstaklingum koma einnig fram í myndinni og glæða hana auknum raunveruleika. Klippingin er skemmtileg og myndatakan einnig, en myndin er unnin á stafræna tækni. Það skilar sér ágætlega, en þó er myndrammin á nokkrum stöðum ekki í skerpu, sérstaklega í víðskotum. Það er hinsvegar ekki truflandi nema maður sér beint að velta fyrir sér tæknivinnslunni. Framleiðendur myndarinnar eiga hrós skilið fyrir að nota þessa nýju tækni og gera það svo vel.


Myndin er mjög skemmtileg og með betri íslensku myndum sem ég hef séð og ég mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.04.2024

Spennumyndafíkill frá unga aldri

Dev Patel aðalleikari, leikstjóri og einn handritshöfunda hasarmyndarinnar Monkey Man, sem kemur í bíó á morgun, föstudaginn 5. apríl, segist hafa verið spennumyndafíkill frá unga aldri. „Ég læddist niður og horf...

14.03.2024

Banvænn faraldur veldur krónísku svefnleysi

Dystópíski spennutryllirinn VAKA er á leið í framleiðslu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sagafilm. Þar segir að serían sé eftir Brynju Björk sem einnig skrifar handrit ásamt Pauline Wolff. Leikstjóri er H...

04.03.2024

Risahelgi hjá Dune: Part Two

Stórmyndin Dune: Part Two sló í gegn í miðasölunni á Íslandi og erlendis nú um helgina. Næstum 7.500 manns mættu í bíó á Íslandi til að sjá myndina og tekjur voru rúmar fimmtán milljónir króna. Bíógestir...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn