Náðu í appið
Öllum leyfð

Super Size Me 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. ágúst 2004

The first ever reality-based movie ... everything begins and ends in 30 days!

100 MÍNEnska

Margir hafa lögsótt MacDonalds skyndibitakeðjuna fyrir að selja óhollan mat vitandi vits. Í ýmsum málsskjölum kemur fram að kærendur gætu haft eitthvað til síns máls ef þeir gætu sannað að það að borða matinn daglega í hvert mál, væri hættulegt heilsunni. Með þetta að leiðarljósi fór heimildagerðarmaðurinn Morgan Spurlock af stað með óvisindalega... Lesa meira

Margir hafa lögsótt MacDonalds skyndibitakeðjuna fyrir að selja óhollan mat vitandi vits. Í ýmsum málsskjölum kemur fram að kærendur gætu haft eitthvað til síns máls ef þeir gætu sannað að það að borða matinn daglega í hvert mál, væri hættulegt heilsunni. Með þetta að leiðarljósi fór heimildagerðarmaðurinn Morgan Spurlock af stað með óvisindalega tilraun sem hann gerir á sjálfum sér, og borðar aðeins MacDonalds mat í þrjátíu daga samfleytt, þrisvar á dag. Ef að afgreiðslumaðurinn spyr hvort að hann eigi að stækka máltíðina ( supersize) þá ákvað Spurlock að hann yrði alltaf að segja já. Eftir dagana 30 ætlaði hann líka að vera búinn að fá sér hvern einasta rétt á matseðlinum að minnsta kosti tvisvar sinnum. Áður en hann byrjar tilraunina þá lætur hann þrjá lækna rannsaka sig, heimilislækni, hjartalækni og meltingarsérfræðing, en allir segja þeir að Spurlock sé við hestaheilsu. Þeir ætla einnig að fylgjast með honum þessa 30 daga meðan tilraunin varir, til að passa að hann sé ekki að leggja sig í óþarfa hættu.... minna

Aðalleikarar

Daryl Isaacs

Self - Internal Medicine

Leikstjórn

Handrit

McFrábær
Super Size Me er alls engin árás á McDonalds þannig séð, heldur er myndin bara að reyna að leyfa áhorfandanum að gera sér grein fyrir hvað það er sem tilheyrir matnum sem hann lætur í sig og hvernig skyndibitastaðir virka á okkar samfélög. Í raun er þessi mynd álíka merkileg og Fahrenheit 9/11, nema bara á öðruvísi og væntanlega meira persónubundinni máta. Morgan Spurlock er greinilega farinn að sanna sig sem nýi brjálæðingurinn í bandarískri heimildarmyndargerð. Með að gera sig að tilraunadýri gagnvart McDonalds-fæðu er hann að gera mjög djarfan hlut, en þessi mynd fer út í nánast öll horn þeirra mála sem tengjast þessu viðfangsefni, og gerir það svei mér vel.

Super Size Me náði að halda athygli minni út alla lengdina, sem er ekki auðvelt þegar um heimildarmynd er að ræða enda eiga umræður í slíkum myndum oft til með að vera svo misáhugaverðar, og markmið leikstjóranna er að gera hin leiðinlegustu efni áhugaverð, þótt það takist ekki alltaf. En Spurlock heldur vel um taumanna og reynir að taka þessu öllu eins léttilega og hann getur til að forðast þess að málefnið verði of þungt fyrir áhorfandann (hver veit nema slíkt gæti leitt til að hann hætti að sækja á svona matsölustaði?). Það breytir því þó ekki að myndin hefur sínar alvarlegu hliðar. Það er t.d. eitt að vita hvernig áhrif fæðunnar hefur á heilsuna, en það er annað að 'sjá' sumt af því, eins og fáein dæmi sýna hér. Fitusogsaðgerðir eru allt annað en eðalafþreyingarefni, það er a.m.k. á hreinu. Líka hvernig Spurlock breytist í skapi og hegðun því meira sem hann borðar matinn er stundum mjög óþægilegt til áhorfs.

En Super Size Me er engu að síður stórmerkileg mynd og því getur ekki verið annað en sjálfsagt að mæla með henni fyrir hverjum sem er sem vill fræða sig aðeins um þetta mataræði. Hún segir manni kannski ekkert mikið nýtt en hún fær mann til að hugsa aðeins um það sem maður hefur hingað til ekki hugsað nógu mikið um, en ætti að gera.

8/10


Svo mikið hefur verið fjallað um þessa mynd í fjölmiðlum að ég sé ekki ástæðu til þess að lýsa hugmyndinni sem liggur að baki henni hér. Þetta er mjög áhugaverð og þörf heimildarmynd sem sýnir ekki bara það að óhollt er fyrir fólk að neita oft skyndabita á borð við McDonalds, þetta er eitthvað sem allir vita, heldur nákvæmlega hvers konar skaða á heilsufari það getur valdið. Ástæðan fyrir því að McDonalds keðjan er tekin fyrir sérstaklega, fyrir utan það að þetta er líklega stærsta skyndibitakeðja heimsins, er að þeir einbeita sér sérstaklega að markaðssetningu fyrir börn. Aðrar keðjur fá einnig á baukinn

ásamt því sem offituvandamálið er skoðað í víðara samhengi. Þetta er mynd sem öllum er hollt að sjá sem hafa á annað borð einhvern áhuga á því að vita hvað þeir eru að láta ofan í sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Morgan Spurlock í sínu mánaðarflippi í McDonalds að borða þar morgunmat, hádegismat og kvöldmat stanslaust í 30 daga til að sanna að það sé óhollt að borða McDonalds. Því lengur sem hann borðar McDonalds þá fitnaði hann, blóðþrýstingurinn rés, hann varð háður þessu og líkurnar að lifraskemmdum margfölduðust. Sem heimildarmynd þá er SuperSize Me rosalega góð og heldur sig vel við efnið. Tekin voru viðtöl við lækni, sérfræðinga, eigenda stórfyrirtækja, fólk út á götu og jafn vel börn og álit þeirra voru misjöfn. Öll börnin þekktu McDonalds trúðinn en engin þekktu Jesú Krist á mynd. Flestir, nánast allir sérfræðingar ráðlögðu að borða ætti aldrei á skyndibitastöðum. Stórfyrirtækjaeigendurnir sem reka þessi fyrirtæki voru allir vissir um að skyndibiti væri heilsusamur og engin skaði kæmi úr því að borða hann í mánuð. SuperSize Me er mjög góð heimildarmynd og er á svipuðu stigi og heimildarmyndir Michael Moore´s.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór að sjá myndina SUPER SIZE ME eftir Morgan Spurlock. Búið var að fjalla mikið um myndina í fjölmiðlum og því var ég nokkuð spenntur. Ég var í heildina mjög ánægður með myndina, sem er náttúrulega einkaframtak og kostaði aðeins 65.000 dollara. Auðvitað verður myndin ekki tæknilega fullkomin fyrir þá upphæð, en það var samt ótrúlegt hvað hægt er að gera fyrir lítinn pening. Það sem stendur náttúrulega upp úr myndinni er boðskapurinn: Hugsaðu um það sem þú lætur ofan í þig.

Spurlock ákvað að borða ekkert nema McDonald's í heilan mánuð, 3 máltíðir á dag. Hann var að fá sér a.m.k. einu sinni allt sem var á matseðlinum, hann mátti ekki borða neitt sem ekki var selt á McDonald's og ef honum var boðið að stækka máltíðir (Super size) þá varð hann að þiggja það. Það sem kom mér á óvart var að Spurlock breyttist ekki mikið útlitslega. Hins vegar hafði þetta fæði verulega slæm og hættuleg áhrif á líkamann, ekki síst lifrina.

Það sem vakti ánægju mína var líka að það var heilmikill fróðleikur og húmor í myndinni. Hún gekk ekki bara út á að sýna Spurlock éta, heldur var tekið viðtal við fullt af sérfræðingum og fjallað á skemmtilegan hátt um skyndibitakynslóðina.

Að mínu mati eiga allir að sjá þessa mynd, það á að sýna hana í sjónvarpi og öllum grunn- og framhaldsskólum landsins. Hún hafði veruleg áhrif á mig og ég mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er alveg mögnuð mynd. það er gaman að skoða www.dec.hi.is þar sem fjallað er um myndina ásamt fullt af fleiri myndum á öðruvísi hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.11.2012

Spurlock fer í One Direction

Íslandsvinurinn og Óskarstilnefndi kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock, 42 ára, sem er þekktastur fyrir heimildamynd sína Super Size Me, þegar hann borðaði eingöngu McDonalds í heilan mánuð, mun leikstýra bakvið tjöldin - heimildamynd um bresku strákahljómsveitin...

28.09.2012

Bíó og búningasýning - frímiðar í boði!

Búið er að keyra RIFF í gang og margir vita kannski ekki alveg hvar á að byrja, en þess vegna ætlum við að hjálpa þér þar og spreða nokkrum frímiðum á ansi hreint skemmtilega sýningu. Comic Con Episode IV...

26.08.2011

370 klukkutímar urðu að 88 mínútum

Á miðvikudagskvöldið seinasta var haldin sérstök forsýning á nýjustu heimildarmynd Morgans Spurlock, The Greatest Movie Ever Sold, en hún fer í almennar sýningar í dag. Spurlock er auðvitað þekktastur fyrir Super Size ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn