Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Chronicles of Riddick 2004

(Pitch Black 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. júní 2004

All the power in the universe can't change destiny

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Fyrir fimm árum síðan þá slapp fanginn sem nú er á flótta, Richard B. Riddick, frá eyðiplánetu með tveimur félögum sínum, trúmanninum Imam og strokuunglingsstúlkunni Jack. Eftir að hafa þvælst um í útjaðri sólkerfisins í fimm ár á flótta undan hausaveiðurum, þá kemur Riddick til plánetunnar New Mecca sem búið er að nema. Hann kemst að því að... Lesa meira

Fyrir fimm árum síðan þá slapp fanginn sem nú er á flótta, Richard B. Riddick, frá eyðiplánetu með tveimur félögum sínum, trúmanninum Imam og strokuunglingsstúlkunni Jack. Eftir að hafa þvælst um í útjaðri sólkerfisins í fimm ár á flótta undan hausaveiðurum, þá kemur Riddick til plánetunnar New Mecca sem búið er að nema. Hann kemst að því að það var Imam sem setti fé til höfuðs honum og Jak hefur verið sett í fangelsi á fangaplánetunni Crematoria, sökuð um morð. Riddick kemst að því frá Aereon, að útsendari Elemental kynsins sé að leita uppi Furians, sem er kyn stríðsmanna, í þeim tilgangi að koma á jafnvægi í heiminum, en The Necromongers, undir stjórn hins illa Lord Marshal, ráðast nú á hverja plánetuna á fætur annarri og eyða öllu mannkyni þar til að öðlast yfirráð yfir sólkerfinu. Aereon heldur að Riddick sé Furian stríðsmaður, og ákveður að ráða hann í vinnu þar sem hann telur að hann sé sá eini sem geti stöðvað Lord Marshal og The Necromongers. Þegar the Necromongers ráðast á New Mecca, þá tekur hinn sjálfumglaði hausaveiðari Toombs Riddick höndum, og hann og hans lið eru flutt til Crematoria þar sem hann hittir Jack á nýjan leik, sem nú heitir Kyra. Þegar Riddick og Kyra sleppa svo úr prísundinni þá fær Riddick hjálp frá Necromonger stríðsmanninum Vakko og hinni kynþokkafullu konu hans Dame Vakko, og nú gera þau plan um að sigra Lord Marshal og bjarga heiminum og mannkyninu frá því að verða breytt í Necromonger stríðsmenn. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Það besta við 'The Chronicles of Riddick' er viðmót aðalpersónunnar gagnvart öllu. Honum er nákvæmlega skítsama um allt og alla á yfirborðinu, og hagar sér þannig að mestu, fyrir utan eina eða tvær undantekningar. Við eðlilegar aðstæður væri Riddick vondi gaurinn - morðingi sem svífst einskis til að fá sínu fram - en í myndinni eru ennþá verri gaurar sem hann þarf að takast á við. Ég meina - Riddick drepur kannski einn og einn - en heill her sem kallar sig Necromangers, eða tilbiðjendur svartagaldurs - ætla einfaldlega að leggja undir sig alheiminn og drepa alla sem vilja ekki ganga í lið með þeim. Það er tvennt frekar vont við þessa mynd, það er leikur flestra í aukahlutverkum, sem virkar frekar flatur og þunnur, á meðan tilefni var til að gera persónurnar mun dýpri og skemmtilegri - þar að auki fór kvikmyndatakan stundum í taugarnar á mér, en mér fannst óþarflega mikið um að vélinni væri hallað á asnalegan hátt til að kalla fram einhver hughrif. Slíkt virkar stundum á stóra tjaldinu, en aldrei í sjónvarpi. Tæknibrellurnar eru stórglæsilegar og gaman að því þegar Macbeth þemu eftir Shakespeare sjálfan er dælt í söguþráðinn. Í höndum betri leikara, og leikstjóra, hefði verið hægt að gera magnaðan stjörnustríðsþriller. Mæli með 'The Chronicles of Riddick' fyrir alla spennufíkla og sérstaklega þá sem hafa gaman af töffaranum Vin Diesel - en hann þykir mér bara ansi skemmtilegur í þessari mynd - en ekki fyrir þá sem búast við einhverju einstöku fyrirbæri. Þetta slær samt flestu öðru við sem finnst á DVD-leigum í dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þess mynd er svolítið eins og langur Star-Trek þáttur með gothic-ívafi. Hann Vin Dísel er þónokkuð grunnur í túlkun sinni, en það er kannski best við hæfi í svona mynd að leikararnir séu ekkert að vanda sig of mikið.


Annars nokkuð áhugaverður ævintýraheimur sem skapaður er í myndinni, þó að söguþráðurinn fylgi formúlunni af töluverði tryggð.


Þetta er svona pabbamynd, sem hægt er að hafa ágætt gaman af eina kvöldstund með nammi og snakki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Chronicles Of Riddick er mjög góð framhaldsmynd mun betri en ég bjóst við. mér finnst tæknibrellurnar vera alveg frábærar og söguþráðurinn er mjög fínn. en myndin tengist Pitch Black ekkert mikið fyrir utan svertingjann og stelpuna sem ég man ekki hvað heitir en hún var á plánetunni sem var fangelsi. það er flott að Negromang kallarnir eru ekki einhverjar geimverur eins og í Pitch Black heldur eru það bara venjulegir menn sem trúa á eitthvað annað en hinir og eru þess vegna að drepa allt og sprengja allt í klessu. það er mjög vel gert þegar þeir gera árár á eina plánetu sem Riddick er á sem heitir Stóra Mekka held ég. myndin byrjar á því að Negromanger er lýst og sagt af hverju þeir eru í þessari krossferð sinni þeir eru að kynna sína trú með því að segja trúið á okkar trú eða deyjið. myndin er bæði mikil spenna og fyndin á pörtum og er sem sagt mjög skemmtileg að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd einkennist af góðum bardagaatriðum og einkum skemmtilegum Riddick sem er ein skemmtilegasti karakter sem ég hef kinnst í gegnum Bíómyndir. Söguþráðurinn er góður og spennandi en fer að verða frekar langdreginn þegar lengra á myndina líður, mæli með þessari mynd sem að hafa gaman af þess háttar myndum.


Þeir sem hafa ekki gaman af framtíðar-skáldmyndum skulu láta þessa framhjá sér fara en aðdáendur Matrix og Pitch Black ættu tvímælalaust að skella sér á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.05.2018

Vin hnyklar Vöðvann

Fast and Furious stjarnan Vin Diesel  hefur skrifað undir samning um að leika í nýrri spennu-grínmynd, Muscle, eða Vöðvi. Leikarinn hefur síðustu ár gert það gott sem hasarleikari, í myndum eins og Fast and Furious seríunni, The Chronicles of ...

22.11.2015

„Riddick 4" og sjónvarpsþættir í bígerð

Framleiðslufyrirtæki Vin Diesel er með sjónvarpsþætti í bígerð sem kallast Merc City. Þeir munu fjalla um persónur úr kvikmyndunum Pitch Black, The Chronicles of Riddick og Riddick.  Fjórða myndin í Riddick-seríunni virðist einnig vera í undirb...

17.09.2013

Frumsýning: Riddick

Sambíóin frumsýna spennutryllinn Riddick á föstudaginn næsta þann 20. september. Riddick er hinn ósigrandi vígamaður frá Furya og snýr nú aftur í þriðju mynd leikstjórans Davids Towhy um kappann. Með hlutverk Ri...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn