Náðu í appið
Öllum leyfð

Home on the Range 2004

(Gauragangur í sveitinni)

Justwatch

Frumsýnd: 13. ágúst 2004

Bust a Moo.

76 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Alameda Slim, eftirlýstur nautgripaþjófur, notar dulnefni til að kaupa upp eignir um allan vesturhluta Nebraska fylkis. Næsta býli sem hann ætlar sér að kaupa er Patch of Heaven mjólkurbúið, þar sem ekkjan sem stýrir búinu, hefur meiri áhuga á velferð dýranna á búinu, en hagnaði af rekstrinum, og þessvegna er búið að fara á hausinn. Hin dýrin, aðallega... Lesa meira

Alameda Slim, eftirlýstur nautgripaþjófur, notar dulnefni til að kaupa upp eignir um allan vesturhluta Nebraska fylkis. Næsta býli sem hann ætlar sér að kaupa er Patch of Heaven mjólkurbúið, þar sem ekkjan sem stýrir búinu, hefur meiri áhuga á velferð dýranna á búinu, en hagnaði af rekstrinum, og þessvegna er búið að fara á hausinn. Hin dýrin, aðallega þau yngstu, þrjár ólíkar kýr, ákveða að girða sig í brók og berjast fyrir þessum góðu heimkynnum sínum, og fá í lið með sér hest lögreglustjórans, sem er með mikilmennskubrjálæði, og öll önnur dýr sem mögulega geta lagt hönd á plóg, jafnvel klikkaða kanínu og vísund. ... minna

Aðalleikarar

Roseanne Barr

Maggie (voice)

Judi Dench

Mrs. Caloway (voice)

Jennifer Tilly

Grace (voice)

Joey Box

Wesley (voice)

G.W. Bailey

Rusty (voice)

Cuba Gooding Jr.

Buck (voice)

Randy Quaid

Alameda Slim (voice)

Peter Young

Junior (voice)

Charles Dennis

Rico (voice)

Joe Flaherty

Jeb (voice)

Brent Armstrong

Sheriff (voice)

Carole Cook

Pearl Gesner (voice)

Estelle Harris

Audrey (voice)

Charlie Dell

Ollie (voice)

Bobby Block

Piggy (voice)

Marshall Efron

Larry (voice)

Charles Haid

Lucky Jack (voice)

Yevgeni Chernyayev

Barry & Bob (voice)

Debi Derryberry

Additional Voices (voice)

Patrick Warburton

Patrick (voice)

Dennis Weaver

Abner (voice)

Edie McClurg

Additional Voices (voice)

Jack McEdward

Additional Voice (voice)

Peter Siragusa

Additional Voices (voice)

Leikstjórn

Handrit

Frekar slöpp
Home on the Range var síðasta myndin hjá Disney sem var teiknuð hefðbundlega (þ.e.a.s. ekki þrívíddartölvtækni) þangað til The Princess and the Frog kom út árið 2009, og ástæðan er augljós. Þetta er ein af verst teknu Disney-myndunum og er að mínu mati algjörlega með þeim 5 verstu. Margir karakterarnir eru auðgleymanlegir, illmennið er einn mesti brandari sem ég hef séð frá Disney, lögin gleymast fljótt og húmorinn er allt of sjaldan góður.

En svona til að koma með góða hluti þá eru nokkrir fínir karakterar. Af kúnum fannst mér til dæmis Grace vera skemmtileg. Hún kemur þar að auki með bestu línurnar í myndinni. Maggie var í lagi en Mrs. Caloway var aðeins of týpískur karakter fyrir mig. Hesturinn Buck fannst mér vera bæði þunnur og pirrandi karakter (þó ég gefi raddleikaranum, Cuba Gooding Jr. plús fyrir að setja eftirminnilega góða orku í karakterinn. Bara ef hann hefði verið betur skrifaður). Og ég var hissa að það er einn svalur karakter í myndinni, en það eyðist í klæmaxinu.

Illmennið Alameda Slim er með verri illmennum Disney frá upphafi. Hann er kannski ekki rosalega heimskur eða sá sem lendir í skömmustulegum atriðum. Ég gat bara ekki tekið manninn alvarlega, allt frá hvernig hann lét, hvernig hann klæddi sig eða að hann gat dáleitt kýr með því að... jóðla???

Lögin og útlitið er bæði mjög mikið meh að mínu mati. Hvort tveggja er bæði hefðbundið, ekki slæmt en ekki heldur minnugt. Og sama er hægt að segja um húmorinn. Það komu nokkrum sinnum góðir brandarar en þeir voru of fáir og of langt á milli þeirra. Mér fannst til dæmis þríburarnir ekki vera neitt fyndnir, jafnvel þótt að það var tilgangur þeirra í myndinni.

Þetta er mynd sem ég mun ekki horfa á aftur, þó hún sé ekki beint slæm. Hún er samt ekki meh, aðeins fyrir neðan það.

4/10
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn