Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Scooby Doo 2: Monsters Unleashed 2004

(Scooby-Doo 2)

Justwatch

Frumsýnd: 2. apríl 2004

Monsters are Unleashed

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 23% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Þegar Mystery Inc. er boðið sem heiðursgestum til að vera við opnun glæpasafnsins í Coolsville, þá birtist grímuklæddur óþokki og veldur usla og stelur svo búningum illræmdustu þorparanna; Black Knight Ghost, Pterodactyl Ghost og Tar Monster. Er mögulegt að þarna sé á ferð erkióvinur þeirra, hinn klikkaði vísindamaður Jonathan Jacobo og ætli sér að... Lesa meira

Þegar Mystery Inc. er boðið sem heiðursgestum til að vera við opnun glæpasafnsins í Coolsville, þá birtist grímuklæddur óþokki og veldur usla og stelur svo búningum illræmdustu þorparanna; Black Knight Ghost, Pterodactyl Ghost og Tar Monster. Er mögulegt að þarna sé á ferð erkióvinur þeirra, hinn klikkaði vísindamaður Jonathan Jacobo og ætli sér að endurskapa verstu óvini þeirra? Velma er skotin í safnverðinum Patrick Wisely, en afhverju hagar hann sér svona grunsamlega? Mystery hópurinn þarf að leysa málið fljótt, enda finnst sjónvarpsfréttamanninum Heather Jasper-Howe þau vera fábjánar. ... minna

Aðalleikarar

Matthew Lillard

Norville "Shaggy" Rogers

Linda Cardellini

Velma Dinkley

Seth Green

Patrick Wisely

Peter Boyle

Old Man Wickles

Tim Blake Nelson

Johnathan Jacobo

Alicia Silverstone

Heather Jasper-Howe

Kevin Durand

Black Knight Ghost

Neil Fanning

Scooby-Doo (voice)

C. Ernst Harth

Miner 49er

Barney Burman

C.L. Magnus

Lisa Ann Beley

Mullet Nerdette #2

Rodolfo De Alexandre

Evil Masked Figure (voice)

Bob Papenbrook

Black Knight Ghost (voice)

Brittany Paige Bouck

10,000 Volt Ghost / Zombie / Red Eye Skeleton (voice)

J.P. Manoux

Brainiac Scooby (voice)

Brandon Jay McLaren

Skater Dude #2

Leikstjórn

Handrit


Ég á aldrei eftir að fyrirgefa vini mínum fyrir að láta mig horfa á þessa þvælu. Mér fannst þetta einstaklega leiðinleg og óspennandi mynd. Gæti verið afþví að ég hef hata scooby doo alla mína tíð en þrátt fyrir það, þá held ég að allir geti verið sammála að þetta sé leiðinleg mynd. Húmorinn er gjörsamlega glataður, þrátt fyrir margar misheppnaðar tilraunir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eins góð og svona mynd getur orðið
Ekki hef ég einu sinni hugmynd um hvers vegna ég skellti mér á þessa, þar sem fyrri myndin var býsna léleg og jafnvel þættirnir eru endalaus copy-of-a-copy. En það kom mér á óvart að Scooby-Doo 2 skuli hafa reynst mun áhorfanlegri mynd en ég bjóst við, og betri en sú fyrri (orðið ''skárri'' passar þó betur miðað við gæði hennar). En ekki fara að skynja að einhver meðmæli séu á leiðinni hjá mér.

Besta lýsing þessarar myndar er að hún er fín meðan stendur. Maður hlær stundum að vitleysunni, hefur lúmskt gaman af hamagangnum, brosir út í eitt við sumum gestahlutverkunum og þetta sannfærði mig a.m.k. mun meira en áður og því er ég örlátari gagnvart framhaldinu. Mér finnst hinsvegar frekar slappt af aðstandendum að hafa ekki bætt tæknibrellurnar. Titilpersónan er alveg nákvæmlega eins og í fyrri myndinni og hefur ekkert verið lagt í að gera hana flottari. Heldur hefur ekki mikið verið lagt í handrit miðað við fjármagnið, en það er þó allavega skárra núna og myndin er mjög trú teiknimyndunum á köflum.

Krakkar eiga eftir að elska þessa mynd, en fullorðnir... Tja... Ef gert er ráð fyrir hvers konar efni er um að ræða fyrirfram ætti þetta ekki að vera svo slæmt.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn