Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dawn of the Dead 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. apríl 2004

When the undead rise, civilization will fall.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Eftir að dagvaktinni á spítalanum lýkur fer hin unga og fallega hjúkrunarkona Ana heim til síns heittelskaða eiginmanns, og sefur hjá honum. Daginn eftir, eftir að eiginmaðurinn er myrtur af nágranna þeirra, þá vaknar hann upp frá dauðum. Það fer allt í uppnám í hverfinu, og hún flýr að heiman. Þegar hún er komin út í skóg og fer að sjá hlutina í... Lesa meira

Eftir að dagvaktinni á spítalanum lýkur fer hin unga og fallega hjúkrunarkona Ana heim til síns heittelskaða eiginmanns, og sefur hjá honum. Daginn eftir, eftir að eiginmaðurinn er myrtur af nágranna þeirra, þá vaknar hann upp frá dauðum. Það fer allt í uppnám í hverfinu, og hún flýr að heiman. Þegar hún er komin út í skóg og fer að sjá hlutina í samhengi aftur, þá hittir hún lögregluþjón og aðra eftirlifendur. Þau finna sér skjól í verslunarmiðstöð. Fljótlega koma fleiri eftirlifendur og þau átta sig á því að ef þau eiga að halda lífi, þá ættu þau að halda hópinn þar sem uppvakningar hafa tekið öll völd í heiminum. Munu þau lifa af þennan alheimsfaraldur? Þegar það er ekki lengur neitt pláss í helvíti, þá flæða uppvakningar um Jörðina. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er endurgerð af gömlu myndinni og ég verð að segja að þessi er mjög nálægt því að vera jafngóð og hin. Anna vaknar einn morgun og næstum allir í hverfinu....heiminum eru orðnir afturgöngur. Hún fer inn í bíl og keyrir af stað en einhver feitur gaur reynir að taka bílinn af henni og þá keyrir hún útaf og rotast. Þegar að hún vaknar stígur hún útúr bílnum og sér þar löggu sem ber nafnið Kenneth. Þau fara saman einhvert og hitta þrjár aðrar manneskjur og þau fara öll saman inn í verslunarmiðstöð og hitta þar mjög leiðinlega öryggisverði sem læsa þau inni í klefa en þau komast auðvitað út og læsa þá inni í þessum klefa. Síðan kemur einhvað fólk í trukk og fer líka í klasann. Ég ætla ekki að segja meira, þetta er mjög góð mynd sem ég mæli með.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis afþreying. Kona ein vaknar einn morguninn þar sem að allt er lagt í eyði. Síðan hittir hún löggu og annað fólk sem fara á öruggasta staðinn sem þau vita um...verslunarmiðstöðina!

Hefðu mátt haldalaginu The Gonk en annars ágætismynd!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Uppvakningamyndir eins og 28 Days Later og núna Dawn of the Dead (endurgerð frá 1978) eru orðnar vinsælar í kvikmyndahúsum núna, ég veit ekki af hveju. Kannski Hollywood að græða pening, en 28 Days Later var nú Ensk. Það sem uppvakningamyndir eiga ekki að gera er að taka hlutum of alvarlega. Það fer illa með svona myndir. En Dawn of the Dead tekur sér alls ekki og alvarlega. Það er mikill húmor í myndinni sem er blandaður við morðin og átin sem er gott að mínu mati. Það er lítið sem hægt er að segja meir um myndina en að hún er góð og er nógu ´skemmtileg´ til að halda manni við skjáinn. Eins og 28 Days Later hefur hún kamerustíl sem er að hrista og að vera á eins mikilli hreyfingu og hægt er, það skapar víst andrúmsloft fyrir áhorfendur. Leikararnir voru flestir góðir. Persónurnar voru sumar þvílíkt góðar. Það var eitt sem kom að óvart var 10 sekúndna kynlífsenan í sturtunni, mér fannst bara örvandi að sjá það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég veit ekki hvað fólk sér gott við þessa mynd. Endurgerðir af bíómyndum af gamla tímanum hafa flestar verið ótrúlega leiðinlegar, fyrir utan The Fly. Sjálfur hef ég nú ekki séð gömlu myndina en ég get vel trúað því að hún sé mun betri en þessi. Þráðurinn er einhvern veginn á þá leið að Ana kemst að því þegar hún vaknar að dóttir hennar og maðurinn hennar breytast í blóðþyrsta zombia og hún flýr af hólmi til þess að leyta að eftirlifendum. Og hún finnur nokkra og þau þurfa að vera saman í verslunarmiðstöðinni til þess að lifa af. Þessi leikstjóri hefur örugglega fengið influensu frá myndum eins og 28 Days Later(þá er ég bara að tala um að láta zombiana hlaupa). Hann reynir að hafa fyndinn húmor í myndinni en hann ofnotar hann allt of mikið og á endanum fær maður bara ógeð á þessu öllu saman. Ekki veit ég hvernig fólk getur borið þessa mynd saman við Braindead varðandi húmor en ég get sagt ykkur að húmorinn og ógeðisatriðin í Braindead eru miklu betri heldur en í þessari mynd, þau eru mjög slöpp ógeðisatriðin í þessari mynd. Svo eru svona smáatriði sem eru gjörsamlega að klikka hér, dæmi: Handritið að þessari mynd er alveg hræðilegt, leikararnir mjög lélegir allir saman(sorglegt að sjá Ving Rhames vera með svona lélega frammistöðu í kvikmynd) og spennuna vantar algjörlega í þessa mynd. Bregðuatriðin mjög léleg og svo vantar öll frumlegheitin í myndina, eins og var í myndinni 28 Days Later. Mín niðurstaða: Ef þið viljið sjá virkilega spennandi og góðar zombie/hrollvekjumyndir, þá mæli ég með 28 Days Later, Resident Evil(ótrúlegt en satt þá fannst mér hún miklu betri en þessi), Evil Dead myndirnar, The Night of the Living Dead, Cabin Fever o.s.frv. Það er algjör sóun á 800 kr. að fara á þessa hörmung. Frekar hefði ég farið út á leigu og leigt 2 gamlar og góðar zombiemyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir vinsældir 28 Days Later (2002) sem fjallaði um veiru sem gekk á milli fólks með blóði og snéri því í blóðþyrsta brjálæðinga, gaf Universal grænt ljós á að endurgera Dawn of The Dead (1978) eftir George A. Romero.


Zombie myndir náðu miklum vinsældum um 1980 stuttu eftir útgáfu Dawn of The Dead sem oftar en ekki hefur verið talin sú besta í þeim flokki. Zombie myndir ganga út á það að veira dreifir sér með biti, sem veldur því að þeir sem sýkjast deyja og lifna svo við, ráfandi um eftir fleiri fórnarlömbum. Þar sem við erum komin í MTV öldina þá gengur ekki lengur að láta afturgöngurnar ráfa um heldur erum við komin hér með afturgöngur sem stökkva, hlaupa, hjóla, syngja og þar fram eftir götunum. Allt þetta er svosem gott og blessað ef það er það sem til þarf til að halda athygli bíógesta nú til dags, svo ekki sé minnst á svokölluð bregðuatriði með nokkura mínútna millibili.


Í Dawn of The Dead kynnumst við Ana sem er hjúkrunarkona sem lifir að því virðist góðu lífi með kærasta sínum í vinalegu úthverfi. Einn daginn snýst allt við þegar veira breiðist út sem vekur upp dauða og snýr þeim í blóðþyrst skrímsli. Ana sleppur naumlega að heiman og rekst á fleiri sem komust af og koma þau sér fyrir í verslunarmiðstöð en margir ófyrirséðir atburðir gera þeim lífið leitt.


George A. Romero, leikstjóri og handritshöfundur upprunarlegu myndarinnar hafði tilgang með myndinni sinni. Í Dawn of The Dead (1978) sjáum við neytendasamfélagið í hnotskurn, afturgöngurnar ráma enn um verslunarmiðstöðina af því er virðist gömlum vana, þ.e. það sem það gerði í lifanda lífi. Fólkið sem lifir af getur lifað góðu lífi í verslunarmiðstöðinni því þar er allt sem það dreymir um, afþreyingu og mat.

Þessu er því miður sleppt af einhverri ástæðu í endurgerðinni þar sem verslunarmiðstöðin er bara hentugur staður að til að fela sig þangað til hjálp berst. Það olli mér miklum vonbrigðum að þessum mikilvæga hlut hafi verið kastað út um gluggan því þetta var nú einusinni það sem gerði Dawn of The Dead að því sem hún var.


Það væri hræsni að segja að Dawn of The Dead væri ekki vel gerð eins og er með allar Hollywood myndir. Förðunin er frábær og leikstjórnin er eins og búast má við. Það sem hrjáir myndina í alla staði er handritið. Við erum með of mikið af persónum sem eru einungis ætlaðar til að verða afturgöngunum að bráð fyrr eða síðar og veldur þetta því að vegna fjölda persóna er erfitt að kynnast einum né neinum.

Zombie breytingin, þ.e. að hafa þá ólympíuhlaupara sem geta rifið niður hurðir og hvað eina í stað gömlu góðu ráfandi hægu afturgöngunar kemur illa niður á myndinni. Auðvitað fáum við mikið af bregðuatriðum og spennandi árásum en vegna þess hve hættulegar þessar afturgöngur eru fáum við að sjá voðalega lítið af þeim miðað við venjulega zombie mynd.


Klippingin er agaleg, eins og vill oft vera með nýlegar hryllingsmyndir, þá er myndavélin á fullu og klippt úr einu yfir í annað, án þess að maður fái tíma til að anda. Þetta veldur því að maður má ekki blikka augunum af hræðslu um það að missa af einhverju og jafnvel þrátt fyrir það er erfitt að átta sig á hvað er í gangi.


Zack Snyder er nýkomin úr heimi tónlistarmyndbanda, eins og virðist vera vinsælt með að setja slíka nýgræðinga undir stýrið á svona myndum. Miðað við það sem við sjáum og sjáum ekki, ætti maðurinn að halda sig við tónlistarmyndböndin þar sem ég hefði betur skemmt mér hefði þetta verið klippt niður í fimm mínútna tónlistarmyndband.


Myndin verður langdregin á köflum og jafnvel hlægilega bjánaleg. Sumar pælingarnar í sögunni eru gjörsamlega út í hött og mörg einfaldlega misheppnuð, eins og myndin í heild sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.04.2022

Sjón og hinar stjörnurnar á forsýningu The Northman í London í gær

Kvikmyndin The Northman var frumsýnd í London í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Á meðal gesta var rithöfundurinn Sjón sem skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum, Robert Eggers. Leikstjórinn Robert Eggers, ...

20.12.2021

Sjón og Bjarkar-myndin Northman með fyrstu stiklu

Fyrsta stiklan úr stórmyndinni The Northman var birt í dag en myndin verður frumsýnd á Íslandi 1. apríl 2022. The Northman er epísk stórmynd sem segir frá því hversu langt víkingaprins einn er tilbúinn að ganga til að ná f...

15.09.2020

Vildi fara allt aðra leið með víkingamynd en flestir

„Ástæðan fyrir því að við erum að vinna saman er að við höfum báðir áhuga á að birta innri veruleikann í sögunni, í því hvernig fólk hagar sér og upplifir veruleikann.“Svo mælir listamaðurinn Sigurjón Birgir...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn