Náðu í appið

Torque 2004

Frumsýnd: 5. mars 2004

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Sök er komið á bifhjólamanninn Cary Ford af gömlum keppinaut, og hann sagður hafa myrt annan meðlim mótorhjólagengis en svo vill til að hann er bróðir Trey, sem er leiðtogi alræmdasta mótorhjólagengis í landinu. Ford leggur á flótta og reynir að hreinsa sig af ásökununum, en Trey og gengi hans eru á hælunum á honum.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Hér er um að ræða spennumynd í anda Fast and the Furious myndanna. Að gera myndir sem slíkar er listgrein í sjálfu sér.

Það sem þær þurfa sérstaklega er hraðskreið farartæki( mótorhjól í þessu tilviki), gellur,töffara og myndirnar verða að vera keyrðar á miklum hraða til þess að þetta gangi allt upp. Áhættuatriðin í þessari mynd eru hreint út sagt mögnuð, tónlistin passar mjög vel við þema myndarinnar og kvennfólkið er ekki af verra endanum. Leikurunum tekst vel upp í því sem þeir eiga að gera,vera sexy og töff og uppistaðan er frábær spennumynd í hárréttri lengd.


Torque er flugledasýning frá upphafi til enda og gef ég henni hiklaust 4 stjörnur af 4 mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Torque er eiginlega bara The Fast and the Furious nema bara á mótorhjóli í staðin fyrir bíla. Mjög mikið rip off. Mér fannst myndin í heildina litið bara mjög sorgleg.




Hún er svona spennumynd ætluð krökkum frá 5 ára upp til 10 ára aldri en er samt bönnuð yngir en 16. Mótorhjólin eru reyndar alveg ótrúlega flott, og mótorhjóla atriðin eru flott, eltingarleikurinn er ágætur, og mjög fallegar stelpur, eins og ég sagði, eiginlega nákvæmlega sama formúlan og í the fast and the furious. Mótorhjóla atriðin er því miður eina það jákvæða við þessa hreint út sagt hræðilega mynd. Leikararnir eru alveg hræðilegir, Ice Cube hefur haft sína góðu og vondu frammistöðu í bíómyndum, en aldrei hefur hann verið jafn hræðilegur og í þessari mynd. Martin Henderson er ágætis leikari, en jú jú fínn líka þarna, nema bara svo hræðilega hallærislegur. Svona lélegir brandarar í þessari mynd, aðalpersónan að segja hræðilega brandara, þegar þeir eru á 300 km hraða, á mótorhjólum, og vondu kallarnir með vélbyssur á eftir þeim. Þið vitið hvernig þetta er, maður hefur séð svona myndir öruglega þúsund sinnum áður. Ætlaði að gefa fílu karl, en ákvað að gefa hálfa stjörnu, því að það eru nú fáar myndir sem eiga það skilið að fá fílukarl, en þessi var nú alveg rosalega nálægt því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ojj Torque, ég vildi bara fá endur greitt fyrir þetta ógeð, en ég gef hálfa stjörnu fyrir flott áhættuatriði, EKKERT ANNAÐ!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég sá sýnishornið þá sagði ég með sjálfum mér: VÁ!, djöf er þetta eitthvað ÝKT sýnishorn. Myndin á aldrei eftir að verða neitt í líkingu við þetta...ég meina, það er engin mynd svona. Reyndar minnir mig að trailerinn sé mestmegnis úr byrjunaratriðinu, þannig að ég varð ekki sannfærður um að myndin yrði eins og byrjunaratriðið gaf í skyn þegar ég sá það. En eftirá að líta er myndin út í gegn nákvæmlega eins og sýnishornið. Ef einhver vill adrenalín, gerðu svo vel...
Reyndar verður þessi mynd flokkuð sem B mynd í mínum huga, bæði óþekktir leikarar, lélegt dialogue og leikstjórn ekki upp á marga fiska. Það kemur þá kannski svolítið á óvart að mér hafi fundist þessi mynd virkilega góð, eða allavega mjög skemmtileg. Hún hreinlega gerir bara það sem hún á að gera virkilega vel.Hún á að vera svöl adrenalínbomba. Það tekst henni líka virkilega vel. Þó aðalleikarinn hafi ekki leikið stórkostlega skilaði hann sínu með því að vera virkilega svalur(þó sama eigi ekki við um alla aðra), akkúrat þess sem var krafist af honum. Gellan hans var líka virkilega heit, þ.e. hún skilaði því sem til var ætlast :). Myndinni tekst líka vel að vera súperhröð og virkilega ýkt. Á tímabili var maður ekki viss hvort maður væri að horfa á bíómynd eða í tölvuleik - hefði alveg eins getað verið í NFS:Underground, bara á mótorhjóli. Ekki það að tæknibrellurnar(sem voru ansi margar) hafi verið ÞAÐ illa gerðar, bara svipuð stemming og í leikjum. Tónlistin var virkilega góð, passaði mjög vel við. En það besta við myndina var lengdin á henni, 80 mín. Fullkomin lengd fyrir mynd eins og þessa. Semsagt bara virkilega góð afþreying, sér í lagi ef þú hefur takmarkaðan tíma og fannst fast & the furious ekki leiðinlegar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór með því hugarfari á myndina að þetta væri hálf hallærisleg en flott mynd, enda gaf bæði posterinn og trailerinn það sterklega til kinna. Raunin varð svo að það var alveg gert í því að hafa myndina eins hallærislega og hægt var, og gert var grín að frösum einsog i live my life a quarter mile at a time, en þetta sagði Dísillinn svo eftirminnilega í eldri mynd sama framleiðanda. Þetta var alveg fyrsta flokks grínmynd þar sem það var gert svo mikið í að hafa liðið hallærislegt, og Ice Cube blessaður.. hann kann bara ekkert að leika. Myndatakan, brellurnar, stuntin, gellurnar og lætin voru svo ekkert til að gera þetta neitt leiðinlegra, og þarna var þarna á ferðinni held ég svalasta upphafsatriði bíómyndar sem ég man allavega eftir þessa stundina.. allavega sat ég bara agndofa og hló þegar það var búið, því fyrir gutta sem hefur gaman af öllum hraðskreiðum tækjum, þá var þetta næstum of flott til að vera satt. Allt annað en _góð mynd_, snilldar mynd samt sem áður ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn