Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Monster 2003

Justwatch

Frumsýnd: 6. febrúar 2004

The first female serial killer of America

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 74
/100
Charlize Theron vann bæði Óskarsverðlaun og Golden Globe fyrir bestan leik í aðalhlutverki.

Sönn saga raðmorðingjans Aileen Wuernos, eins fyrsta kvenkyns raðmorðingjans, sem var sakfelld fyrir að narra menn til sín og drepa þá síðan, og var að lokum tekin af lífi árið 2002. Wuornos átti efiða æsku, litaða af misnotkun og eiturlyfjamisferli í Michigan. Hún varð vændiskona þegar hún var 13 ára gömul, og varð ófrísk sama ár. Hún flutti að... Lesa meira

Sönn saga raðmorðingjans Aileen Wuernos, eins fyrsta kvenkyns raðmorðingjans, sem var sakfelld fyrir að narra menn til sín og drepa þá síðan, og var að lokum tekin af lífi árið 2002. Wuornos átti efiða æsku, litaða af misnotkun og eiturlyfjamisferli í Michigan. Hún varð vændiskona þegar hún var 13 ára gömul, og varð ófrísk sama ár. Hún flutti að lokum til Flórída þar sem hún byrjaði að vinna fyrir sér sem vændiskona við þjóðveginn, og þjónustaði einkum vörubílstjóra. Myndin fjallar um níu mánaða tímabil í lífi hennar, á milli 1989 og 1990, en þá átti Wuornos í lesbísku sambandi við unga konu að nafni Selby. Á sama tíma þá byrjar hún að myrða viðskiptavini sína til að reyna að ná í peninga án þess að þurfa að selja sig. Þegar hún er að lokum handtekin ber hún fyrir sig sjálfsvörn, en er að lokum sakfelld.... minna

Aðalleikarar

Charlize Theron

Aileen Wuornos

Christina Ricci

Selby Wall

Bruce Dern

Thomas

Lee Tergesen

Vincent Corey

Pruitt Taylor Vince

Gene / Stuttering "John"

Marco St. John

Evan / Undercover "John"

Mack Swain

Will / Daddy "John"

Scott Wilson

Horton / Last "John"

Kurt Luedtke

Charles

Kane Hodder

Undercover Cop

Leikstjórn

Handrit


Hafði ekki miklar vonur vegna þessarar myndar. Ég fékk svo það sem ég bjóst við. Einhverja leiðinlega dramamynd um konu sem átt hefur það erfitt að hún ákveður að láta sína erfiðleika bitna á öllum öðrum. Það að Theron og Ricci eru lesbískt par er bara ekki nóg. Myndi halda að það væri erfitt að klikka á því. En það er víst ekki tilgangurinn með myndinni (sennilega bara einhverjir draumórar hjá mér :). Ég mæli alls ekki með þessari mynd, enda ein sú leiðinlegri í langann tíma. Horfði á myndina með tveimur af hinu kyninu og voru þær mér fyllilega sammála.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær drama sem byggir á sannsögulegum atburði. Charlize Theron sýnir hér ótrúlegan leik og þvílík umbreyting á einni manneskju. Hálf óhugnanlegt. Myndin er í alvarlegri kantinum en með betri dramamyndum sem maður hefur séð. Christina Ricci er líka með góða túlkun á sínum karakter og gaman að sjá hana í alvöru mynd. Pottþétt skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er ekki hægt að segja annað en að myndin sé mjög góð en ég var með hroll allan tímann yfir því hversu ljót manneskjan var.

Skutlan Charlize Theron leikur monsterið og maður sér hana aðeins skína í gegn, sennilega er það ástæðan fyrir hrollinum, það og að einhver manneskja hafi laðast að henni.

Það er alveg magnað hversu vel hún skilar hlutverkinu og fer hún hratt upp álitaskalann hjá mér þar sem ég leit hana aldrei þeim augum að hún kynni að leika, einungis að hún væri flott pía til að laða mann í bíó. En nóg um hana, Christina Ricci sýnir líka stór fínan leik í myndinni sem uppreisnagjörn lesspía sem heillast að MONSTERINU ótrúlegt hvað hún hefur sloppið vel frá Adams Famely.

Það er ekki hægt annað en að mæla með myndinni, ágætis drama en ekki fyrir neina spennufíkla.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin Monster fer með áhorfandann allan tilfinningaskalann og snýr honum í marga hringi. Monster er stórkostleg kvikmynd sem skilur mikið eftir sig og sýnir manni mannlegan breiskleika á ógleymanlegan hátt. Myndin fjallar um vændiskonuna Aileen (Charlize Theron) sem hefur ekki átt sjö dagana sæla í gegnum ævina. Hún er komin á fremsta hlunn í lífinu og er að því komin að binda endi á þetta allt saman þegar hún kynnist Selby (Christina Ricci). Selby er lítil dekurstelpa og með Aileen getur hún sýnt foreldrum sínum að hún má sko hvað sem er. Samband Aileen og Selbyar þróast út ástarsamband og það er alltaf spurning um hver er að nota hvern. Aileen treystir ekki karlmönnum og tekur uppá því að drepa kúnnana og hirða peninginn. Það á eftir að draga dilk á eftir sér. Monster er ógleymanleg mynd sem allir kvikmyndaunnendur verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.11.2023

Danskvæði um söngfugla og slöngur vinsælust

Nýja Hungurleikamyndin fór rakleitt á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina þegar meira en þrjú þúsund manns greiddu aðgangseyri, samtals nærri sex milljónir króna. Myndin heitir The Ballad of Songbirds and S...

30.09.2023

Mannfólkið er vondi kallinn

Breska dagblaðið The Daily Telegraph gefur vísindaskáldsögunni The Creator, sem kom í bíó nú um helgina hér á Íslandi, fjórar stjörnur af fimm mögulegum, en eins og segir í umfjölluninni er mannfólkið vondi kallin...

15.09.2022

Óvinir sameinast um samsæri

Fráskilin hjón (George Clooney og Julia Roberts) taka sig saman og fara til Balí til að forða ástfanginnidóttur sinni frá því að gera sömu mistök og þau gerðu fyrir aldarfjórðungi í kvikmyndinni Ticket to Paradise sem kemur ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn