Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 ára

From Russia with Love 1963

(James Bond 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

His new enemies, His new women, His new adventures!

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 83
/100
Vann Bafta verðlaun fyrir kvikmyndatöku og var tilnefnd til Golden Globe fyrir besta lag í kvikmynd: "From Russia with Love".

Bond fer til Rússlands til að bjarga málum. Hann á meðal annars í höggi við illmennið Donald Red Grant og einnig fyrrum starfskonu sovésku leyniþjónustunnar, Rosa Klebb. Þegar Grant mistekst að koma Bond fyrir kattarnef beitir hún eigin brögðum, eituroddum sem eru faldir í skóm hennar. Tatiana Romanova fellur fyrir sjarma Bond og hljálpar honum að stela mikilvægu... Lesa meira

Bond fer til Rússlands til að bjarga málum. Hann á meðal annars í höggi við illmennið Donald Red Grant og einnig fyrrum starfskonu sovésku leyniþjónustunnar, Rosa Klebb. Þegar Grant mistekst að koma Bond fyrir kattarnef beitir hún eigin brögðum, eituroddum sem eru faldir í skóm hennar. Tatiana Romanova fellur fyrir sjarma Bond og hljálpar honum að stela mikilvægu tæki... nokkurs konar afruglara.... minna

Aðalleikarar


Ein af betri Bond myndum sem gefin hefur verið út og þónokkuð betri en fyrri Bond myndin &8220;Dr. No.&8221; Sem var sú fyrsta.
Sean Connery klikkar ekki í þessari frekar en í öðrum Bond myndum.
Þessi mynd fer á top 3 listan yfir bestu Bond myndirnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Brilliant Bond mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur. Snilldin eina. Enn og aftur sýnir Sean Connery snilldartakta sem Bond.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

GoldenEye er ólík fyrri Bond myndum á margan hátt. James Bond hefur verið fluttur frá kaldastríðsárunum yfir í hinn nýja heim. Það er komin ný manneskja sem M, kona (Judi Dench) og Moneypenny (Samantha Bond) talar um hvort hegðun Bonds sé kynferðisáreitni, þó að hún segi það í hálf gerðu gríni liggur mikið undir því. Internetið, rafpóstur og GSM símar er eitthvað sem hefur aldrei áður komið til tals í Bond myndum, nema þá í sambandi við eitthvað ótrúlegt tæki sem Q hefur fundið upp.


James Bond er í þetta skiptið leikin af Pierce Brosnan. Brosnan er frábær sem Bond, hann sameinar næstum allt það besta úr Sean Connery(sjarmann), Roger Moore(grínið) og Timothy Dalton(hörkuna), þó að hann verði aldrei eins góður og Conner þá veit hann það alla veganna og skapar sinn eigin Bond í staðinn fyrir að herma bara eftir. Í flestum hlutverkum eru komnir nýir leikarar, Samantha Bond leikur Moneypenny. Samantha er nokkuð góð sem Moneypenny, mikið betri en Caroline Bliss var í Living Daylights og Licence to Kill. Judi Dench er hin nýa M, hún er mjög góð sem M. Í staðinn fyrir Felix(sem missti fæturna í Licence to Kill) er komin annar CIA fulltrúi, Jack Wade leikin af Joe Don Baker, hann er skemmtilegur en ég skil ekki alveg af hverju Joe Don Baker var valinn til að leika hann þars em hann lék vondakarlinn í Living Daylights! Það eru fáir sem að fá að leika bæði illmennið og góða karlinn í James Bond heiminum.


GoldenEye segir frá því þegar nokkrir rússar, meðal annars fyrrverandi breskur njósnari Alec Trevelyan eða 006 (Sean Bean), ná höndum yfir leynivopni kommúnistanna, Gullaugað. Það virkar þannig að gervihnattatungl sem er tengt risastórum gerfihnattadisk sendir geisla hvar sem er á jörðina og skemmir öll raftæki í 100 m radíús. James Bond fær meðal annara hjálp frá tölvuforritaranum Natalya Simonova (Izabella Scorupco) og fyrrum njósnara KGB Valentin Dmitrovich Zukovsky (Robbie Coltrane) sem ég verð að viðurkenna að er ein af uppáhalds persónunum mínum úr James Bond myndunum. Bond keyrir líka á flottasta bílnum síðan hann keyrði á í Goldfinger, reyndar sami bílinn Aston Martin DB5. Bond fær reyndar líka glænýjan BMW Z3 Roadster frá Q en hann fær ekkert tækifræi til að nota hann. Myndin er eins og Bond myndir gerast bestar, hún er full af hasar atriðum, tækni- og sjónbrellum, flottustu bílum sem hafa verið í Bond mynd og fleira.



sbs : 01/03/2002

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir vinsældir Dr. No var strax farið að huga að framhaldi, útkoman varð From Russia with Love, ein besta James Bond myndin. Hún hefur allt sem góð hasar/spennu mynd þarf. Góðan söguþráð, hröð hasar atriði, minnistæða þorpara og Sean Connery í toppformi.


Í þetta sinn eru illmennin ekki að leita eftir heimsyfiráðum eins og í Bond myndunum sem fylgdu eftir henni, allavegana ekki strax. Þau eru að reyna að fá rússneskt aftáknunartæki, ekki alveg jafn metnaðargjarnt og heimsyfirráð. Illmennin eru 3, Rosa Klebb (Lotte Lenya), fyrrum KGB njósnari með skemtilega skó og 5, skákmeistarinn Kronsteen (Vladek Sheybal). Þau vinna hjá SPECTRE fyrir 1, Blofeld, við sjáum ekki í andlitið á Blofeld, ekki fyrren í You Only Live Twice, þó að hann sé yfir illmennið í Dr. No og Thunderball.


Þegar James Bond hefur náð aftáknunartækinu frá dulmáls ritaranum Tatiana Romanova (Daniela Bianchi) láta Klebb og Kronsteen einn af bófum SPECTRE, Red Grant (Robert Shaw) ná því af Bond. Söguþráðurinn gengur svo út á það.


Sean Connery er hér í annað sinn sem Bond og hefur strax náð að fullkomna hlutverkið. Hann leikur hlutverkið fullur af sjálföryggi og sýnir það vel afhverju hann er vinsælasti Bondinn. Myndin er líka full af áhugaverðum aukaleikurum, Miss Universe 1960, Daniela Bianchi, það er reyndar búið að talsetja yfir röddina hennar einsog var gert með röddina í Ursula Andress í Dr. No. Lotte Lenya er frábær sem vonda konan og Pedre Armendariz í sínu seinasta hlutverki sem Kerim Bay tyrkneska bandamaður Bonds.


From Russia With Love er frábær á flestum hliðum, hún er vel leikstýrð og hefur góðan og gildan söguþráð. Hasar atriðin eru mörg mjög minnistæð, þá sérstaklega eitt, þar berst Bond við Red Grant milli tveggja vagna í lest á ferð. Hún skipar sér góðan sess með Goldfinger og On Her Majestys Secret Service sem ein af þeim allra bestu Bond myndunum. - www.sbs.is
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var búinn að steingleyma þessari mynd, enda orðin mörg ár síðan ég sá hana síðast. En þökk sé kraftaverkum kapalsjónvarpsins fékk ég að njóta hennar aftur, og er þakklátur fyrir. From Russia with Love er án efa ein besta Bond-myndin enda státar hún af svo mörgu góðu. Fyrst ber að telja Sean Connery, sem er að mínu mati eini maðurinn sem getur leikið Bond. SPECTRE skýtur upp kollinum, sem skiptir miklu fyrir sögu Bond-myndanna. Bond-daman Daniela Bianchi er gullfalleg að venju, og slagsmálaatriðið í lestinni er ótrúlega flott miðað við hversu gömul myndin er. Ég áttaði mig líka á því að Austin Powers stal sennilega einna mestu úr þessari mynd og það gerði hana bara ennþá betri. Eðaltraust Bond-klassík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.05.2021

Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri

Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á þa...

03.06.2019

Bond...James Bond x 24

Bond mynd nr. 25 er á döfinni og til stendur að frumsýna hana 8. apríl árið 2020. Allt frá 1962 hefur þessi njósnari á vegum hennar hátignar trekkt að og haldið dampi þrátt fyrir miklar þjóðfélagslegar breytingar, byltingu í...

19.07.2018

Bond aftur í Rússaglímu

Auglýsingar fyrir áheyrnarprufur fyrir kvikmyndir geta gefið ýmsar hnýsilegar upplýsingar um smáatriði í söguþræði viðkomandi mynda. Nú nýlega voru birtar auglýsingar fyrir áheyrnarprufur fyrir næstu James Bond kvikmynd,...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn