Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bad Santa 2003

Justwatch

Frumsýnd: 19. nóvember 2004

He doesn't care if you're naughty or nice.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 70
/100
Billy Bob Thornton var tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn.

Myndin segir frá tveimur svindlurum sem fara í ferðalag og flakka á milli verslanamiðstöðva klæddir sem jólasveinn og álfur. Í staðinn fyrir að breiða út fagnaðarerindi og gleði, þá er markmið tvíeykisins að ræna hvern einasta stað sem þeir koma á, sem verður flókið þegar þeir hitta átta ára gamalt barn sem kennir þeim hvað jólin þýða í raun... Lesa meira

Myndin segir frá tveimur svindlurum sem fara í ferðalag og flakka á milli verslanamiðstöðva klæddir sem jólasveinn og álfur. Í staðinn fyrir að breiða út fagnaðarerindi og gleði, þá er markmið tvíeykisins að ræna hvern einasta stað sem þeir koma á, sem verður flókið þegar þeir hitta átta ára gamalt barn sem kennir þeim hvað jólin þýða í raun og veru.... minna

Aðalleikarar

Tony Cox

Marcus

Brett Kelly

The Kid

John Ritter

Bob Chipeska

Ajay Naidu

Hindustani Troublemaker

Ty Hillman

Milwaukee Mother (uncredited)

Alex Borstein

Milwaukee Mom with Photo

Daniel Mainwaring

Milwaukee Security Guard (uncredited)

Bryan Callen

Miami Bartender

Tom McGowan

Harrison

Max Van Ville

Skateboard Bully

Curtis Taylor

Phoenix Security Guard

Cloris Leachman

Grandma (uncredited)

Kerry Rossall

Security Guard (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Pure snilld. Myndin er fyndin frá byrjun til enda. Söguþráðurinn í myndinni er mjög góður. Leikarar flestir eru góðir í sínum hlutverkum og passa mjög vel í þeim hlutverkum sem þeir eru í. Billy Bob Thornton er í miklu uppáhaldi hjá mér og er þetta með þeim betri myndum sem að ég hef séð með honum. Þó að þessi mynd sé ekki í þeim traditional jólastíl sem að jólamyndir eiga að vera í, þá verð ég að segja að þetta er ein besta jólamynd sem ég hef séð. Ein af betri myndum sem að var sýnd árið 2004. Fullt hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bad Santa er tvímælalaust með fyndnari myndum ársins 2004, skartar engum öðrum en Billy Bob Thornton í aðalhlutverki. Myndin fjallar um krimma tvo sem dulbúa sig sem sveinki og álfur í verslunarklassa um jólin en áform þeirra eru að ræna verslunarklassann seinasta daginn. Það sem mér fannst best við myndina var strákurinn litli sem þjösnast við að trúa að Billy Bob sé hinn ekta sveinki og bíður honum heim til sín til að vera. Þessa mynd ættu allir að sjá og er lítið um drama eða rómantík nema bara þá rétt í lokin eins og gengur og gerist í flestum jólamyndum, a must see eins og maðurinn sagði !!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er öðruvísi jólamynd en þær sem við erum vön að sjá um hver jól, þetta er svona jólamynd fyrir okkur fullorðna fólkið. Ég var mjög sáttur með þessa mynd þó svo að það húmorinn hafi ekki alltaf virkað en það er samt nóg af fyndnum bröndurum í þessari mynd og er Billy Bob Thornton sniðinn í þetta hlutverk. Ég sá þessa mynd reyndar fyrir ári en ég ætla mér að sjá hana aftur. Þetta er skemmtileg mynd með svörtum húmor og flottum söguþræði sem er meira og minna rugl en samt mjög hlægilegur. Ég er mjög sammála gagnrýnanda hér á undan mér og get því ekki mikið meira sagt annað en það að endilega farið á þessa mynd ef þið viljið komast í jólaskap með örðuvísi hætt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kemur ölkum í jólaskapið
Ef þú ert búinn að fá nóg af hlýjum, hjartnæmum og kátulegum jólamyndum, þá er Bad Santa mynd fyrir þig. Þetta er bleksvört en um leið stórskemmtileg gamanmynd sem er dásamleg nýjung fyrir jólamyndageirann. Í stuttu máli er þetta eins og The Grinch, nema bara fyrir fullorðna.

Billy Bob Thornton er hreint út sagt frábær í hlutverki svindlarans í jólasveinabúningi sem drekkur, blótar, rífur kjaft og hvað annað. Karakter hans er svo kaldhjartaður og örugglega fimm sinnum meiri fílupúki heldur en Trölli og jafnvel Scrooge samanlagðir. Það er þó akkúrat útaf þessum karakter sem ég mæli með myndinni. Og þar sem að þetta er ætluð að vera svört gamanmynd, þá er ljóst að henni var ætluð að vera svona ósmekkleg og andstyggileg. Sumir eru eflaust viðkvæmir við að sjá ölvaðan jólasvein blóta gagnvart smákrökkum - en gleymið ekki - þetta er allt gert í gríni. Sumt er vissulega út úr kú og virkar ekki húmorinn alltaf, en í mörgum tilfellum er myndin alveg óborganlega fyndin.

Mér fannst samt eins og persónudýpt hefði mátt vera meiri (já, ótrúlegt en satt þá hefði ég viljað getað eytt meiri tíma með fíflinu), og þá sérstaklega fyrst að leikstjórinn sé sá sami og sá um hina persónudrifnu Ghost World (sem var mjög góð mynd by the way). En eins og ég tók fram, ef þú vilt ekki sjá fleiri væmnar eða fullhlýjar jólamyndir lengur, þá er víst skylda fyrir þig að tékka á þessari.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.12.2020

Cook ráðin í He’s All That

Bandaríska leikkonan Rachael Leigh Cook mun bregða fyrir í gamanmyndinni He’s All That, væntanlegri endurgerð hinnar geysivinsælu She’s All That frá 1999. Cook fór þar með annað aðalhlutverkið. Kynjahlutverkum verð...

28.11.2016

Furðuverurnar áfram heillandi

Ævintýramyndin Fantastic Beasts and Where to Find Them er traust á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans eftir sýningar helgarinnar, en myndin er langaðsóknarmesta kvikmyndin hér á landi aðra vikuna í röð. Dónalegi jólasv...

27.11.2016

Moana næst vinsælust í sögunni

Disneyteiknimyndin Moana, eða Vaiana eins og hún heitir hér á Íslandi, var best sótta myndin í Bandaríkjunum yfir Þakkargjörðarhelgina sem nú er að renna sitt skeið, og þénaði 81,1 milljón Bandaríkjadali yfir fimm...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn