Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 ára

Dr. No 1962

(James Bond 1)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

His name is Bond. James Bond.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 78
/100
Ursula Andress vann verðlaun sem besti nýliðinn á Golden Globe.

Njósnari hinnar hátignar, James Bond ( 007 ) er besti njósnari landsins og þótt víðar væri leitað. Hann er nú í hættulegum leiðangri þar sem hann þarf að leysa morðgátu, en annar njósnari, kollegi Bonds, hefur verið myrtur. Hann fer til Jamaica þar sem hann slæst í för með Quarrel og CIA leyniþjónustumanninum Felix Leiter. Bond þarf að kljást við... Lesa meira

Njósnari hinnar hátignar, James Bond ( 007 ) er besti njósnari landsins og þótt víðar væri leitað. Hann er nú í hættulegum leiðangri þar sem hann þarf að leysa morðgátu, en annar njósnari, kollegi Bonds, hefur verið myrtur. Hann fer til Jamaica þar sem hann slæst í för með Quarrel og CIA leyniþjónustumanninum Felix Leiter. Bond þarf að kljást við eitraðar köngulær, eldspúandi dreka og þrjá leigumorðingja sem þekktir eru undir nafninu Blindu mýsnar þrjár. Bond laðast mjög að hinu kyninu, og hittir hina íðilfögru Honey Ryder, þar til hann mætir svo hinum illa Dr. No.... minna

Aðalleikarar

Sean Connery

James Bond

Ursula Andress

Honey Ryder

Jack Lord

Felix Leiter

Anthony Higgins

Professor R. J. Dent

Zena Marshall

Miss Taro

Eunice Gayson

Sylvia Trench

Lois Maxwell

Miss Moneypenny

Peter Burton

Major Boothroyd

Yvonne Shima

Sister Lily

Leikstjórn

Handrit


Hér er fyrsta myndin af 20 Bond myndunum. Sean Connery er virkilega svalur í hlutverki Bonds. Myndin er einnig spennandi og góð skemmtun fyrir alla. Og alveg pottþétt ein af bestu Bond myndunum í seríunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein af betri Bond myndinum og besta Bond mynd Connerys þær næst bestu eru

thunderball og from Russia whith love.

Myndin er flott og inniheldur flotta leikara svo sem Sean Connery og Ursula Andress

en að mínu mati er myndin svolítið stutt en allavega ekki með alltof löng loka bardagaatriði sem gerast oftast í virki illmennsins eins og flestar hinar Bond myndirnar.

James Bond(Connery)þarf að fara til jamaica til að rannsake morð á njósnurum breskau leyniþjónustunnar.Kíkið endilega á þessa hvort sem þið eruð Bond aðdáendur eða ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Dr No er ein besta bondmynd allra tíma sem allir verða að sjá. Nú hér er verið að segja frá breska njósnaranum James Bond(Sean Connery), hann á hér að ná manni sem kallar sig Dr No hann ferðast á eyju þar sem hann hittir Honey Reider(Ursla Anders) sem er ung stúlka sem hann fellur fyrir. Hann lendir í vandræðum eins og vanalega en hann sleppur auðvitað alltaf........ Þú sem ert að lesa þetta verður bara að sjá þessa mynd Sean Connery sínir sinn besta leik í fyrstu James Bond myndini sem slær út flestar Bond myndir. SJÁIÐ ÞESSA!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef ekki er tekið með sjónvarpsþættinum Casino Royale (1950), þá er Dr. No fyrsta skiptið sem James Bond kom á filmu. Ian Fleming vildi fá David Niven en framleiðendurnir, Harry Saltzman og Albert Broccoli vildu hafa Bond fyrir alla, ekki bara aðdáendur bókarinnar. Hann átti að vera fyndnari og smeðjulegri og ekki eins kaldrifjaður, þó að hann er miklu kaldrifjaðri hér heldur en hann varð í næstu myndum og er ekkert líkur Bondinum sem Roger Moore lék 11 árum seinna. Þeir vildu helst fá Cary Grant til að leika hann en hann vildi bara skrifa undir samning fyrir eina mynd, þeir vildu þá fá Roger Moore en hann var undir samningi fyrir The Saint, loks varð fyrirsætan skoska Sean Connery fyrir valinu og þrátt fyrir að George Lazenby, David Niven, Roger Moore, Timothy Dalton og Pierce Brosnan hafa leikið hlutverkið þá stendur hann oftast upp úr sem hinn eini sanni Bond.


Bond fer til Jamaiku eftir að annar njósnari hvarf þar. Hann hittir þar CIA fulltrúan Felix Leiter(sem kemur fram í nokkrum fleiri Bond myndum) og Quarrel (John Kitzmiller) bátseiganda sem hjálpaði njósnaranum sem hvarf að komast á litla eyju sem er í eigu dularfulls vísindamanns, Dr. No. Bond fer á eyjuna og hittir þar Honey Rider og þau lenda svo í klóm Dr. No, sem vinnur hjá SPECTRE(Special Executive for Counterintelligence Revenge and Extortion) og stefnir á heimsyfiráð.


Í myndinni eru flestar persónurnar kynntar, M (Bernard Lee), fröken Moneypenny (Lois Maxwell), Felix Leiter (Jack Lord) en maður saknar reyndar Desmond Llewelyn sem Q en í Dr. No er er hann bara kallaður eftir nafninu sínu, Major Boothroyd og er leikin af Peter Burton. Hann kemur bara fram í einu atriði til þess að láta Bond fá nýa byssu, Walther PPK sem að Bond gengur ennþá með. Myndin er raunverulegri en flestar Bond myndirnar, Bond hefur engin tæki frá Q til að hjálpa sér, hann verður að sýna eigin gáfur(í einu atriðinu þarf hann að vera í kafi og hann notar hola grein til að anda). Bond er líka barinn í einu atriðinu og það sjást skrámurnar á honum. Fyrsta Bond stelpan og án efa frægasta, Honey Rider (Ursula Andress) setur standardinn sem hefur verið seinustu 40 ár hjá Bond stelpunum. Dr. No er löngu orðin klassísk mynd í kvikmyndasögunni, fyrsta myndin af vinsælustu kvikmyndaseríu sem gerð hefur verið. Það eru 40 ár síðan hún kom út og hún er enn frábær.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.06.2019

Bond...James Bond x 24

Bond mynd nr. 25 er á döfinni og til stendur að frumsýna hana 8. apríl árið 2020. Allt frá 1962 hefur þessi njósnari á vegum hennar hátignar trekkt að og haldið dampi þrátt fyrir miklar þjóðfélagslegar breytingar, byltingu í...

26.04.2019

Auðvelt að tengjast Bond í túlkun Craig

Eins og sagt var frá fyrr í vikunni í helstu miðlum, þá mun Bohemian Rhapsody leikarinn Rami Malek leika aðal óþokkann í næstu James Bond mynd, þeirri 25. í röðinni. Rami Malek er klár í slaginn. Í tilefni af opinbe...

02.01.2013

"Nei, ég vonast til að þú deyir" valinn besti Bond frasinn

"No, Mr Bond, I expect you to die" eða "Nei hr. Bond, ég vonast til að þú deyir" hefur verið valinn besti Bond frasi allra tíma. Frasinn er úr myndinni Goldfinger frá árinu 1964 og er svar við því þegar Bond segir: "You ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn