Náðu í appið
3
Bönnuð innan 12 ára

Star Wars: The Phantom Menace 1999

(Star Wars: Episode I - The Phantom Menace)

Justwatch

Frumsýnd: 10. febrúar 2012

One Truth, One Hate

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 51
/100
Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna fyrir bestu brellur, bestu hljóðbrellur, besta hljóð.

Hið illa viðskiptaveldi, sem Nute Gunray leiðir, áætlar að taka völdin á plánetunni Naboo. Jedi riddararnir Qiu-Gon Jinn og Obi-Wan Kenobi eru sendir til að hitta leiðtogana. En ekki fer allt eins og áætlað var. Jedi riddararnir sleppa, ásamt vini þeirra frá plánetunni Gungan, Jar Jar Binks, og fara til Naboo til að vara drottninguna Amidala við yfirvofandi árás,... Lesa meira

Hið illa viðskiptaveldi, sem Nute Gunray leiðir, áætlar að taka völdin á plánetunni Naboo. Jedi riddararnir Qiu-Gon Jinn og Obi-Wan Kenobi eru sendir til að hitta leiðtogana. En ekki fer allt eins og áætlað var. Jedi riddararnir sleppa, ásamt vini þeirra frá plánetunni Gungan, Jar Jar Binks, og fara til Naboo til að vara drottninguna Amidala við yfirvofandi árás, en vélmenni hafa þá þegar hafið árásina og drottningin er ekki lengur örugg. Þau flýja og lenda á plánetunni Tatooine, og verða þar vinir ungs drengs sem nefnis Anakin Skywalker. Qui-Gon er forvitinn að vita meira um drenginn, og telur að hann eigi bjarta framtíð. Hópurinn verður núna að finna leið til að komast til Coruscant og til að leysa viðskiptadeiluna, en einhver felur sig í skugganum. Ætli hinir illu Sith riddarar séu útdauðir? Er drottningin í raun sú sem hún segist vera? Og hvað er svona merkilegt við þennan unga dreng? ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Merkilegt að það eru 10 ár síðan þessi mynd kom út, maður er farinn að eldast. Þessi mynd er betri en flestir muna eftir og þrátt fyrir galla gæti hún jafnvel verið betri en The Return of the the Jedi. Var þetta guðlast?

Auðvitað var Jar Jar slæmur og hræðileg mistök hjá George Lucas en hann er ekki mjög stórt hlutverk í myndinni. Annar galli er ungi Anakin Skywalker sem er frekar misheppnaður og pirrandi karakter. Hann dregur mikið úr þeirri dulúð sem var í kringum Darth Vader. Fólk vill oft benda á þessa punkta en gleymir öllu því góða við þessa mynd. Ég er hef alltaf reynt að horfa á þessar myndir frá jávæðu sjónarhorni, þið vitið, glasið hálf fullt og allt það. Myndin er ótrúlega flott og tónlistin er betri en nokkru sinni fyrr. Það eru skemmtileg atriði eins og pod race keppnin, Gungan vs. Vélmenna stríðið og jedi bardaginn við Darth Maul. Talandi um Darth Maul. Hann er með flottustu illmennum seríunnar og frekar fúlt að hann dó í þessari mynd. Það eru líka góðir leikarar í mydinni á borð við Ewan McGregor, Liam Neeson, Natalie Portman og Ian McDiarmid. Ofan á allt er nokkuð áhugavert undirplott sem titillinn á myndinni vitnar í og er í raun aðalplott í dulargervi.

Palpatine er þingmaður í byrjun myndarinnar og sith lord í leyni, Darth Sidious. Hann er sá sem setur alla illa atburði af stað í þessum myndum. Innrásin í Naboo er skipulögð af honum svo að Amidala drottning láti velja nýja kanslara. Palpatine verður svo auðvitað nýji kanslarinn og stígur sín fyrstu skref í átt að því að verða keisari. Myndin fjallar auðvitað líka um það hvernig Anakin Skywalker varð jedi og kynntist Obi-Wan Kenobi. Allt það hvernig hann var þræll og yfirgefur móður sína fannst mér veikasti hluti myndarinnar.

Það er alveg merkilegt hvaða það hafa farið margar heitar umræður fram um þessa mynd. Eins og hún hafi gert einhvern stórkostlega skaða. Látið annars ykkar skoðun í ljós, ég veit að það hafa allir skoðun á þessari mynd ;-)

“Weesa all sinking and no power. Whena yousa thinking we are in trouble?”

Næstum öll mynd er með tölvugerðum tæknibrellum. Það er bara eitt skot í allri myndinni sem var látið vera óbreytt og það var eitthvað rör sem úr kom gufa í nokkrar sekúndur. Upphaflegi þríleikurinn var sýndur frá sjónarhorni vélmennanna (R2D2 og 3CPO) en í nýju seríunni eru myndin sýnd frá sjónarhorni jedi riddaranna (Anakin og Obi-Wan).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skil ekki í fólki að rakka þesa mynd niður má vera að hún sé barnaleg en sammt það var ansi flott þegar Dart Maul bardaginn byrjaði soltið svona tilbreyting. Jar Jar Binks er ekki snilldar persóna en samt ekki légleg ég t.d. drast úr hlátri yfir bröndrunum hans. Liamm stóð sig vil og líks Ewen sem Obi Wan. Myndatakan var fín og brellurnar líka. Þessi mynd er verðskuldar 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Flott mynd í flesta staði þar sem að upphaf gömlu trilogiunar er gerð frekari skil. Skil ekki af hverju menn eru að rakka þessa niður þar sem að þarna er allt vandað og miklir peningar eru látnir vinna með kvikmyndagerðarfólkinu, -en ekki fyrir það. Sagan inniheldur náttúrulega aðeins of mikið af pólitík en það er reyndar uppistaða alls sem að myndirnar byggja á. Vert er að benda á að Ingvar E. Sigurðsson (kaldaljós) var sendur út í viðtal við, stóru stráka þessarar myndar, vegna möguleika í hlutverk Darth-Maul(er það ekki rétt nafn?) Það gekk ekki eftir, en hann fékk að hitta George Lucas. Ég er alls enginn sérfræðingur um StarWars (finnst þær hálfpartinn leiðinlegar) en þessi er alvega að komast með tærnar þar sem að hinar hafa skilið eftir sig fótspor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hérna er komið framhald af Star Wars (ég man ekki númer hvað) sem er ekki jafn mikil perla og gömlu myndirnar en er samt hin fínasta skemmtun.INNIHELDUR MINNSTA SPOILER ALLRA TÍMA. Þar sem Darth Vader er dáinn og eins og allir vita er hann faðir Lukes (þetta var spoilerinn) en núna er kominn nýr Darth sem heitir Darth Maul. Tæknibrellurnar eru náttúrulega góðar eins og allar Star Wars myndirnar en allir leikararnir standa sig með prýði (sérstaklega strákurinn) og leikstjórnin líka en útkoman úr þessu er bráðskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég veit ekki hvað á að segja. Star Wars er Star Wars. Kannski ætti ég að byrja á allt það góða við myndina. Tæknibrellurnar og öll tæknilega vinnslan er hrein gæði. Mjög vel gerð í alla staði. Mjög fínir leikarar líka, flestir þá meina ég. En sá sem leikur Anakin hann Jake Lloyd er því miður ekkert góður. Kannski er það hræðilega handritið eða kannski bara aldurinn hans. Handritið var því miður lélegt, hann Lucas kann ekki að skrifa lengur. Ég ofmat Episode II mjög mikið og gaf henni 4 stjörnur en nú þegar ég hugsa til baka vil ég breyta því í 3 stjörnur. Handritin hans Lucas eru hreint viðbjóð í þessum nýju Star Wars. Jar-Jar Binks er líka eitt sem dregur myndina dáldið. Hann er fyndinn á köflum en getur verið alveg afskaplega pirrandi. Leikstjórnin er ekkert sérstök heldur. Hann Lucas fékk sér assistant director og lét hann sjá um mest allt sem voru hræðileg mistök. Bardagarnir eru svosem mjög góðir flestir. Samt var geimbardaginn með Anakin sprengja upp þetta ´federation ship´ alveg hlægilegt. Tónlistin er mjög góð, John Williams bregst ekki. Episode 1 er versta Star Wars myndin, episode II var aðeins betri þannig kannski verur episode III aðeins betri en episode II? Hver veit. Annars var episode 1 vara fín mynd, alveg þess virði að eiga og horfa á stundum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

17.04.2019

Lucas ítrekar ást sína á Jar Jar Binks

George Lucas höfundur Star Wars myndaflokksins, hefur nú enn og aftur látið hafa eftir sér hver sé uppáhalds Star Wars persóna hans, en hún er Jar Jar Binks. Ekki eru þó allir jafn hrifnir. Lucas gaf þessa yfirlýs...

20.11.2016

Darth Maul snýr aftur

Star Wars þorparinn eftirminnilegi Darth Maul, úr Star Wars: The Phantom Menace, fær nýtt líf í nýrri teiknimyndablaða - stuttseríu frá Marvel á næsta ári.  Sagan mun ná yfir fimm Marvel teiknimyndasögublöð. Vinsæ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn