Náðu í appið
Öllum leyfð

Freaky Friday 2003

Justwatch

Frumsýnd: 19. september 2003

Every teenager's nightmare...turning into her mother.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Kynslóðabilið á milli Tess Coleman og unglingsdóttur hennar Anna er greinilegt. Þær einfaldlega skilja ekki hvora aðra. Eitt fimmtudagskvöld þá rífast þær á kínverskum veitingastað. Þær fá báðar kínverska spádómsköku frá móður eiganda veitingastaðarins, sem verður til þess að þær skipta um líkama daginn eftir. Eftir því sem þær venjast betur... Lesa meira

Kynslóðabilið á milli Tess Coleman og unglingsdóttur hennar Anna er greinilegt. Þær einfaldlega skilja ekki hvora aðra. Eitt fimmtudagskvöld þá rífast þær á kínverskum veitingastað. Þær fá báðar kínverska spádómsköku frá móður eiganda veitingastaðarins, sem verður til þess að þær skipta um líkama daginn eftir. Eftir því sem þær venjast betur þessum nýju og óvæntu aðstæðum, þá byrja þær að skilja betur hvora aðra, og að lokum er það sjálfsvirðing beggja sem leysir málin á endanum. ... minna

Aðalleikarar


Ég bjóst svo sem ekki við neinu sérstöku þegar ég smellti þessari í tækið en hún kom mér skemmtilega á óvart. Þetta er í alla staði vel heppnuð gamanmynd þar sem leikarar standa sig með prýði. Curtis og Lohan eru í sérstaklega góðu formi. Myndin er mikið betri en forveri hennar með Jodie Foster í aðalhlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er alveg stórkostleg... :)! Þegar ég fór á hana í bíó þá bjóst ég ekki við svona æðislegri mynd :D! Þessi mynd fjallar um tvær mæðgur.... sem eiga ekkert svo svakalega góð samskipti. Mamman er að fara að giftast nýjum manni og svonna! Hjólin byrja fyrst að snúast... (svona almennilega) þegar þær eru staddar á veitingastað og fá sér spádómskökur og vakna síðan daginn eftir í líki hvor annarar....;)! Myndin fjallar síðan um það hverning þeim gengur að lifa lífi hinnar... ;) sem gengur hálf brösulega!!!! En allaveganna þá hvet ég alla til að sjá þessa mynd =)! Hún er æðisleg skemmtun :P fyrir alla konur og karla ;)!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég skellti mér á myndina FREAKY FRIDAY með vinum mínum og okkur fannst öllum hún vera mjög fyndin mynd. Myndin fjallar um stelpu, mömmu hennar og pabba, afa og bróður. Þau fara saman á kínverskan veitingastað. Mamman og systirin fara að rífast. Allt í einu kemur kínversk þjónustustúlka og gefur þeim litla köku. Þær borða kökuna og það er bréf inni í kökunni. Þær lesa bréfið og þá kemur jarðskjálfti.

Næsta dag, þegar þær vöknuðu, þá breyttist hugurinn þeirra. Mamman hugsaði; af hverju er ég í rúminu hennar dóttur minnar?! Og margt fyndið gerist í seinni hlutanum.


Eggert Thorarensen.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er stórsnjöll! Hún er gegt fyndin og gegt skemmtileg! Hún fjallar um móðir og dóttir sem eru ekki mjög nánar og ekki góðar vinkonur. En dag einn breytist líf þeirra og þær svissa um stað - semsagt stelpan verður mamman, og mamman verður stelpan. Og stelpan er hrifin af sérstökum stráki í skólanum sínum og þegar mamman sér þennann strák er hún ekki hrifin... Á meðan stelpan, sem er í líkama mömmu sinnar, þarf að fara í vinnuna til mömmu sinnar og vinna fyrir hana. Þetta er sprenghlægileg mynd og ég mæli með því að allir sjái hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Freaky Friday er mjög góð mynd. Bæði stelpu og strákamynd. Hún fjallar um að Mamman og dóttirin sífellt að rífast og segja að þær mundu ekki meika einn dag sem hvor önnur. Eitt kvöldið þá kemst hljómsveit dóttirinar í þáttöku í keppni en þá er brúðkaupsdæmi hjá mömmu hennar og kærasta hennar sama kvöld svo mamma hennar leyfir henni ekki að fara. Þær fara saman og ´rifast á veitingahúsinu en þá fá þær þar spádómsköku sem þær báðar lesa ljóðið á sama tíma og borða kökuna. Þá byrjar gamanið!! ;) Þær skiptast um líkama og fá að vita hvernig er að vera hvor önnur en þær geta ekki orðið þær sjálfar fyrr en þær eru farnar að skilja hvor aðra og svo fremvegis! Ég er búin að sjá þessa mynd tvisvar sinnum í bíó og hún er mjög góð! Legg til með því að sjá hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.12.2020

Cook ráðin í He’s All That

Bandaríska leikkonan Rachael Leigh Cook mun bregða fyrir í gamanmyndinni He’s All That, væntanlegri endurgerð hinnar geysivinsælu She’s All That frá 1999. Cook fór þar með annað aðalhlutverkið. Kynjahlutverkum verð...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

29.08.2019

Vaughn flytur sig í líkama unglingsstúlku

Líkamsskiptakvikmyndir eru sérstök grein innan kvikmyndalistarinnar, og má þar nefna myndir eins og Freaky Friday, Vice Versa, 17 Again og Nine Lives svo aðeins fáeinar séu nefndar. Og nú er von á einni nýrri úr þessari áttinni. Va...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn