Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Spy Kids 3-D: Game Over 2003

Justwatch

Frumsýnd: 3. október 2003

The Game is over

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Juni Cortez er núna hættur að vera njósnari og reynir að lifa venjulegu lífi. En hann hendist aftur inn í heim njósnanna, þegar systur hans Carmen Cortez er rænt af hinum illa "leikjasmið" Toymaker. Carmen er föst inni í tölvuleik Toymaker, og eina leiðin til að ná henni er að fara sjálfur inn í leikinn. Í framhaldinu lenda þau systkinin í ótrúlegustu ævintýrum... Lesa meira

Juni Cortez er núna hættur að vera njósnari og reynir að lifa venjulegu lífi. En hann hendist aftur inn í heim njósnanna, þegar systur hans Carmen Cortez er rænt af hinum illa "leikjasmið" Toymaker. Carmen er föst inni í tölvuleik Toymaker, og eina leiðin til að ná henni er að fara sjálfur inn í leikinn. Í framhaldinu lenda þau systkinin í ótrúlegustu ævintýrum þar sem hætturnar leynast við hvert einasta horn.... minna

Aðalleikarar

Daryl Sabara

Juni Cortez

Ricardo Montalban

Grandfather

Alexa PenaVega

Carmen Cortez

Bobby Edner

Francis

Mike Judge

Donnagon Giggles

Salma Hayek

Cesca Giggles

Emily Osment

Gerti Giggles

Antonio Banderas

Gregorio Cortez

Antonio Banderas

Gregorio Cortez

Holland Taylor

Grandmother

Carla Gugino

Ingrid Cortez

Matt O'Leary

Gary Giggles

Cheech Marin

Felix Gumm

Danny Trejo

Machete

Alan Cumming

Fegan Floop

Tony Shalhoub

Alexander Minion

Joey Box

Romero

Bill Paxton

Dinky Winks

Elijah Wood

The Guy

Selena Gomez

Waterpark Girl

Leo Tover

Processor

Glen Powell

Long-fingered Boy

Leikstjórn

Handrit


Ég fór með vini mínum á þessa mynd og hún var ekki nærri því jafn góð og fyrsta myndin. Sylvester Stallone (The Toymaker) leikur vonda kallin en hann er kannski ekki sérlega vanur því að leika í barna og fjölskyldumyndum. Húmorinn er lélegur og gleraugun er ótrúlega óþægileg. Horfið frekar á hinar tvær myndirnar en þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd með bróður mínum og okkur fannst hún mjög góð mynd. Mér finnst skrítið hvað allir gefa myndinni lélega dóma. Þessi mynd fjallar um strák sem vinnur á leynilögreglustöð en var einu sinni hjá SPYkids. Það er vondur karl sem selur leik sem alla krakka langar í. En það er ekki hægt að vinna fimmta borð. Gaurarnir sem komast í fimmta borð verða að þrælum. Þá þarf strákurinn að bjarga systur sinni og öllum krökkunum sem eiga leikinn. Og miklu meira en þetta er spennandi.


Eggert Thorarensen.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað skal segja? Fyrsta Spy Kids myndin kom mér ótrúlega á óvart. Ég hef ekki séð aðra myndina en ákvað strax að skella mér á þessa með fjölskyldunni því að ekkert okkar hafði séð bíómynd í þrívídd.

Myndin sem slík er ekkert til að hrópa húrra yfir. Strákurinn gerði lítið annað en að fara í taugarnar á mér með ofleik fyrri part myndarinnar en svo virtist myndin ná mér niður á sitt plan og ég fór að njóta einfaldleikans og tæknibrellanna.

Þrívíddartæknin var sniðug en spurning hvað áherslan á hana hefur dregið mikið úr gæðum handrits og leikstjórnar.

Ég hafði mjög gaman af því að sjá hve myndin náði að veita góða innsýn í tölvuleiki og Sylvester gamli Stallone var magnaður í hlutverki vonda, vonda leikjameistarans. Ricardo Montalban var flottur í hlutverki afans sem naut tölvuleiksins til fullnustu. Einnig átti Elijah Wood frábært (stutt) innlegg í myndina.

Myndin fær tvær stjörnur hjá mér, er mun lakari en sú fyrsta en má vel hafa gaman af henni ef hún er ekki tekin of hátíðlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst nú ekkert mikið varið í þessa, þrívíddin var skemmtileg en gleraugun eru óþægileg fyrir þann sem er með gleraugu fyrir, eins og mig. Stallone var líka góður, en hefði mátt vera betri. Æji, ég veit ekkert hvað á að segja meira. Fínasta skemmtun fyrir þá sem líkaði 1 og 2, en aðrir skulu skoða þrívíddina, sem er bara bónus fyrir þá sem hafa gaman af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.01.2024

Foreldrarnir fóru fjórtán sinnum í bíó

Þegar Top Gun: Maverick var frumsýnd í bíó var grínast með það á Twitter, nú X, að foreldrar Glen Powell, annars aðalleikara rómantísku gamanmyndarinnar Anyone but You, sem komin er í bíó á Íslandi, hefðu sé...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn