Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Punisher 2004

Justwatch

Frumsýnd: 18. júní 2004

This Is Not Revenge. It's Punishment!

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 33
/100

Eftir leynilega aðgerð þar sem Bobby Saint, sonur spillta athafnamannsins Howard Saint, er drepinn, þá sest leyniþjónustumaðurinn Frank Castle í helgan stein. Howard Saint kennir Castle um dauða sonarins, og slátrar fjölskyldu hans og skilur Frank eftir stórslasaðan. Útbrunninn, og heltekinn af minningum um dauða fjölskyldu sinnar, þá ákveður Frank að hefna... Lesa meira

Eftir leynilega aðgerð þar sem Bobby Saint, sonur spillta athafnamannsins Howard Saint, er drepinn, þá sest leyniþjónustumaðurinn Frank Castle í helgan stein. Howard Saint kennir Castle um dauða sonarins, og slátrar fjölskyldu hans og skilur Frank eftir stórslasaðan. Útbrunninn, og heltekinn af minningum um dauða fjölskyldu sinnar, þá ákveður Frank að hefna sín, og verður dómari, kviðdómur og böðull, þekktur sem Refsarinn, eða "The Punisher". Hann vill refsa Howard Saint og félögum hans, og mun ekki unna sér hvíldar fyrr en allir sem ábyrgð báru á voðaverkinu eru dauðir. ... minna

Aðalleikarar

Ágæt hasarmynd
Jájá, þetta er ágæt hasarmynd. Bjóst nú við meiru (þegar ég keypti hana í Kúlunni á 500 kall). Get nú ekki mikið sagt nema að hún var of lengi að byrja og langdreginn í miðjunni. Það versta voru mjög pirrandi nágrannar sem voru allt of lengi á skjánum.
Thomas Jane (Face/Off, The Mist) var fínn í hlutverkinu sem Frank Castle eða ''The Punisher'' og John Travolta (Wild Hogs, Face/Off) fannst mér góður sem vondi kallinn, Howard Saint.
Bara fín mynd, mæli allavega ekki á móti henni.

Quote:
Howard Saint: Your mother's gone.
John Saint: What?
Howard Saint: She took the train.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þar sem það er að koma ný Punisher mynd (War Zone) þá ákvað ég að kíkja á þá síðustu. Ég sá þá fyrstu sem kom út 1989 með Dolph Lundgren en missti af þessari 2004. Thomas Jane er nokkuð góður í hlutverki refsarans en það er því miður það eina sem er gott við myndina. Eins og dæmigert er þá finnst leikstjóranum nauðsynlegt að taka sér hálftíma í að útskýra hvernig Frank Castle verður the Punisher. Fyrir vikið verður myndin næstum eins og hver önnur Steven Siegal mynd. Ekki nóg með það heldur breytir hann baksögunni gjörsamlega, t.d. var kona Castle og sonur skotin í almenningsgarði en ekki ekið yfir þau á einhverri brú. Svona lagað fer verulega í taugarnar á mér. Myndin var “rated R” en samt sýndu þeir voða lítið og ofbeldið var af skornum skammti. John Travolta er frekar slakur sem týpískur vondur mafíugæi. Síðasti hálftíminn er besti hluti myndarinnar og í raun eins og myndin hefði öll átt að vera. Það dugar samt ekki fyrir meðmælum.

Það kom mér nokkuð skemmtilega á óvart að myndin er að miklu leiti byggð á sögu sem ég hef lesið eftir Garth Ennis og Steve Dillon. Eini gallinn er að myndinni tekst að klúðra öllu sem var frábært í sögunni. The Russian til dæmis var frábær karakter sem er gjörsamlega flatur í myndinni og segir ekki eitt aukatekið orð. Nágrannarnir Castle eru líka illa gerðir og frekar glataðir. Mæli með bókinni frekar en að horfa á myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er alveg svakalega gróf mynd sem er alltaf gaman af.

eg hef alltaf haft gaman af marvel myndunum svo sem spiderman svo dæmi séu nefnd og þessi gefur þeim ekkert eftir.


þetta segir frá frá fyrrverandi FBI manni að nafni Frank Castle

sem var í sinu siðasta verkefni hja FBI sem for sma urskeiðis og sonur valdamikils manns er drepinn og faðirin finnur ut hvað gerðist og lætur drepa Castle og ALLA fjölskylduna hans en Castle lifði morðtilraunina af og leitar hefnda........
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hafði beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þessari mynd. Sem mikill Punisher fan, þá varð maður að búast við einhverju. En það er því miður ekki hér. Þessi mynd er ekki nálægt því eins góð og ég átti von á. Ef ég á að segja eitthvað, þá er hún stór vonbrigði. Þó að Thomas Jane er fínn sem The Punisher, dugar það ekki til að halda myndinni uppi. Þó er atriðið þar sem að hann berst við rússann virkilega fyndið atriði. Svo vantar alla spennuna og actionið sem að einkenna Punisher blöðin. Það er nú samt bara nýbúið að kynna persónuna þannig að ég ætla að gefa myndinni break. Það er aldrei að vita að ef að framhald verði gert, þá fái maður að sjá alvöru Punisher mynd. En við verðum víst að bíða þangað til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá 'The Punisher' á DVD í gærkvöldi. Ég hef verið misjafnlega hrifinn af kvikmyndum byggðum á Marvel teiknimyndasögunum. Á meðan mér fannst 'X-Men' 1 og 2 snilld, og 'Spider-man' 1 og 2 jafn mikil snilld, þótti mér 'The Hulk' ansi léleg og 'Daredevil ' einfaldlega hörmuleg. Í teiknimyndasögunum lenda Spider-man og The Punisher til dæmis oft í slagsmálum, enda er The Punisher drápsmaður en Spider-man verndari. Einnig hefur hann lent í einhverjum ævintýrum með Daredevil. Mér finnst heimur sögunnar passa vel inn í aðrar nýlegar Marvel myndir, þó svo að engir ofurkraftar, yfirnáttúrulegir atburðir eða stökkbreytingar eigi sér stað í þessari sögu. Þetta er einfaldlega hrein spennumynd þar sem aðalhetjan er samkvæmt formúlunni látin þjást af hendi illmenna af eins mikilli heyft og kvöl og hægt er að hugsa sér, og sem síðar hyggur á hefndir - reyndar segist Castle (The Punisher) að hann sé ekki að hefna, þar sem tilfinningalíf hans er dautt, segist hann einungis refsa. Söguþráðurinn er eins einfaldur og hugsast getur. Sonur mafíuforingja er drepinn í umsátri sem FBI snillingurinn Castle, sem talar reipbrennandi 6 tungumál og er sérfræðingur í hernaðarlist, hefur skipulagt. Mafíuforinginn kemst að því hver skipulagði framkvæmdina og hefnir sín á Castle. Castle kvelst. Castle snýr aftur með tonn af byssum og sprengjum. Hann segist ekki vera pirraður, ekki reiður, búinn að jafn sig eftir allt. Hann hefur breyst í vopn sem ræðst gegn öllum þeim sem réttarkerfið nær ekki yfir vegna spillingar og vanmátts. Refsarinn er einfaldlega böðull götunnar. Eins grunn og þessi saga er, þá er hún merkilega vel leikstýrð. Tónlistin er góð, og stíll spennuatriðanna er skemmtilega útfærður, oft með blöndu af Sergio Leone víðskotum sem stökkva í nærmynd og öðrum klassískum blæbrigðum á formúlunni. Leikur Thomas Jane er mjög góður, og sýnir hann nú aftur, eftir að hafa gert það einu sinni áður í hinni alltof vanmetnu 'Deep Blue Sea', að hann er klassísk hasarhetja. Þetta er hæfileikaríkur leikari sem mér sýnist verðugur arftaki hasarleikara eins og Bruce Willis, Clint Eastwood og Sean Connery. Kannski yrði hann góður James Bond? Hann er trúverðugur sem útsjónarsamt hörkutól, sem þó er ekkert ofurmenni. Skemmtileg mynd og óhætt að mæla með henni fyrir þá sem hafa gaman af hasar og spennu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.02.2020

Leigumorðingi missir minnið

Hinn grjótharði kvikmyndaleikari Liam Neeson hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í glæpatryllinum Memory, í leikstjórn Martin Campbell. Tökur myndarinnar eiga að hefjast í Bandaríkjunum í ágúst á þessu ári, en í mynd...

09.10.2016

Weaver verður Marvel þorpari

Netflix er með nýja Marvel teymis-ofurhetjumynd í smíðum, The Defenders, en þar leiða saman hesta sína fjórar ofurhetjur sem allar hafa fengið sína eigin sjónvarpsþáttaraðir, þau Daredevil, sem Charlie Cox leikur, Jessica...

10.07.2013

Fötluð ofurhetja á leiðinni

Teiknimyndasöguhöfundurinn Gerry Kissell og leikarinn Kurt Yaeger úr þáttunum Sons of Anarchy safna nú fé á söfnunarsíðunni Kickstarter, til að búa til kvikmynd um fatlaða ofurhetju. Kissell sem er best þekktur fyrir störf sín fyrir IDW ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn